Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Islandsrejsen hans Ágústar og spítalaævintýrið mitt

Ágúst flaug til Íslands á föstudagskvöldið til að mæta í brúðkaup Huldu og Óskars (Hulda vinkona Ágústar frá því fyrir ca. 25 árum) fyrir hönd okkar hjóna.  Að sjálfsögðu var pilturinn ekki aðeins ráðinn sem veislugestur heldur líka organisti, en á laugardagsmorgni komst hann að því að brúðarmarsinn varð eftir í Danmörku.  Yfirleitt er hundfúlt að spila eftir annarra manna lánsnótum svo eitthvað varð Ágúst að gera í málinu.  Hvað var þá til ráða annað en að senda frúnni sms, biðja hana um að skreppa niðrá spítala og faxa.  Svo komu langar leiðbeiningar sem innihéldu lykilorðið "hægri".  Eftir að hafa reynt allar leiðir til hægri á spítalanum fór mig að gruna að hann hefði meint hitt hægri, en vissi samt eiginlega ekki hvern fj... hann meinti.  Ekki hægt að ná í hann fyrr en eftir dúk og disk (á kóræfingu í Hallgrímskirkju) þegar ég náði loksins í kirkjuvörð sem reif hann út úr kórnum.

Þá hófst ævintýrið með Ágúst í símanum að lóðsa mig á réttan stað.  Hann hafði auðvitað meint mjög eindregið vinstri þegar hann skrifaði til hægri, en ekki bara það heldur þýddi "inn ganginn" inn um pínulitlar dyr sem mér hefði aldrei dottið í hug að fara inn um af sjálfsdáðum.  Síðan komu fleiri dyr og fleiri dyr eins og hjá Lísu í Undralandi þangað til ég kom að harðlæstum dyrum sem stóð á "lokað um helgar".  Þá rifjaðist upp fyrir Ágústi að það væri laugardagur.  Og best að snúa við.  Nema hvað dyrnar læstar, en jú hægt að komast með talnakóða sem Ágúst kunni sem betur fer.  En næstu dyr enn læstari og þar þurfti aðgangskort, hjaaaáálp ég var læst inni! (hafði mætt manni í harðlæstu dyrunum á leið inn um þær, hefði annars ekki komist svona langt inn í myrkviði spítalans, þetta er líklega spítalinn þar sem Nattevagten gerðist).  En ég slapp út með aðstoð lyftu upp á næstu hæð hjúkket.

Ágúst kom mér inn á einhverja aðra deild þar sem ég fann voða elskulegar konur sem vildu alveg leyfa mér að faxa, en ovkors tókst það samt ekki þrátt fyrir ítrekaðar tímafrekar tilraunir og hin og þessi faxnúmer aaaaarrrrrrrg...  En ég fæ allavegana plús fyrir viðleitni.  Og ætla að kaupa skanna við fyrsta tækifæri, sakna skannans sem ég var með í láni vegna biskupsstofuvinnunnar mjööööög mikið!

Svo má þess til gamans geta að þegar ég mætti á spítalann sat nýbökuð móðir í spítalagalla fyrir utan (á rögfría områðinu) og svældi í sig retturnar með barnið í vagninum við hliðina á sér, og haldiði ekki að hún hafi enn setið þar að eitra fyrir krílinu þegar ég kom út klukkutíma síðar.  Engir fordómar gagnvart reykfíklum, neeeeeeiiiii.....


Hmm..

Ef þið viljið vita muninn á hægri og vinstri, spyrjið þá bara Ágúst (eða Elínu systur).

Dæmalaust er stúlkan fín

Lára kas 12.jún 029

Lára kas 12.jún 022

 

Lára kas 12.jún 025


Þetta er orðið gott, Ingibjörg...

Nú eru 37 vikur síðan þroskaferli belgverjans hófst sem hálfþroskað egg djúpt í innviðum móður sinnar (og 35 vikur síðan fullþroskað eggið hitti spennandi frumu af "hinu kyninu") og barnið telst opinberlega fullþroskað og fullburða Happy (en þarf samt að bíða í viku til viðbótar svo pabbinn geti skroppið í brúðkaup á Íslandi næstu helgi).

Tengdamamma er á leiðinni til að fylgjast með framgangi mála, en lestin frá Köben er stopp af på grund af personpåkørsel og guð má vita hvenær frúin hefur það alla leið til Horsens, púff, hún er núna að bíða eftir rútum sem ferja liðið milli Fredericia og Vejle (fyrir þá sem eru klókir í danskri landafræði).  Ég kætti ferðalanginn með því að tilkynna henni í símann að ég væri búin að setja upp grjónagraut og henda í brauðvélina þannig að hún verður a.m.k. sæmilega fóðruð þegar hún loksins kemur LoL.

En stærstu fréttirnar af öllu eru kannski að það er ekki sól!! Ekkert sólbað í dag omg stórfurðulegt.  Er í staðinn búin að æfa mig dálítið á píanóið (tríósónötu í d moll nánar tiltekið) og er búin að komast að því að ég lendi í stökustu vandræðum þegar vinstri höndin þarf að fara of langt upp til hægri, þá strandar allt á bumbunni Tounge.  Væri líka mjög áhugavert að reyna að spila þetta á orgel, veit ekki hvort ég gæti haldið balans með yfirþyngd að framan, hendurnar í kross og lappirnar á fullu, mundi líklega detta á nefið og festa það milli cís og dís á 2. borði og búa samtímis til klösterhljóm á 1. borð með bumbunni...


Bölvaðir Baunarnir

Jájá við máttum sosum alveg vita það að við værum að flytja til stórreykingalands, en hefðum þó tæplega gert það nema ástandið hefði aðeins verið að skána síðustu árin, meira og minna bannað að reykja á veitingastöðum, verslunarmiðstöðvum og m.a.s. spítalanum.  Hugarfarið hefur samt lítið breyst jafnvel þó að hennar hátign æðstistrompur sé hætt að reykja opinberlega, það er nebla ekki þannig að það sem sést ekki sé ekki til.

Og viti menn, komst að því í dag að danskinum finnst alveg sjálfsagt að setjast við hliðiná kasóléttu konunni í strætóskýlinu og kveikja í sígó, oj oj oj ojbarasta.  M.a.s. allir Danirnir sem komu í strætóskýlið fengu sér að reykja, ég sá mitt ráð óvænna og flúði.

under21poster

Mér finnst nógu ógeðslegt og dónalegt að reykja ofan í aðra svona almennt, en sérstaklega yfirgengilegt að pústa beint framan í ófrískar konur og hananú, fjandinn eigi ykkur reykingapakk sem getið ekki haldið ykkur frá mér.


Og ég missti af þessu!!!!

http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/06/08/naktir_hjolreidamenn_vekja_athygli/

Ekki eins og ég passi í hjólafötin mín hvorteðer, hefði verið kjörið tækifæri fyrir mig að fara í hjólatúr.


Grænir fingur okkar hjóna og nýja klósettsetan

Verð að viðhalda nauðsynlegu upplýsingaflæði svo tengdó verði ekki stressuð Whistling 

Það er ekki nóg með að við eigum hús, heldur eigum við líka garð.  Hann þarf að snyrta.  Grundvallarforsendan fyrir því að ég gæti gert eitthvað var uppfyllt í næstsíðustu búðarferð, þá keyptum við á mig mjög huggulega rauð- og bleikröndótta garðvinnuvettlinga.  Líka grasklippur, greinaklippur o.fl. smotterí.  Svo trylltist ég bara á klippunum áðan og komst að því að það er ljómandi skemmtilegt að gera sinn eigin garð fínan.  Alls konar litlir sætir runnar sem þarf að snyrta (flestir í góðri hæð til að sitja á garðstól og klippa) og Ágúst fór á kostum við að vökva og klippa það sem var of hátt fyrir mig.

En ekkert af þessu gerðist fyrr en eftir búðarferðina sem við fórum í dag, vantaði enn þá ýmislegt mjög mikilvægt, t.d. klósettsetu með loki! Annað klósettið á heimilinu nebla loklaust (og setan líka svört og ljót), ekki nógu huggulegt.  Þar að auki handklæðahengi rétt við hliðina á klóstinu svo handklæðið gæti sogið í sig hvern einasta dropa sem kynni að skvettast upp úr við niðursturtun, næs.

Annað bráðnauðsynlegt sem við keyptum er baðvog.  Ég fékk reyndar bakþanka á heimleiðinni því ég var ekki viss um að ég vildi vita hvað fíllinn er þungur.  En svo las ég leiðbeiningarnar og viti menn, "Gravide og pacemakerbrugere må ikke benytte vægten" haha ég slepp! (A.m.k. við fansý fitumælingarfídusinn sem sendir einhvern rafstraum gegnum mann, je ræt að það sé nógu merkilegur straumur til að breyta einhverju fyrir óléttar).

En nú er að verða kominn tími á ís til að kæla sig niður eftir erfiði dagsins W00t bæjó.


Engar fréttir

Neibbs, ekkert sérstakt að gerast hérna.  Nema hvað ég fór í bæinn bæði í dag og í gær, fáránlegur dugnaður.  Fór í gær til að oprette en bank-konto nema hvað engum nema íslenskum nýfluttum aula dettur í hug að fara í banka á grundlovsdagen sem ku verða þjóðhátíðardagur Bauna.  Kom að luktum dyrum og ákvað að þá væri best að nota þessar 17 DKR sem ég átti í veskinu (svona er að eiga engan bankareikning og enga peninga) til að kaupa mér ís, en halló! ísbúðirnar líka lokaðar!  Labbaði hálfa göngugötuna með viðkomu á öllum bekkjunum til að hvíla mig og fór svo aftur heim í strætó, svaka stuð.

Næsta ferð gekk betur, bankadrengurinn varð allur uppveðraður þegar kom í ljós hver maðurinn minn var, mundi vel eftir ríka lækninum sem fékk voða fín kjör og auðvitað konan hans þá líka, gaf mér vatnsglas og allt.  Ég var svo kát eftir þetta að ég keypti mér pulsu, íhugaði að útskýra fyrir pulsukonunni að pulsubrauðið væri allt of stutt m.v. pulsuna, en hafði lúmskan grun um að það mundi ekki skila neinu.  Tölti svo alla göngugötuna eins og ekkert væri (með stoppum á næstum því hverjum einasta bekk, sumir voru uppteknir því bærinn var fullur af fólki).  Þetta ku reyndar vera breiðasta göngugata í Danmörku eeeeen ekki sú lengsta.  Lagði nú ekki á mig að fara inn í búðirnar nema eina skóbúð, garnbúð og barnabúð.  Fór svo heim, alveg útkeyrð, sagan búin.

Fyrir utan hefðbundið sólbað þá er ég að dunda við að gera barnaherbergið klárt, veit samt ekki alveg klárt fyrir hvað því það er ekki eins og barnið sé að fara sofa þar eða gera yfirleitt eitthvað sérstakt þar á næstunni, en hvað um það, gerir ekkert til að hafa það doldið fínt (þó ekki sé nema af því að það mun þjóna hlutverki gestaherbergis til að byrja með, orðið mjög fínt fyrir þig tengdó!).  Reyndum m.a.s. að setja saman barnarúmið (sem blessað barnið er einmitt ekki að fara að sofa í fyrr en hann vex upp úr vöggunni býst ég við) en ahemm, hvar eru skrúfurnar? Mundi óljóst eftir einhverjum skrúfum sem höfðu verið að þvælast í bílnum hjemme på Island og sá ljósið, mamma er að leita að þeim.

Gleymdi einu smáatriði úr símafarsanum (hann er kominn í lag a.m.k. svona yfirleitt, hringja í mig takk).  Þegar Ágúst var mættur til landsins og fór að þreifa fyrir sér um síma og net talaði hann fyrst við Telia.  Telia kannaðist bara ekkert við að væri hægt að fá hjá þeim einhvers konar pakka eins og eru agalega mikið í tízku á Íslandi með heimasíma, gemsa og neti.  Já og ef hann vildi tala um internet þurfti hann að hringja annað og á öðrum tíma, já og heimasíma, nei þú getur ekki fengið heimasíma nema hafa verið með heimasíma í 3 mánuði.  Ha hvernig á maður þá að geta fengið síma, augljóslega vantar mann ekki síma ef maður er með síma og hefur verið með hann í 3 mánuði.  Jújú þarft bara að hafa verið með heimasíma hjá öðru fyrirtæki í 3 mánuði og getur svo skipt yfir í Telia.  GEMMÉR EINA GÓÐA ÁSTÆÐU TIL AÐ FÁ SÉR HEIMASÍMA HJÁ TELIA!!!! Ruglað lið Danirnir.  Ekki það að sæber-eitthvað-síminn okkar rokki neitt sérstaklega feitt heldur (þarf að endurræsa netmódemið af og til svo útlandasímtölin fúnkeri).  Er gervihnattaöldin ekki mætt til Danmerkur??


Staðreyndir um det danske liv

Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að Danmörk væri hitabeltisland.

  • Ég hef ekki farið í sokka síðan ég flutti (f. 2 vikum)
  • Ég geng meira í bikini en "alvöru" fötum
  • Ég sef við hliðina á sænginni, ekki undir henni
  • Ég drekk marga lítra af vökva á dag og það gufar upp út um eyrun
  • Þvotturinn þornar á 2 klukkutímum úti á snúru
  • Ég er brún og sæt

En nokkrar aðeins furðulegri staðreyndir, það er altså ekki baun ódýrt að lifa í Danmörku.

  • Stórt gosglas kostar 880 krónur á kaffihúsi (55 DKK)
  • Rúllugardínurnar sem við ætlum að kaupa í svefnherbergið og barnaherbergið kosta 43% minna í rúmfó á Íslandi en í Danmörku (samtals 8.000 kr. minna)
  • Grunnlaunin hans Ágústar eru mun lægri hér en heima, svo það er ekki hægt að skrifa allt á gengi krónunnar

Já! Byrja strax!

Var búin að minnast á að stofan væri hentugur æfingastaður fyrir langskrið, og nú er ég búin að finna fyrstu keppnina fyrir ófædda skriðdýrið!

http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/06/02/skreid_5_metra_a_11_sekundum/

Þar fyrir utan styttist í að keppnisbarnið megi fara að fæðast, 36 vikur í dag, eftir viku er krílið fullburða og opinberlega velkomið í heiminn (ekki það að börnin séu ekki alltaf velkomin, en þau teljast "tilbúin" við 37 vikur).  Samt ekki alveg því Ágúst skreppur til Íslands aðra helgi og kemur ekki heim fyrr en daginn fyirir 38 vikur, svo það er eiginlega betra að bíða þangað til...

Tengdamamma verður samt hérna á meðan að passa mig eeeeeen... (nó offens tengdó) ég vil samt frekar hafa Ágúst Undecided


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband