Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Það er í alvörunni hægt að sólbrenna innan í nösunum

Komin af Drangajökli.  Veðrið var gott.  Geggjuð ferð.  Meira síðar.

Selma sæta og mamma hennar koma í dag!InLove


Gjöra svo vel að halla höfðinu til vinstri

Útskrifuð!! Orðin gönguleiðsögumaður (með fléttur og syng út um græna grundu allan daginn)

P5240090

Og farin á Drangajökul sem almennur ferðalangur með FÍ http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/287


OK þetta er kannski að verða svolítið einhæft...

...en ég var að næla mér í þriðja gullið á Þingvöllum í gærkvöldi, 50 km.  Það eina sem vantar er almennileg samkeppni í kvennaflokknum, var nefnilega 18 mínútum á undan hinni stelpunni sem lét sig hafa það að mæta.  Vísa að öðru leyti í titilinn á bloggfærslu 16.5.2007.

Og á heimasíðu hjólamann stendur:  "Stolt hjólamanna sem fyrr var Lára Bryndís Eggertsdóttir sem sigraði kvennaflokkinn" http://www.hjolamenn.is/index.htm hvar væru þeir án mín...


Til heidurs Agusti og gøtottum hnøkkum

Eg er i Køben, og til thess ad komast thangad thurfti ad fljuga. Agust bordadi harid a manninum fyrir framan hann i flugvelinni thegar hann halladi ser aftur (thad er madurinn, ekki agust, thvi hann (agust, ekki madurinn) er svo kurteis ad hann hallar ser ekki lengst aftur thegar thad er einhver fyrir aftan hann). Agust var sem sagt i versta flugi lifs sins enda baedi kraminn og halflasinn af kvefi, en eg hafdi thad fint, enda frekar nett og get trodid løppunum a mer ut um allt og bundid a mig hnut etc.

En i Køben høfum vid ekkert gert nema aefa (og afhverju ad fara til utlanda tha?) en mer tokst ad skjotast i tvaer hjolabudir.  I hjolabud nr. 1 keypti eg hnakk og var bodid upp a nammi. I hjolabud nr. 2 keypti eg hnakk og fekk blodru i kaupbaeti. Hvernigd a eg ad tulka thetta? Er eg ekki tekin alvarlega? Er Lance Armstrong bodid upp a nammi og blodru thegar hann kaupir hjoladot? Er eg ekki nogu svol? (alltaf staersta ahyggjuefnid)

Og svo hef eg haft nog ad gera vid ad utskyra af hverju mig hafi vantad hnakka og af hverju tvo. Og til hvers gatid a hnøkkunum er (til thess ad pissa a ferd natturulega...). Nefnilega a Islandi fast ekki "dømuhnakkar" heldur bara "kellingahnakkar" sem lita ut eins og mini lazyboy og gera mer ekki serstaklega mikid gagn, og thegar fin dama eins og eg hjolar klukkutimum saman a kallahnøkkum tha endar med thvi ad allur ahugi a barneignum og barneignaundirbuningi er fyrir bi. Semsagt, dømuhnakkar eru med holu svo eg sitji ekki a thu veist, og eg tharf tvo af thvi ad eg a baedi racer og fjallahjol.


Lára behehehestust!!!

Vúhú var að vinna bikarkeppni nr. 1 á racer! 20 km á Þingvöllum, 1.10 á undan næstu konu og það voru heilar 5 í kvennaflokki, jíhaaaa. Komin með 2 gull, gaman gaman.

Og farin til Köben að syngja h-moll, æfingabúðir með mótettukórnum merkilegt nokk, ætla að laumast til að syngja með þeim h-moll í ágúst þegar ég kem af fjöllum...


Þóra frænka lætur í sér heyra

Mánudaginn 14. maí, 2007 - Aðsent efni

Um hjónavígslu samkynhneigðra

Ég styð heilshugar giftingu samkynhneigðra, segir Þóra Ingvarsdóttir í þessari grein

Þóra Ingvarsdóttir
Þóra Ingvarsdóttir
Ég styð heilshugar giftingu samkynhneigðra, segir Þóra Ingvarsdóttir í þessari grein: "Það eru engin góð rök gegn hjónavígslu samkynhneigðra, kynhneigð breytir engu um rétt para til fullgilds hjónabands."

ÞAÐ kom allsvakalega í ljós núna nýverið að það eru ýmsir í okkar samfélagi sem eru andvígir giftingu samkynhneigðra. Ef rætt er við þá sem eru á þeirri skoðun eru yfirleitt gefnar nokkrar aðalástæður fyrir því. Orðið "ónáttúrulegt" kemur oft upp einhversstaðar í þessum sálmum, sem og "ókristilegt". Ég vil byrja á að taka fyrir orðið "ónáttúrulegt".

Fólki finnst t.d. "ónáttúrulegt" að samkynhneigðir gifti sig vegna þess að þannig hefur það aldrei verið – það hefur aldrei þótt eðlilegt að fólk af sama kyni gifti sig, og þess vegna hlýtur að vera rétt að banna það í dag. Jæja, kannski. Ég verð þá að fara og skipta um föt, því ég er kvenkyns og er í buxum – og áður fyrr þótti fáránlegt að konur gengu í karlmannsfötum. Það var ónáttúrulegt. Konur eiga auðvitað að vera heima í sínum kvenmannsfötum og sjá um húsverkin, annað er bara ónáttúrulegt. Semsagt, það er ýmis "ónáttúran". Það sem ég á við er að sú staðreynd að eitthvað hafi þótt óeðlilegt áður fyrr þarf ekki endilega að þýða að það sé óeðlilegt í dag. Við lifum í jafnréttisþjóðfélagi (eða reynum a.m.k. að telja okkur trú um það), og það að banna fólki að gifta sig vegna þess eins að það er ekki hrifið af gagnstæðu kyni er u.þ.b. eins gáfulegt og að banna fólki að vinna bara vegna þess að það er ekki með Y-litning.

Nú, síðan gætu einhverjir farið að tala um blessuð börnin. Samkynja pör geta (augljóslega) ekki getið börn saman, og geta þess vegna ekki sinnt því hlutverki hjónabandsins að fjölga mannkyninu. Þar sem fólksfjölgun er heimsvandamál sé ég ekki að þetta ætti að skipta neinu máli – það geta heldur ekki öll gagnkynhneigð pör eignast börn. Er annar aðilinn í sambandinu ófrjór? Á þá að banna þeim að giftast, bara vegna þess að þau geta ekki getið barn saman? Það yrði ekki vinsælt.

En ekki er öll nótt úti fyrir samkynja pör sem langar í börn – það væri hægt að leyfa pörunum að ættleiða. Að mér vitandi hefur þeim börnum sem alin eru upp af samkynhneigðum ekki orðið meint af því; en sumir myndu kannski segja að það væri ekki gott fyrir barnið að alast upp föður- eða móðurlaust. Að sjálfsögðu er þetta allt annað mál þegar barn elst upp hjá einstæðu foreldri, svo lengi sem það er gagnkynhneigt. Það er allt í lagi að barnið alist upp föðurlaust, svo lengi sem það á bara eina móður. Hvort er í rauninni eðlilegra, að eiga tvo feður (eða tvær mæður) eða eitt foreldri sem er bæði faðir og móðir? Er ekki betra að alast upp hjá tveimur foreldrum sem þykir vænt um barnið og hvoru um annað?

Jæja, nóg af ónáttúrunni (þó það væri vitaskuld hægt að tala lengi enn um hana). Snúum okkur að orðinu "ókristilegt".

Það eru alls ekkert allir trúaðir í íslensku samfélagi í dag, langt frá því. Hins vegar breytist alveg ótrúlegasta fólk í guðhrædda sunnudagaskólaengla þegar umræða um giftingu samkynhneigðra kemur upp, og fer að veifa frösum eins og "ekki skv. Biblíunni", "Guði óþóknanlegt", og hinum klassíska "það er ókristilegt". Ég vil byrja á að taka fram að Biblían segir margt um siðsamlegan lifnaðarhátt, og er ágæt bók að því leyti. En ég hef hvergi fundið að í henni standi "þú skalt ekki elska manneskju af sama kyni", eða nokkuð annað sem mætti túlka sem slíkt nema með mestu herkjum og útúrsnúningum. Ég kíkti á kaflana sem eru oftast gefnir sem rök fyrir því að Biblían fordæmi samkynhneigð, og þeir fordæma ýmislegt – djöfladýrkun, heiðnar svallathafnir, nauðganir, og margt fleira sem mér finnst í ágætu lagi að fordæma – en ég sé hvergi að þar standi að ekki megi eiga í ástarsambandi við manneskju af sama kyni.

En gleymum því smástund að fordæmingar Biblíunnar á samkynhneigð eru vægast sagt mjög vel faldar, ef þær eru þá þar á annað borð, og hugsum aðeins um önnur mál sem tengjast Biblíunni og kirkjunni gegnum aldirnar. Lögun jarðarinnar, tilurð og aldur heimsins – þar hafa skoðanir sem betur fer breyst um það hvað talið sé rétt og rangt. Nú er ég ekki að gera lítið úr Biblíunni, það er hin ágætasta bók. En málið er að sumu sem stendur í henni (eða er jafnvel bara túlkað uppúr henni) verður að taka með góðum fyrirvara.

Ég trúi á Guð, og að honum þyki vænt um okkur. Og einmitt þess vegna held ég að hann fordæmi ekki giftingar samkynhneigðra, vegna þess að ef tveim manneskjum þykir vænt hvorri um aðra, og vilja játa það fyrir heiminum og fyrir Guði, þá hugsa ég að það ætti að vera í góðu lagi hans vegna, óháð því hvort manneskjurnar tvær eru karl og kona, eða karl og karl, eða kona og kona. Erum við ekki öll jöfn fyrir Guði skv. kristnu trúnni? Af hverju ætti það þá að angra hann hvers kyns fólkið er?

Ég styð heilshugar giftingu samkynhneigðra. Það er mín skoðun að ef fólk elskar hvort annað á þann hátt ætti það að drífa sig í hnapphelduna, óháð kyni! Það er fáránlegt að leyfa ekki öllu venjulegu, ástríku fólki að staðfesta ást sína á þann hátt sem það sjálft kýs. Hættum þessari vitleysu og leyfum öllum að gifta sig sem það vilja.

Höfundur er framhaldsskólanemi.


Besti gönguleiðsagnarbekkur í heimi!

(Þó hann sé hægfara) 

Vaaaááá hvað bekkurinn minn er skemmtilegur! Það hefði alveg mátt vera skítaveður allan tímann og ferðin samt verið frábær.  Veðriðr var sosum ekkert til að hrópa húrra fyrir en við sólbrunnum samt öll og enginn fraus.  Ágætis skyggni og flott landsvæði.  Menn tóku líka upp á ýmsu öðru sér til skemmtunar en að ganga, t.d. glíma, skylmingar (með göngustöfum), salsa (mjaðmahnykkirnir ótrúlega góðir eftir göngu með þungan poka), línudans, jóga, teygjur, söngur, fyllerí, tröllasögur og draugasögur, Íslendingasögur, lygasögur og meira og meira.  Allir höfðu eitthvað fram að færa og ótrúlegt hvaða vitneskja leynist í kollunum á sumum.  Ég var náttúrulega óþolandi allan tímann og var spurð á síðasta degi "hefurðu verið greind ofvirk?". 

Nokkrar myndir:

Rennum okkur á rassinum niður sinubrekku efst í Grímsdal undir Vikrafelli

Lokaferð maí 07 Lára 008

Í tjaldstað við Langavatn, Arna reynir að kveikja í öllu lauslegu

Lokaferð maí 07 Lára 011

Í Gvendarskarði milli Hafravatnsdals (vestur af Langavatnsdal) og Þórarinsdals (austur af Hítardal), aldursforsetinn og brúðuleikkonan Hallveig er ábyggilega að segja skemmtilega sögu.

Lokaferð maí 07 Lára 012

Jóga-teygjuæfingar í skála við Hítarvatn undir öruggri stjórn Hörpu og Hallveigar (sem báðar stunda Kundalini-jóga, hvað sem það nú er)

Lokaferð maí 07 Lára 024

En nú ætla ég að halda áfram að læra undir enskupróf, ætla að næla mér í réttindi til að segja "this way, please" fyrir peninga.  Úr því að ég náði þýskuprófinu þá ætti ég að fljúga í gegnum enskuprófið... (búin að læra að landvættir er landvætts á ensku, reyndar skrifað landwights)


Lokaferð Leiðsöguskólans og verkefni handa ykkur

Nú er komið að lokahnykknum í gönguleiðsögninni, 5 daga gönguferð um Vesturland:Lokaferð

Fer í fyrramálið og kem aftur á sunnudagskvöld.  Verið að tékka hvort við höfum lært eitthvað í vetur.

En á meðan er komið að æsispennandi verkefni fyrir ykkur dyggu lesendur! Þið eigið að gjöra svo vel að kvitta fyrir ykkur og viðurkenna hver þið eruð.  Þið megið ráða hvort þið kommenterið við þessa færslu eða í gestabókina neðst á síðunni.  Það er nokkuð frjálst hvað þið skrifið en hér eru nokkrar tillögur svona til að koma ykkur af stað:

"Hæ ég heiti XX og les alltaf bloggið þitt af því að ég veit að þú verður svo reið ef þú kemst að því að ég geri það ekki"

"Sæl Lára, ég heiti XX og þekki þig nú ekki neitt en les alltaf bloggið þitt og þú hefur smátt og smátt orðið fyrirmynd mín í lífinu"

"Lára mín, ég les nú bara bloggið þitt af því að ég er mamma þín"

"Þetta er XX, ég vildi að ég gæti sloppið við að lesa bloggið þitt en það er bara einhver vírus í tölvunni sem gerir það að verkum að bloggsíðan þín poppar upp hjá mér á hverjum degi, helv.. vesen"


48:15

Héðan í frá megið þið kalla mig "Lára 48:15", var að setja nýtt og glæsilegt met á Esjuna! Bætti reyndar gamla metið um korter og hélt að ég hefði bara verið ágætlega spræk þá, það var fyrir 5 árum og löngu áður en ég fór að æfa hjólreiðar eins og geðsjúklingur í klukkutíma á dag.  Haukur kom með undir því yfirskini að hann ætlaði nú ekki að setja neitt met heldur bara fylgja mér (í rólegheitum sem sagt).  Annað kom á daginn, hann skrölti á eftir mér í spreng allan tímann þar til ég hristi hann af mér í klettunum mwahahahaha og hann bætti óviljandi sitt eigið met um 4 mínútur bara af því að hanga í mér og endaði í 48:30.  Ég best!!! (og óþolandi litlasystir).  Og kom sjálfri mér verulega á óvart, vissi að ég væri góð en að ég væri svona góð...

Nánari upplýsingar:  14:10 að vörðunni þar sem maður beygir annaðhvort til hægri yfir brúna eða til vinstri í skriðurnar (fórum til vinstri), 37:45 að Steini fyrir neðan klettabeltið.  Meðalpúls 182.  Gleymdi göngustöfunum, veit ekki hvort það kom að sök en ætla að hafa þá með næst.

Bannað að kommentera með athugasemdum eins og "Iss ég fór þetta nú á xxx (styttri tími en ég)"  Hins vegar má gjarnan segja "vá hvað þú ert góð, ég vildi að ég væri eins dugleg og þú".


Þrífarar Baggalúts bjarga deginum

trifarar_098           trifarar_100           trifarar_096           trifarar_094


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband