Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Glúglúglúg...

Lífið í Lindeparken er aðeins að komast í fastari skorður.  Vantar ekkert upp á mjólkina hjá mömmunni núna, gæti satt best að segja mjólkað ofan í heila herdeild og Ágúst Ísleifur hefur ekki undan að drekka, þarf reyndar bara að opna munninn og varla að sjúga til að fá sitt!  Hann er allur að koma til á brjóstinu, hefur ekki fengið af bikar síðan í gær og bítur ekkert svo agalega fast, honum er samt stundum allt of mikið niðri fyrir til að sjúga, óttalegur kjáni...

Það kemur sér nú sjálfsagt vel áfram að hafa pumpugræjuna frá Elínu því ég þurfti t.d. að tæma fyrir háttinn í gærkvöldi til þess að geta farið að sofa.  En það kemst vonandi jafnvægi á framboð og eftirspurn fljótlega.

Núna einbeitum við okkur bara að brjóstagjöf og bleiuskiptum, langmesti tíminn fer í drykkjarmálin og þess á milli sefur stráksi og ég gjarnan með honum.  Kemur nú samt að því að við tökum fleiri myndir og setjum á netið, t.d. af syninum í fínu vöggunni sinni, vaggan er mjööög stór fyrir litla manninn!  Þar lúrir hann einmitt núna í lopasokkunum sem mamman prjónaði, mjög notalegir.

Verðlaunakýr


Ágúst Ísleifur kominn heim til sín

Loksins birtast myndir af kappanum! Við komum loksins heim í gær, föstudag.  Hálfgert ólag á brjóstagjöfinni og þess vegna vorum við lengur en til stóð, litli maðurinn ákaflega svangur og æstur en hefur ekki alveg þolinmæði til að liggja á brjósti, og vill líka gjarnan naga móður sína með tilheyrandi óþægindum svo það hefur aðeins þurft aðstoð pumpu til að mjólkin endi á réttum stað.

En hér liggur Ísleifur litli sofandi uppi í rúmi hjá mömmu sinni.

IMG_0197 

Hann þurfti náttúrulega hefðbundna læknisskoðun, ekki annað að sjá en drengurinn sé alheilbrigður (og þar að auki fullkominn...)

IMG_0215

Með eindæmum fallegur þar sem hann liggur í mömmufangi, hálfhissa hins vegar þegar pabbi reynir að blekkja hann með fingrinum, það vita nú allir að það kemur engin mjólk úr vísifingri.

IMG_0218   IMG_0326

Og sefur vært.

IMG_0243

Skoðar líka umheiminn.  En er þó ekki alltaf alveg sáttur, enda töluverð viðbrigði að vera kominn úr móðurkviði þar sem lífið er alltaf eins og það á að vera, út í stóra heiminn þar sem maður verður stundum svangur og blautur og kaldur... 

IMG_0300    IMG_0315

En það lagast aftur. Og sjáið myndarlegu hendurnar, efnilegur organisti!

IMG_0318    IMG_0334

Framan af var Ágúst Ísleifur mjög ólífsreyndur, hafði bara komið inn í tvö herbergi á stuttri ævi, fæðingarstofuna og svo stofuna okkar inni á sængurlegudeildinni.  En á föstudaginn dró heldur betur til tíðinda!

Hann fór í fyrsta baðið sitt, fannst það reyndar bæði blautt og kalt.

IMG_0356 

Síðan var komið að því að klæða sig í fyrsta skipti, fram að því hafði hann bara kúrt á bleiunni hjá foreldrum sínum, og hafði reyndar ekki einu sinni lagst í vöggu.  En drengurinn er svo ljónheppinn að hafa fengið fínan prjónagalla af Hauki móðurbróður, amma hans prjónaði gallann árið 1969 (löngu áður en Haukur fæddist) en húfan týndist reyndar fyrir einhverjum áratugum svo ég prjónaði nýja með tilþrifum.

IMG_0376

Búningurinn er reyndar heldur stór enn sem komið er, en það stendur til bóta.

IMG_0397

Síðan var komið að ferðalagi nr. 2, (fyrsta ferðalagið var að koma í heiminn).  Við löbbuðum alla leið yfir götuna heim í Lindeparken, Ágúst Ísleifur kúrði bara í burðarsjalinu framan á mömmu sinni og kippti sér ekkert upp við þetta.

IMG_0399

Þá er bara eftir að venjast lífinu með barn á heimilinu, ótrúlegt hvað þessi innan við þrjú kíló eiga eftir að breyta lífi allra í kringum hann!  Það er heilmikil vinna að sinna honum, aðallega brjóstagjöfin sem tekur tíma og orku, ég sit til skiptis með drenginn í fanginu að reyna að setja hann á brjóst, eða með brjóstapumpuna svo hann fái sitt þó hann sjúgi ekki.  Síðan skiptumst við á að gefa honum af litlu staupi, nú eða hjálpumst að þegar illa gengur...  (þess vegna hefur líka tekið dálítinn tíma að koma myndunum inn).

En við foreldrarnir erum að sjálfsögðu alsæl með litla manninn og hlökkum til að sýna umheiminum hann betur þegar við komum til Íslands, líklega upp úr miðjum júlí.  Þangað til verða myndir að nægja!


Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn

Ágúst Ísleifur Ágústsson fæddist í gærkvoldi 24. juni kl. 20.04 a donskum tima.  Drengurinn er rumar 11 1/2 mork og 50 cm, foreldrunum finnst hann fullkomnasta barn sem faedst hefur her a jord.

Fyrstu merki um ad eitthvad væri ad gerast var undarlegur vatnsleki adfaranott manudags, akvadum ad kikja nidur a spitala seinnipartinn ad tjekka a malunum, oljost hvort eg væri i raun og veru ad missa vatnid eda ekki (altså hvort thetta væri ulfur ulfur) eda hvort barnid væri a leidinni.  Fekk tima morguninn eftir (thridjudag) kl 8.30 til ad taka stoduna.

Vid forum sidan ad sofa i rolegheitum, logdumst upp i rum, budum hvort odru goda nott, svo sagdi Agust eitthvad sem var bara pinulitid fyndid og eg svaradi "heh", tha kom gusan! Ekki alveg eins og i biomyndunum samt en adeins i attina. Gerdi svo adra tilraun til ad fara ad sofa 2 timum sidar, gekk illa ad sofna, akvad ad draga nu djupt andann, slaka a og sofna barasta.  Andadi djupt inn - og tha kom naesta gusa...  Endadi med ad eg svaf litid um nottina, for lika ad fa sma verki med minum hefdbundnu samdrattum.

Maettum svo a spitalann eins og til stod um morguninn, var tha komin med 1.5 i utvikkun og akvedid ad gefa mer leghalsmykjandi stil til ad hjalpa til (ma ekki dragast of lengi ad barnid faedist eftir ad vatnid fer vegna sykingarhaettu).  Sidan atti eg bara ad liggja og slappa af, stod til ad reyna bara ad sofna en smidavinna a spitalanum og mavagarg kom i veg fyrir thad.  Svo foru verkirnir bara ad aukast thangad til eg sa soma minn i ad haetta ad kalla thad samdraetti og skilgreina thetta sem hridir.

Agust fekk nog ad gera vid ad sinna konunni, nudda a mer bakid i hridunum og peppa mig upp fyrir framhaldid.  Seinni partinn thegar meira fjor var farid ad færast i leikinn færdum vid okkur inn a fædingarstofu og fljotlega skellti eg mer i badkerid til ad na ad slaka vel a milli hridanna.  Endadi tho med thvi ad eg var rekin upp ur thvi mer og barninu var liklega ordid fullheitt.  Sidan gekk thetta bara sinn gang, eg kvartadi tooooluvert medan a hridunum stod (adallega inn i surefnisgrimu sem dempadi adeins ohljodin) en sem betur fer klarudust thær yfirleitt innan skikkanlegs tima.

Thegar var farid ad glitta i kollinn a drengnum skiptu Agust og ljosmodirin um stodu og pabbinn tok sjalfur a moti syninum sem skaust allur ut i einum vænum rembingi kl. 20.04 ad stadartima (eg var mjog fegin ad thad drost ekki fram yfir midnaetti thvi tha hefdi komid upp skilgreiningarvandamal hvada dag guttinn fæddist! tveggja tima mismunur milli landa er ekkert grin).

Strakurinn var ordinn dalitid threyttur eftir lokaatokin thannig ad hann var adeins "hristur i gang", sogid upp ur honum fosturvatn og hann nuddadur rækilega.  Eftir thad var hann eins og nyr (enda var hann nyr) og kurdi hja foreldrum sinum til skiptis medan fylgjan fæddist og sidan voru tekin nokkur puntuspor i mig.

Agust Isleifur hefur nu litid gert sidan hann kom i heiminn nema ad sofa, en hefur adeins skodad umheiminn med fallegum dokkum augum og bragdad a broddinum hja modur sinni.  Vid verdum afram a spitalanum thar til a morgun, forum ekki heim fyrr en brjostagjofin er komin i godan gir og svo er eg reyndar frekar luin eftir atokin, roddin er samt oll ad koma til (fæ kannski mænudeyfingu næst svona til ad spara sopranroddina, hefdi verid gaman ad hafa desibelmæli...)

Thar sem vid komumst ekki a netid gegnum eigin tolvu fyrr en vid komum heim tha verda myndir ad bida, en Isleifur litli er obbolitid likur pabba sinum, med fallegt raudbrunt har, tærnar fra modur sinni en storar og myndarlegar hendur fra pabbanum.  Thad er ekki komid i ljos hvort eyrun verda samhverf (eru enn kramin eftir flutninginn).

(p.s. ef einhver er modgadur ad hafa ekki fengid sms um faedinguna tha er skyringin liklega su ad nokkur simanumer hja mer eru af einhverjum astaedum bara a islenska simakortinu og eg gleymdi ad tjekka hverja vantadi!)


Dýraríkið

Ég er búin að hugsa mikið um úlfa í dag.

Ég stend mig ekki

http://www.visir.is/article/20080621/LIFID01/559446756/-1/LIFID

Það er ekki sama jólakaka og jólakaka

Bakaði jólaköku í dag (m.ö.o. fimleikarnir í gær dugðu ekki til að barnið reyndi að flýja úr belgnum) nema hvað eftir snarvitlausri uppskrift.  Borðaði fyrstu sneiðina og hringdi svo beint í mömmu að heimta "rétta" uppskrift.  Ekki það að kakan sé neitt vond, hún er bara ekki eins og hún á að vera.

En svo er ekki sama jólakaka og enska jólakakan hans Ágústar.  Yfirleitt eru enskar jólakökur agalega vondar með alls konar eiturbragði (kirsuber, marsipan, möndludropabragð) en óekki, ekki kakan hans Ágústar.  Man ekkert hvernig honum datt fyrst í hug að baka þessa köku fyrir mörgum árum en baksturinn varð strax að órjúfanlegri hefð.  Kannski ekki margir sem vita af því og hafa smakkað kökuna því okkur finnst hún svo guðdómlega ljúffeng að við tímum henni helst ekki ofaní óvita Tounge, bara þeir sem geta sýnt það og sannað að þeim finnist kakan yfirnáttúrulega góð fá bita...

Baksturinn fer fram 2 mánuðum fyrir jól, 2 risastórar kökur fullar af hnetum, ávöxtum, súkkati (með góðu bragði, ekki vondu) og súkkulaði af fínustu gerð.  Síðan er kakan vökvuð með koníaki í lítravís (ýki aðeins, en samt..) fram að jólum og af hreinni illgirni og þrjósku tekst Ágústi að koma í veg fyrir að ég fái að smakka fyrr en jólin eru komin (tókst samt að væla út bita aðeins fyrr síðustu jól Kissing)

Stóra vandamálið með síðustu köku var reyndar óléttuhysterían, kakan hefur stundum orðið svo rammáfeng að að eftir eina sneið ei aki neinn (æ þetta rímar ekki).  Ágúst brá því á það ráð til að vera sjálfum sér samkvæmur sem læknirinn á heimilinu að vökva aðra kökuna miklu minna svo verðandi barn kæmist óskaddað gegnum jólahátíðina.

Meðal-Daninn hefði nú ekki haft svona miklar áhyggjur, hér þykir alveg normalt að sulla í solitlum bjór og léttvíni, bara ekki neitt aaaallltof mikið.  Þarf ekki að segja neitt um reykingarnar, en var samt að lesa í danskri fæðinga- og brjóstagjafabók að að það sé best að fá sér að reykja strax eftir brjóstagjöf frekar en á undan (eða á meðan??).  Svo var líka tillaga um að setja reykingareglur á heimilinu, líka fyrir gesti, og láta ekki á sig fá þótt fólk hneykslist á því...

Er orðin mjög sleip í dönskum fæðingarorðaforða eftir að hafa dúndrast gegnum slatta af bókum og bæklingum, uppáhalds orðið mitt er "millikjöt", mellemködet, sem á íslensku útleggst spöng (sem er álíka skondið orð).  Þeir sem vita ekki hvar spöngin er þurfa ábyggilega ekki á því að halda.

Svo kalla Danirnir sprellann í fúlustu alvöru "tissemand", mér finnst það alveg hreint dandalafyndið.  Hélt að kannski notuðu þeir þetta bara sem krúttlegt hugtak yfir smáguttatyppi (í bókinni var verið að fjalla um umönnun smábarna, ekki hvernig viðkomandi smábarn varð til), en Ágúst fræddi mig á því að fullorðinstyppi hétu líka pissimenn.


Mátti reynaða...

IMG_0102[1]

Hugleiðingar um belgvídd

Þar sem ég nálgast óðum "settan dag" krílisins (1. júlí) þá dettur mér ekki í hug að láta eins og ég hugsi um eitthvað annað en barnið í maganum, þannig fúnkerar einfaldlega (verðandi-) móðurheilinn.  Og varla á það eftir að batna þegar afkomandinn er kominn í heiminn, ætli komist nokkuð annað að í hausnum á mér þá nema barn og slef og bleiur og grenj etc, prófið að tala við mig eftir svona ár ef þið viljið losna við kúkatalið (held ég, kannski verð ég fyrir varanlegum skaða).

En það er ekki bara barnið sem er milli tannana á fólki, líka bumban löngu áður en barnið mætir á svæðið.  Ég hef gengið í gegnum marga bumbustærðarfasa og lengi vel fannst mér ég alltaf vera með kúlu í "vitlausri" stærð, fékk til skiptis athugasemdir um hvað hún væri stór eða lítil og dró náttúrulega magann inn og út eftir því til að falla betur í kramið Tounge

Síðan gerðist það að vatnið óx og óx og ég breyttist í fíl, þá komu tvíburaspurningarnar (ertu aaaalveg viss...) og fullyrðingar um reikningsskekkju, ég væri ábyggilega komin miklu lengra.  Enda leit ég út fyrir að vera á leiðinni beint upp á fæðingardeild þegar ég var komin 7 mánuði.  En þetta var allt blekking, belgverjann langaði bara í innanhússundlaug svo hann hefði nóg pláss og ég lét það eftir honum, danska ljósmóðirin sagði m.a.s. að það væri rigeligt med vand derinde.  Síðan stækkaði kúlan ekki neitt meira! Belgvíddin er sú sama og fyrir mánuði og sést enginn munur á myndum! Barnið bara spratt og fyllir betur út í, rassinn skýst stundum langt út fyrir skynsamleg mörk og hné og iljar í allar áttir, en núna er bumban bara nett miðað við 9 mánuði LoL

Boðskapurinn í sögunni: Það er ekki til neitt sem heitir rétt bumbustærð og hananú.

IMG_0062[1]

(Hvað varð annars af tánum á mér?)


Ofvirknin að mér sækir

Einhvern tímann hef ég heyrt sögur af konum sem byrja alltaf að mála 2 sólarhringum fyrir fæðingu eða skella sér í einhverjar álíka framkvæmdir sem henta ekki ófrískum.  Ég vona að þetta sé almennur sannleikur því ég byrjaði í gær að príla upp á stól að festa upp rúllugardínur í svefnherbergið.  Heilmikið mál satt best að segja, fyrst skrúfa niður brautina fyrir venjulegu gluggatjöldin (þarf að færa hana utar), setja upp festingarnar fyrir rúllugardínurnar (og laga þær til nokkrum sinnum því ég setti vitlausar festingar og á vitlausa staði etc, smá hafragrautur í hausnum), mæla svo og klippa gardínurnar og saga niður stangirnar, líma gardínurnar á stangirnar (ahemm hversu vel skyldi það hafa verið gert) og loksins smella draslinu í festingarnar.  Þetta tók aaaaaallllllan daginn og helling af samdráttum huh (nema hvað það er besta mál því blessað barnið er ákaflega velkomið í heiminn).

Svo fórum við að sofa.  Svo losnaði límingin á rúllugardínu nr. 1 Whistling og Ágúst lagaði það, svo sagði hann mér í morgun að líming á nr. 2 hefði líka losnað í nótt, þarf aaaaðeins að kíkja á þetta...

En allavegana á ég bara eftir að setja gluggatjaldabrautina upp og hengja nýþvegnu "venjulegu" tjöldin á sinn stað, þá verður orðið fínasta myrkur í svefnherberginu og hægt að kenna barninu mun á nóttu og degi.  Merkilegt nokk þá er nefnilega ótrúlega bjart í Danmörku í júní, dimmir reyndar um svipað leyti og við förum að sofa, en birtir fáránlega og óþægilega snemma.

En ofvirknin náði ekki bara til stólaprílsins og skrúfjárnsins, mér fannst nefnilega nauðsynlegt að fara út að hjóla áðan þegar ég var búin með morgunmatinn! (sem var reyndar súkkulaðikaka og kókómalt, hrærivélin hefur greinilega slæm áhrif á annars leiðinlega heilsusamlegt mataræði mitt).  Settist á mitt kæra fjallahjól, hjólaði endilanga götuna og til baka Happy geðveikt góð.  Maginn liggur reyndar aðeins niður á hnakknefið, lærin rekast í og stýrið mætti vera hærra, þyrfti eiginlega að vera á hollensku hjóli þar sem maður situr alveg uppréttur.  En þetta get ég nú samt Cool


Nýjasta heimilistækið og gestagangurinn

Núna erum við að tala um alvöru heimili með alvöru heimilistæki, hrærivélin er mætt!

Kenwood

Búið að standa til í mörg ár að fjárfesta í hrærivél en vegna almenns plássleysis hefur því verið frestað þar til nú.  Kenwood Chef vél varð fyrir valinu (og að sjálfsögðu tókst mér að fá fínni týpu en ég borgaði fyrir, hagsýna húsmóðirin rokkar feitt að vanda) og var vígð með súkkulaðikökubakstri í gærkvöldi, mmm.... (er einmitt að moka í mig köku í morgunmat líka núna, samt búin að fá mér holla skammtinn af múslí og brauði á undan, engar áhyggjur).

Annars er það að frétta af heimilishaldinu að við vorum að senda tengdó af stað í lestinni til Hallveigar, 12 tíma lestarferð suður til Belgíu púff.  En ætli hún sé ekki bara fegin að losna Tounge, búið að þræla henni þvílíkt út í hjólastólaakstri, innkaupum, saumaskap, prjónaskap, þvottum, strauningu (hún straujaði m.a.s. taubleiurnar en það var ekki mér að kenna LoL) etc.  Vona að hún jafni sig fljótlega og þori að heimsækja okkur aftur...

Dagbjört læknastúlka gerði sér lítið fyrir og mætti líka í heimsókn á mánudaginn, var í Odense að heimsækja systur sína sem þar býr (og er nýbúinn að fæða lítinn fínan gutta) og skaust hingað og gisti eina nótt.  Hún tók þátt í hjólastólarallinu og við örkuðum þrjár um allan bæ með tilheyrandi ískaupum o.fl. og bæði hún og tengdamamma stóðu sig býsna vel í fatakaupunum (gulljakkinn er bara gordjös), ég lét mér nægja að skoða hvað ég ætla að kaupa þegar ég passa aftur í eðlileg föt!

Þarna sést burðardýrið fyrir innkaupakonurnar bíða eftir strætó (búið að taka hrúguna ofan af mér svo þetta líti betur út), hvert fór annars sólin?

IMG_0057

Svo náðist þessi fína mynd af mér að veifa mallanum framan í jordbærtorten.

IMG_0062

Þrengslin í belgnum eru farin að há mér töluvert, t.d. komst ég að því í gærkvöldi að það er alls ekki pláss bæði fyrir barnið og tvær vel troðnar tortilla-kökur plús súkkulaðiköku, hélt að ég myndi í alvörunni springa æjæjæj.  Af hverju lét ég mér ekki bara nægja eina tortilla eins og Ágúst og tengdamamma???? Ekki að spyrja að græðginni í þessum óléttu konum.

Fór nú til ljósmóðurinnar í gærmorgun og var sár og svekkt og stórhneyksluð þegar hún gaf mér tíma næst 2. júlí, ætla að vera lööööngu búin að fæða barn þá takk fyrir.  Best að drífa mig út að hjóla til að það fari eitthvað að gerast...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband