Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Ugly naked guy

Ég er farin að læra á sembal mér til skemmtunar og hef æfingaaðstöðu í húsnæði Tónlistarskólans í Reykjvík í Stekk á Laugarvegi, beint á móti öryrkjablokkunum í Hátúni.  Síðan sit ég í minningaflóði og æfi mig, þarna sat ég í endalausum tónheyrnar og hljómfræði og kontrapunkts og tónlistarsögutímum og leiddist stundum ansi mikið.  Þá gat það bjargað deginum að góna út um gluggann á allsbera gæjann sem stundaði líkamsæfingar af miklum móð úti á svölum á öryrkjablokkinni.  Einn daginn hrundi einbeitingin í tónheyrnartíma algjörlega þegar nemandi hrópaði:

Öglí neiked gæ stendur á höndum!!!!


Kambarnir orðnir flatir eftir að ég spændi upp þá

Kambakeppnin fór fram í ofsaroki á sunnudaginn, vindhraði á bilinu 55-100 km/klst.  Í mótvindinum var það bara fúlt, í hliðarvindi stóóóórhættulegt (einn fauk alveg yfir á mótakreinina) en í meðvindi frekar gaman... 

Kambakeppni

Glöggskyggnir kynnu að taka eftir að ég er með færri medalíur en Bryndís við hliðina á mér, það er vegna þess ég fell bara inn í einn opinn flokk meðan henni tekst að keppa í tveim flokkum í einu, fær silfur í opnum flokki og gull í unglingaflokki (hvað sem eru nú margir í þeim flokki) en Bryndís er einmitt 14 ára grínlaust, sé ekki margar 14 ára stelpur fyrir mér hjóla upp Kambana í ofsaroki án þess að kvarta.  Þess má til gamans geta að hún tók fram úr Hauki á leiðinni, það var reyndar þannig að hann tók fram úr henni, svo fauk Bryndís fram úr honum, svo fór Haukur fram úr henni aftur...

Hlutfallið milli karla- og kvennaflokks var mjög skemmtilegt í þetta skiptið, 4 strákar og 2 stelpur!  Það þýðir að strákar eru hlutfallslega hræddari en stelpur við að hjóla í roki.

Og snúum okkur nú að allt öðru, skógræktarfræðingur sem vinnur með tengdapabba hefur tekið þvílíku ástfóstri við ræktunaráform okkar hjóna að hann gefur okkur endalaust plöntur, á föstudaginn og sunnudaginn settum við niður tæplega 70 vænar birki- og loðvíðiplöntur við sumarbústaðinn, þetta stefnir í heljarinnar skóg!


Enginn bikar í kvennaflokki

í Tjarnarsprettinum, en ég auglýsti eftir honum á réttu augnabliki við verðlaunaafhendinguna í Ráðhúsinu í dag og að sjálfsögðu var lofað bikar á næsta ári...

Tjarnarsprettur

Hér er ég í góðri sveiflu og http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338434/16 hér má sjá mig í stanabuði í sjónvarpsfréttunum.

Nú og Tjarnarspretturinn var ekki síðasta keppnin eins og ég hélt heldur er hin mjög svo hressandi og hefðbundna Kambakeppni í fyrramálið (sun), frá hringtorgi við Hveragerði og upp á heiði, púff.  Ég kem svona frekar líklega til með að setja Íslandsmet í kvennaflokki þar sem enginn kvenmaður hefur gerst svo djarfur að reyna sig í þessari keppni fyrr, spennandi...


Flugbjörgunarsveitin

Við Haukur skelltum okkur í nýliðastarfið hjá Flugbjörgunarsveitinni og fórum í fyrstu æfingaferðina núna um helgina.  Mikið gaman.  Fórum inn í Þórsmörk og fyrri daginn gengum við upp Fimmvörðuháls-leiðina upp að Heljarkambi, beygðum þar niður í Hvannárgil, upp úr því í átt að Básum, skoppuðum upp á Útigönguhöfða og enduðum í Langadal. 

1393336759_5d1ac2b885

Hér erum við á leið upp Útigönguhöfða, Krossá rennur ísköld þarna niðri og Langidalur er hægra megin við Valahnjúk sem kúrir í þokunni.

Í Langadal var svo gerð heiðarleg tilraun til að grilla um kvöldið, bæði nýliðar á fyrra og seinna ári, samtals 40 manns og kolin dugðu undir grillflöt sem er minni en grillið mitt! Ég eldaði þessar fínu kótilettur á pönnu inni í skála...

Seinni daginn fórum við aðra hringferð, m.a. upp á Rjúpnafell í frábæru skyggni.

1394303718_bb536c4bc3

Haukur er hálfþreytulegur enda er hann að reyna að halda í við mig, það tókst engan veginn því ég er löngu horfin og það er Helgi nýliðadrengur sem tekur myndirnar

1394271872_1cd46e34a6

Leiðin upp á Rjúpnafell er mjög skemmtileg

1394293076_8eb4ea802a

og útsýnið alls ekki slæmt

1393380135_10b6b657cd

Laugavegurinn liggur um þetta svæði.

1394284762_78d062e601

Enduðum síðan daginn á því að vaða Krossá í skítakulda, margar kvíslar og bíða á milli, hef aldrei upplifað annan eins sársauka í fótunum enda stóð ég á orginu meira og minna.  Stakk upp á aflimun við ökkla og fleiri tóku undir að það gæti ekki verið verra en þetta.  Sumir gösluðu bara yfir í gönguskóm og fullum skrúða, annað en ég með mína fögru leggi.

1394308154_dabeb24034

Þessir leggir verða einmitt notaðir rækilega í síðustu hjólreiðakeppni sumarsins, kl. 14.30 á laugardaginn við Reykjavíkurtjörn, mjög áhorfendavæn keppni, allir að mæta!


Ég er mjög stolt af silfrinu mínu!

Þegar þokunni loksins létti í Færeyjum og keppni hófst kl. 18 á laugardaginn var komið skítaveður í Hvalfirðinum og endaði með að keppninni var hætt eftir nokkra kílómetra vegna hættulegra sviptivinda.  Við mættum þá bara galvösk kl. 10 á sunnudagsmorgun og þá hófst fjörið!  Færeyska þríþrautardrottningin Súsanna reyndist svona helv.. góð og barasta í fyrsta sinn sem það er einhver harka í kvennaflokknum.  Við djöfluðumst og djöfluðumst og amk ég alveg að springa, breikuðum (stungum af) til skiptis en ekki hjálparlaust!  Súsanna var með heila tvo Færeyinga sér til aðstoðar sem skiptust á að draga hana

Hvalfjörður 1

og ekki voru þeir að hjálpa mér oneii.  Ef glöggt er skoðað sést illkvittnissvipur á Súsönnu (nr. 2) en örvæntingarsvipur á mér (nr. 3).  En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og Haukur bró birtist til að hjálpa litlu systur, eða öllu heldur til að bjarga heiðri Íslands í landskeppninni.

Hvalfjörður 2

Hann var þá búinn að missa vonina um að blanda sér í toppbaráttuna (ahemm) svo þetta var ekkert svo hræðileg fórn (ekki það að hann hafi ekki verið alveg að springa við það að draga mig), en takk Haukur minn!  Nú en af því að keppnin var svo ósköp erfið ákváðum við að hvíla okkur 2x á leiðinni.  Fyrst klikkaði eitthvað í hjólinu hjá Súsönnu og þá gekk nú eiginlega ekki annað en að bíða á næstu hæð!  Svo fór aldeilis að klikka hjá mér og þegar ég var búin að bölva mjöööög mikið kom í ljós að keðjan mín var ónýt og ég þurfti að hætta!!!!!  Angry AAaaaaarrrrrggggg!!! Eins og keppnin var hrikalega æsispennandi.

Fyrirboði 1:  Gunnlaugur að setja nýju Shimano ultegra keðjuna á hjólið um leið og allt gíradótið: "Ég nota aldrei Shimano keðjur, þær eru drasl"

Fyrirboði 2:  Haukur þegar við vorum að keyra upp í Hvalfjörð:  "Þú veist að 10 gíra keðjur eru ekki eins sterkar og 8 gíra, það er meiri hætta á að slíta þær ef þú stígur of fast" (hann var reyndar að grínast, ekki mikil hætta á að ég stígi svo fast...)

En jæja ég fékk kædesammensættestykke (eins og ég útskýrði fyrir Færeyingunum) og svo var tímataka/time trial kl. 17 og þá var allt gefið í botn.  Það er reyndar obbolítið erfitt að gefa í botn í keppni nr. 2 sama dag en ég píndi mig í 20 km og var 33 sekúndum á eftir þeirri færeysku og kvarta bara ekki neitt!  Þess má til gamans geta að Súsanna var bara 7 sekúndum á eftir Hauki...  Ég stóð mig bara mjög vel og hjólaði ógeðslega hratt og er ferlega ánægð með mig!  Megi Súsanna koma sem oftast til Íslands að keppa og ég stefni á Statoil keppnina í Færeyjum næsta sumar

797px-FaroeseFlag

 


Landskeppni Íslands og Færeyja í hjólreiðum

Fer fram þessa helgi hér á klakanum. Fyrsta keppnin var í gærkvöldi og Ísland sýndi ótrúlega yfirburði, sérstaklega í kvennaflokki.  Ekki aðeins erum við íslensku stúlkurnar miklir hjólasnillingar heldur sýndi Ísland veðurfarslega yfirburði því færeyski kvenkeppandinn var þokutepptur í Færeyjum ásamt hálfu færeyska liðinu.  Því var tiltölulega auðvelt fyrir okkur íslensku tvær að ná tveimur efstu sætunum í kvennaflokki hrmpf hrmpf. (Já og þar af ég með gullið ovkors)

Landskeppni sept07 4

Hér er ég á harðaspretti á Rúdolf racer, en hann fór í extrím meikóver á miðvikudaginn og heitir nú Rúdolf "ultegra" racer.  Varúð, eftirfarandi texti inniheldur hjólanördaefni.  Þetta góða hjól keypti ég notað fyrir slikk (40 þús.), stellið er dandalagott, létt og fínt og stærðin hentar mér mjög vel (svona götuhjól þurf að passa eins og flís við rass), en gírarnir voru ekkert fínir, bæði gamlir, ekki svo merkileg týpa og lélegur árgangur svo það var fyrirsjáanlegt að ég mundi splæsa á nýja gíra við tækifæri.  Nú Haukur var staddur í Kaupmannahöfn í ca. 2 klukkutíma á miðvikudaginn og eyddi þeim í að kaupa allt nýtt á hjólið fyrir litlusystur og kom heim með ultegra grúppu (sem er eiginlega það næstbesta í boði fyrir tiltölulega venjulegt fólk og kostaði jafnmikið og ég borgaði fyrir hjólið sjálft).  Í tilefni dagsins skrúbbaði ég Rúdolf í bak og fyrir og bónaði hann í tætlur, fór svo með hann í heimsókn til Gunnlaugs ofurhjólasnillings sem reif allt í sundur og skellti nýja dótinu á (tannhjól framan og aftan, skiptar, bremsur, handföng, allt saman) og nú er ég komin á þvílíka ofurhjólið!  Svíf um eins og í draumi.  Í raun og veru er það eina sem er eftir af upprunalega Rúdolf stellið, framgaffallinn og nokkrir smáhlutir, m.a.s. stýrið og hnakkurinn er nýtt.

PICT0036

Svo er bara að vona að Færeyingarnir nái hingað í dag, enn þá verið að fresta fluginu þeirra og þar með keppninni í dag sem átti upphaflega að vera kl. 10, svo 15 og verður væntanlega kl. 18, má ekki seinna vera vegna myrkurs og rigningar.


Hjaaaááálp!!! Hvað á ég að verða þegar ég verð stór???

Krísa á Sjafnargötunni, húsmóðirin var að átta sig á því að það er kominn september.  Þá byrja allir hinir aftur í skólanum en ekki ég! Vúbbs, tæm gós bæ...

Hér er smá listi yfir það sem hefur komið til greina undanfarin ár (og hvað hefur orðið úr því)

1. Konsertorganisti (á heimsmælikvarða) - kom heim með rófuna milli lappanna mánuði eftir að ég byrjaði í framhaldsnámi grenjandi undan álagseinkennum sem hafa jú vissulega lagast að mestu leyti enda komin 5 ár síðan.  Hef þóst ætla að taka orgelið upp aftur af fullum krafti en neistinn virðist eitthvað tæpur.  Kannski reddar Eyþór því í vetur (engin pressa Eyþór minn...)

2. Söngvari - nú hvað gerir maður þegar hendurnar klikka annað en að brúka handalausa hljóðfærið. Jú ég er vissulega ágæt að syngja en það er nóg af þessum andskotans sóprönum og ég hef m.a.s. aldrei náð svo langt að komast í jarðarfararhóp nema í afleysingum (þegar einhver deyr mwahaha) þannig að það stefndi í hálf-sorrí-karrír

3. Læknir - var nú komin með nóg af því eftir nokkra mánuði, kolröng hilla.

4. Leiðsögumaður - fór í leiðsöguskólann í hálfgerðu stundarbrjálæði á svipuðu krísumómenti fyrir ári, það reyndist fjári gaman og mér að óvörum var ég í 1 1/2 mánuð uppi á fjöllum í sumar að jaska út Þjóðverjum, reyndar misgaman en yfirleitt frábært.  Samt spurning hversu heppileg hversdagsvinna það telst.

5. "Venjulegur" organisti - uuu... langar mig að spila í jarðarförum og messum og poppbrúðkaupum alla ævi? Ekki er ég heldur sérstaklega innspíreraður kórstjóri.  Svo er ég ekki einu sinni með framhaldsnám þannig að ég væri seint ráðin í "fína" kirkju með alminlegu orgeli etc. Æ ég veit ekki.

6. Ritari söngmálastjóra - stundum þegar ég nenni því sit ég við tölvuna og vinn fyrir Biskupsstofu í nótnastússi.  Ég endist aldrei neitt sérstaklega lengi í einu. (Mætti í gær í fyrsta skipti síðan í apríl). 

7. Hjálparsveitarfrömuður og fallhlífarstökkvari - segi svona, er reyndar að spá í að skella mér í flugbjörgunarsveitina, nýliðaprógrammið felur í sér að dandalast á fjöllum meira og minna aðra hverja helgi, hægt að gera margt leiðinlegra.

8. Heimavinnandi húsmóðir með fullt af börnum - hmm... geðheilsa í hættu

9. Atvinnuhjólreiðakona - jeeeeeeeeeeeeeeee......

Getur einhver reddað krísunni?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband