Já! Byrja strax!

Var búin að minnast á að stofan væri hentugur æfingastaður fyrir langskrið, og nú er ég búin að finna fyrstu keppnina fyrir ófædda skriðdýrið!

http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/06/02/skreid_5_metra_a_11_sekundum/

Þar fyrir utan styttist í að keppnisbarnið megi fara að fæðast, 36 vikur í dag, eftir viku er krílið fullburða og opinberlega velkomið í heiminn (ekki það að börnin séu ekki alltaf velkomin, en þau teljast "tilbúin" við 37 vikur).  Samt ekki alveg því Ágúst skreppur til Íslands aðra helgi og kemur ekki heim fyrr en daginn fyirir 38 vikur, svo það er eiginlega betra að bíða þangað til...

Tengdamamma verður samt hérna á meðan að passa mig eeeeeen... (nó offens tengdó) ég vil samt frekar hafa Ágúst Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Níu ára sigurvegari já. Hvernig ætli henni gangi í skólanum, félagslega séð?

orgelstelpa (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 18:25

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Íslendingar hafa aldrei verið sleipir í að þýða erlendar fréttir, vita t.d. ekki muninn á 9 mánuðum og 9 árum. Frægt þegar birtist frétt í mogganum um að flugfarþegar væru í hættu vegna of lágs sýrustigs í flugvélum, þ.e. of lítið af sýru í loftinu (efnafræðilesnir vita að reyndar að þessi fullyrðing sem slík er tóm tjara), kom síðan í ljós að fréttin var þýdd úr norsku og syre = súrefni...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 3.6.2008 kl. 19:10

3 identicon

Ég er ekkert móðguð, en oft má satt kjurt liggja, ha ha

Tengdó (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband