Engar fréttir

Neibbs, ekkert sérstakt að gerast hérna.  Nema hvað ég fór í bæinn bæði í dag og í gær, fáránlegur dugnaður.  Fór í gær til að oprette en bank-konto nema hvað engum nema íslenskum nýfluttum aula dettur í hug að fara í banka á grundlovsdagen sem ku verða þjóðhátíðardagur Bauna.  Kom að luktum dyrum og ákvað að þá væri best að nota þessar 17 DKR sem ég átti í veskinu (svona er að eiga engan bankareikning og enga peninga) til að kaupa mér ís, en halló! ísbúðirnar líka lokaðar!  Labbaði hálfa göngugötuna með viðkomu á öllum bekkjunum til að hvíla mig og fór svo aftur heim í strætó, svaka stuð.

Næsta ferð gekk betur, bankadrengurinn varð allur uppveðraður þegar kom í ljós hver maðurinn minn var, mundi vel eftir ríka lækninum sem fékk voða fín kjör og auðvitað konan hans þá líka, gaf mér vatnsglas og allt.  Ég var svo kát eftir þetta að ég keypti mér pulsu, íhugaði að útskýra fyrir pulsukonunni að pulsubrauðið væri allt of stutt m.v. pulsuna, en hafði lúmskan grun um að það mundi ekki skila neinu.  Tölti svo alla göngugötuna eins og ekkert væri (með stoppum á næstum því hverjum einasta bekk, sumir voru uppteknir því bærinn var fullur af fólki).  Þetta ku reyndar vera breiðasta göngugata í Danmörku eeeeen ekki sú lengsta.  Lagði nú ekki á mig að fara inn í búðirnar nema eina skóbúð, garnbúð og barnabúð.  Fór svo heim, alveg útkeyrð, sagan búin.

Fyrir utan hefðbundið sólbað þá er ég að dunda við að gera barnaherbergið klárt, veit samt ekki alveg klárt fyrir hvað því það er ekki eins og barnið sé að fara sofa þar eða gera yfirleitt eitthvað sérstakt þar á næstunni, en hvað um það, gerir ekkert til að hafa það doldið fínt (þó ekki sé nema af því að það mun þjóna hlutverki gestaherbergis til að byrja með, orðið mjög fínt fyrir þig tengdó!).  Reyndum m.a.s. að setja saman barnarúmið (sem blessað barnið er einmitt ekki að fara að sofa í fyrr en hann vex upp úr vöggunni býst ég við) en ahemm, hvar eru skrúfurnar? Mundi óljóst eftir einhverjum skrúfum sem höfðu verið að þvælast í bílnum hjemme på Island og sá ljósið, mamma er að leita að þeim.

Gleymdi einu smáatriði úr símafarsanum (hann er kominn í lag a.m.k. svona yfirleitt, hringja í mig takk).  Þegar Ágúst var mættur til landsins og fór að þreifa fyrir sér um síma og net talaði hann fyrst við Telia.  Telia kannaðist bara ekkert við að væri hægt að fá hjá þeim einhvers konar pakka eins og eru agalega mikið í tízku á Íslandi með heimasíma, gemsa og neti.  Já og ef hann vildi tala um internet þurfti hann að hringja annað og á öðrum tíma, já og heimasíma, nei þú getur ekki fengið heimasíma nema hafa verið með heimasíma í 3 mánuði.  Ha hvernig á maður þá að geta fengið síma, augljóslega vantar mann ekki síma ef maður er með síma og hefur verið með hann í 3 mánuði.  Jújú þarft bara að hafa verið með heimasíma hjá öðru fyrirtæki í 3 mánuði og getur svo skipt yfir í Telia.  GEMMÉR EINA GÓÐA ÁSTÆÐU TIL AÐ FÁ SÉR HEIMASÍMA HJÁ TELIA!!!! Ruglað lið Danirnir.  Ekki það að sæber-eitthvað-síminn okkar rokki neitt sérstaklega feitt heldur (þarf að endurræsa netmódemið af og til svo útlandasímtölin fúnkeri).  Er gervihnattaöldin ekki mætt til Danmerkur??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

tíminn líður hraaaatt...

En nei, Danir eru vanir að vera svona 4-5 árum (minnst) á eftir okkur, bíddu bara, þeir fara að fatta þetta!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 7.6.2008 kl. 00:46

2 identicon

hæ Lára

Jæja þá ertu komin til Hosens;) velkomin. En ég þar nú að fara kíkja á þig við tækifæri ;) Verðum í bandi

kv.Magga Sör

Magga Sör (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 12:01

3 identicon

Vá hvílíkur léttir að geta lesið eithvað á blogginu hennar Láru. Tú stendur þig vel telpa mín. Svona hjal líkar mér.

Ég er farin að hallast að því að allt sé gott - betra - best á gamla Fróni. En hlakka samt rosalega til að koma í heimsókn

eftir 3 daga, vaaaaaaaaaaaaa það styttist í að ég geti farið að pakka, kanski geri ég það í kvöld.

kv tengdó

tengdó (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 16:59

4 identicon

híhíhí...velkomin til Evrópu

já það er alveg sama sagan hér og hjá ykkur. 

Það er 'þolinmæði þrautin' sem blívar hér á meginlandinu!!! 

...hef samt heyrt að Belgarnir séu verstir

Hallveig (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband