Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Omg ég þarf að pakka!!!! Hjaaaaaááááállllllp!!!!!!

Já þetta er alvöru neyðarkall, plís hjálpa mér að pakka, ég byrjaði í gær og er búin að fylla 11 kassa af ca. 7000 og það sér ekki högg á vatni.  Kassagerðin stórgræðir á okkur.  Allir velkomnir að rétta hjálparhönd! Ég á súkkulaði.

Lindeparken 3, 8700 Horsens

Jájá ég er sem sagt alveg að verða stoltur húseigandi, Ágústi finnst reynar að það stefni í að ég verði einmitt svo svakalega stoltur húseigandi að það sé fínt að hann hreiðri bara um sig í leisíboj úti í útigeymslu hehe.  Verið að ganga frá öllum pappírum og smáatriðum eins og greiðslu (ahemm) en þetta er allavegana allt að gerast.

En hér kemur skýrslan um húsakaupaferðina og húsið:

Fór til Danmerkur með pabba með mér til að skoða 4 hús og kannski það 5. ef ég nennti því.  Í stuttu máli þá endaði ég á því að kaupa 5. húsið sem ég rétt nennti að hafa fyrir að skoða, og segi bara engin furða að það hafi ekki verið löngu selt því það var svo ömurlega kynnt á netinu að það notla nennti ekki nokkur maður að skoða það! Ég hafði það með á listanum bara af því að það var svo fáránlega vel staðsett rétt hjá spítalanum og tiltölulega stutt frá miðbænum og öllu öðru, er eiginlega nákvæmlega eins staðsett og Sjafnargatan hvað það varðar!

Merkilegast með húsaskoðunina er hvernig húsin breytast milli 1. og 2. skoðunar, tveimur húsunum var bara ekki boðið upp á 2. skoðun en þrjú héngu enn þá inni, þar af var Lindeparken eina húsið sem batnaði milli skoðana.  T.d. eyðilagðist parketið og veggirnir í húsinu með fínu innkeyrslunni sem ég bloggaði um milli skoðana!

En þá er komið að Lindeparken (Lára í Lindeparken hljómar bara vel, stuðlar skemmtilega).  150m2 týpískt múrsteinshús á 1 hæð með bílskýli og bílskúr.  Hér er innkeyrslan, eldhúsdyrnar lengst til vinstri og nokkrir gluggar á eldhúsinu, ég og skiltið um að húsið sé til sölu, þarf ekkert svoleiðis lengur, aðaldyrnar á húsinu, bílskýlið og útigeymslan er inn af bílskýlinu.

Kát eftir samninga

Það var reyndar ekki alveg svona gott veður þegar við skoðuðum húsið (þetta er mynd af netinu), lengst til vinstri svefnherbergi og barnaherbergi, svo skaga skrifstofan og stofan lengra fram.

B1_Big

Og garðurinn er bara dejlig, m.a.s. í febrúar (tengdapabbi spurði hvort þetta væri gerfigras, fannst liturinn eitthvað undarlegur svona um miðjan vetur).  Grislingurinn getur skottast þarna á grasflötinni og rúllar ekki burt því Danmörk er marflöt mwahahaha.

Horsens feb.08 017

En innvolsið er nú kannski aðalmálið.  Gasalega lekker forstofa með náttúrusteini blabla og fatahengi og nógu plássi fyrir tvíburavagn ef ég fylgi fjölskylduhefðinni (nr. 3 og 4 eru tvíburar, það erfist frá ömmu).

B8_Big

Úr forstofunni fínu er svo gengið til hægri inn í svefnálmu (jíha ég á nógu stórt hús til að það sé hægt að tala um álmur), þ.a. gangur með baðherbergi, barnaherbergi, svefnherbergi og litlu herbergi sem verður væntanlega fyllt af fataskápum og svo hægt að troða litlum svefnsófa og góðum gesti, næstum því ekki pláss fyrir fataskápa í svefnherberginu því rúmið okkar er stærst í heimi.  Hér er barnaherbergið (þar verður líka svefnsófi ovkors)

B10_Big

Í hina áttina er svo miðrými/alrými eða hvað sem ég á að kalla það, gamla fólkið sem bjó í húsinu var bara með borðstofuborðið þar og hefur væntanlega borðað mjög snyrtilega með silfurhnífapörum þar undir kristalsljósakrónunni alla daga því það er ekkert borð í eldhúsinu, ég ætla hins vegar að tæta burt teppið og setja fínt eldhúsborð og skenk og skáp í stíl.  Sést inn í eldhúsið til hægri, gestasnyrting enn þá lengra til hægri.  Volvoinn fylgir ekki með.

B6_Big

Nú og þess má til gamans geta að vegna einstakra prútthæfileika okkar feðgina (og vegna þess að fasteignasalinn hafði talað af sér, við vissum aðeins of vel að afkomendurnir voru orðnir desperat að losna við húsið, þetta er sem sagt dánarbú, og merkilegt nokk var húsið ekkert að seljast því það kom enginn að skoða það af því það var svo illa kynnt etc.) þá var ekki nóg með að við prúttuðum verðið niður heldur nældum við í slatta af innbúinu í kaupbæti, ÉG Á ÞETTA BORÐSTOFUSETT OG KRISTALSLJÓSAKRÓNUNA!!!!!!  Ógó flott antiksett mjög vel með farið, stækkanlegt borð, 6 stólar, skenkur og hliðarborð, jíha!

Og hér sést viðskiptafulltrúinn í ferðinni koma labbandi í þungum þönkum úr forstofunni, til vinstri er gengið inn í skrifstofuna/gestaherbergi (sem er reyndar stærsta herbergið í húsinu og var notuð sem hjónaherbergi en mér finnst staðsetningin ekki passa fyrir það).  Ég á skenkinn til vinstri og Bang&Olufsen græjurnar á veggnum.

Miðrými skrifstofa forstofa

Eldhúsið er kannski minnst spennandi hlutinn af húsinu, langt og mjótt en með nýlegri snyrtilegri innréttingu og litlu þvottahúsi innaf.  Sveitamaður einn benti reyndar á að þarna væri hægt að hafa ágætis flæðilínu t.d. í sláturgerð.  Svo eru bakdyrnar mjög mikilvægar þegar kemur að því að grilla!

B3_Big

Svo er stofan risastór og löng með nógu plássi fyrir flygil, sófasett og borðstofusettið góða (og notla ljósakrónuna yfir) með suðurgluggum og dyrum út í garð.  Dyrnar inn í miðrýmið þarna hægra megin.

B7_Big

Og í hina áttina. Já ég á skattholið þarna til vinstri.  Og reyndar líka sófana og það allt, en þeir eru nú samt mis-lífvænlegir...

B4_Big

Erettekkibara doltið fínt!

Svo er nýjasta planið að hlaða í gáminn 11. eða 12. mars svo hann verði lentur í Horsens eftir páska þegar við förum út ca. 26. mars (já ég með til að segja hvernig allt á að vera...), best að fara að pakka! Shocking


Solgt!!

Kát eftir samninga

Lindeparken 3, 200 m frá spítalanum...


Húsakaup

Svo virðist sem eina þráðlausa netið í Horsens sé á McDonalds, búin að éta hamb&fr til að geta sent Ágústi myndir o.fl. um húsin sem hann á að búa í (þ.e. á bara að búa í einu þeirra, en fær samt myndir af nokkrum jú fatt).  Ég er bara orðin geðbiluð af því að skoða hús og velja, reykspólandi í hausnum á mér núna stórt þvottahús, lítið þvottahús, engin forstofa, æðisleg forstofa, rétt við spítalann, rétt við naturpark, engin umferð, umferðarhávaði, stór stofa, lítil stofa, 1 hæð, 3 hæðir, flott eldhús, ljótt eldhús, etc. etc. etc. og út úr öllu þessu ætla ég að vera komin með eina niðurstöðu á morgun og gera tilboð, fk fk fk.  Svo verð ég líka geðbiluð af því að sitja heilt kvöld og zippa myndir og dunda svo endalaust lengi við að senda þær gegnum krappí hamborgaranet.  Og svo er ég m.a.s. með hamborgara.  Er að senda 7. póstinn og þá er þetta komið, verst að Ágúst hefur eiginlega ekki tíma til að kíkja á þetta því hann er að æfa sig... (nær því vonandi áður en ég skrifa undir á morgun)


Ósamhverfa og annað ógeð

Þeir sem þekkja mig gjörla vita að ég er ósamhverf (vantar á mig mittið öðrum megin), en ég var að komast að því að miðpunktur minn, sjálfur nabbbblinnn er orðinn ósamhverfur.

Þeir sem fannst þetta of náin líkamleg lýsing verða bara að sætta sig við það.  Eruði annars komin með myndina í hausinn?  (Þessi setning getur verið ótrúlega skæð)

Svo lengi sem ég fer ekki að tala um tærnar á mér eða eitthvað álíka skelfilegt (t.d. finnst Elínu systur og Ágústi tærnar á mér voðalegar) þá getið þið bara hrósað happi.

Var ég búin að minnast á vörtuna á... nei spaug (spögelse på dansk erþaggi?).

Já og þeir sem þekkja Dagbjörtu og/eða lesa bloggið hennar vita nú alveg að í samanburði við hana eru mín skrif mjög pen, ég hef t.d. aldrei ritað (svo ég muni) um inngróin hár eða klósettferðir.  En reyndar finnst mér samt suddalega gaman að lesa svoleiðis ógeðsblogg, kannski ég fari að stunda það?  Er það litli ógeðsperrinn sem leynist í hverju sálartetri sem nýtur þess að velta sér upp úr slíku?

Kræst ég er hætt og farin, yfir og út.


Fyrsti meðlimur í annarrar-kynslóðar-Djúsí fæddur!!

Arnbjörg (Djúsí nr. 3) og Víkingur (hennar tilvonandi eiginmaður sem er einmitt líka bróðir Halldóru)eignuðust stúlku í dag, hún ku vera dásamleg og allir í skýjunum Wizard

Þá er Halldóra orðin alsæl föðursystir og við Sigga og Lovísa að sjálfsögðu stoltar móðurdjúsísystur Grin  Ætli hún verði alt eða sópran?  En það er nú öruggt að hún er mjög fín.


Húsnæðismálin maður...

Það er allt að gerast með húsakaupin í Horsens, ég er búin að bóka flug til Danmerkur í næstu viku að rannsaka nokkur hús, og þar sem Ágúst kemst ekki með tek ég pabba með til ráðuneytis!

Heitasta húsið hjá okkur núna er ekki þriggja hæða höllin og er það aðallega komið til vegna leti.  Í fyrsta lagi nennum við ekki að hlaupa milli hæða, í öðru lagi nennum við ekki að þrífa þetta (a.m.k. ekki ég...) og í þriðja lagi nennum við ekki að vinna fyrir mismuninum á því og ódýrara húsi!

Í staðinn erum við núna að spögulera sterklega í ljómandi huggulegu 160m2 einbýlishúsi á einni hæð í dejligu rólegu úthverfi svona tiltölulega stutt frá spítalanum og skemmtilega nálægt ströndinni!

Ótrúlega flott heimkeyrsla, bílskúr fyrir öll hjólin mín og kerrurnar og attanívagnana á hjólin fyrir grislingana etc. (nei Ágúst, ég er ekki viss um að þú fáir að geyma bílinn í bílskúrnum Wink)

560_00_large

Voða fín stofa þar sem má vel troða flygli, borðstofuborði og sófasetti (stofan heldur sko áfram lengra til hægri)

510_10_large

Og náttúrulega bara geeeeðbilaður gólfdúkur í eldhúsinu, en það er allavegana nógu stórt

515_08_large

Svo er fínasta svefnherbergi með sérbaði og 3 önnur herbergi + þvottahús.  Dandalagott?


Tíhí...

 Það er alvöru barn í maganum! W00t

Kynlegar kynjapælingar - 20 vikna sónar í dag!

Þegar almenningur fór að átta sig á annarleg ástandi mínu komu gjarnan sömu tvær spurningarnar:  "Hvenær ertu sett?" og "Ætliði að fá að vita?".  Það var auðvelt að svara fyrri spurningunni (1. júlí) en ég hafði bara ekkert spáð sérstaklega í hitt.  En nú er ég orðin svo sjóuð að ég búin að komast að því að það eru aldeilis endalaust sterkar skoðanir í gangi í sambandi við "að kíkja í pakkann", jiii.. hvað ég get orðið þreytt á annarra manna skoðunum stundum, þess vegna held ég úti bloggsíðu þar sem ég get nokkurn veginn einhliða básúnað mínar skoðanir og ef þið komið með athugasemdir sem ég kaupi ekki get ég alltaf eytt þeim mwahahaha Tounge

Allavegana, meðal pakkaopnunarmótraka (þetta er nýyrði á finnsku) er

  • það er svindl
  • það verður að vera eitthvað spennandi við þetta
  • man ekki meir

En þar sem þetta er nú okkar eigið barn sem við pökkuðum sjálf inn hefði ég nú haldið að við megum kíkja þegar okkur sýnist!  Og nógu spennandi finnst mér að eiga barn, þetta er ekkert sérstaklega hversdagslegt hjá okkur.  Svo er líka hæpið að Ágúst komist hjá því að sjá hvaða tegund þetta er þegar hann horfir á skjáinn, hann er nú alveg sæmilega vanur að lesa úr sónarmyndum!  Verst ef kemur í ljós að þetta sé bara Dani...

En svo er hér mikilvæg persónuleg reynslusaga.  Lára (28) segir frá:  Ég er ekkert sérstaklega vön að sjá ferlið "ólétta-barn" "ólétta-barn" eiga sér stað, og þegar Elín stórasys varð ólétt fyrst þá var þetta raunverulega fyrsta óléttan tiltölulega nálægt mér.  Mér fannst þetta náttúrulega stórfurðulegt, óléttan nógu furðuleg ein sér og líka skemmtilega ólíklegt að hafa Elínu ólétta.  Svo spratt bara á henni bumba þarna í útlandinu, allt í lagi með það, en ég tengdi það ekkert sérstaklega við að það kæmi barn út úr þessu (sbr. ferlið "ólétta-barn").  En svo kom vendipunktur (daddaramm), Elín fór í sónar og tilkynnti að það væri lítið stelpuskinn í maganum.  Þá helltist alvara lífsins yfir mig og ég áttaði mig á því að það væri alvöru-barn í belgnum! Ekki bara einhvers konar óljóst "tilvonandi-barn" fyrirbæri, heldur alvöru stelpa. Já svona er ég einföld sál, hafði ekki verið búin að fatta að þetta væri alvöru... Shocking

Mér finnst barnið í maganum á mér ekki heldur neitt sérstaklega raunverulegt, og það þó það sé farið að dangla í mig daginn út og inn (aðallega í þvagblöðruna) og ég hafi lesið alla mína fósturfræði og viti nákvæmlega hvað er að gerast.  Þess vegna bíð ég spennt eftir að fá vitrun í dag kl. 13 þegar botninn á barninu verður skoðaður, þá kemur í ljós að þetta sé ekki bara einhver óljós tegund af verðandi barni heldur verður þetta annaðhvort alvöru-stelpa eða alvöru-strákur.  Það er auðvitað nokk sama hvort það er, foreldrarnir elska það alveg jafn mikið og allt það, ég vil bara komast að því að það sé annaðhvort!

Svo er tengdamamma líka farin að brýna prjónana hressilega og þarf að fara að spyrna í með bleikt eða blátt...


Einmitt

Gelgjan

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband