Grænir fingur okkar hjóna og nýja klósettsetan

Verð að viðhalda nauðsynlegu upplýsingaflæði svo tengdó verði ekki stressuð Whistling 

Það er ekki nóg með að við eigum hús, heldur eigum við líka garð.  Hann þarf að snyrta.  Grundvallarforsendan fyrir því að ég gæti gert eitthvað var uppfyllt í næstsíðustu búðarferð, þá keyptum við á mig mjög huggulega rauð- og bleikröndótta garðvinnuvettlinga.  Líka grasklippur, greinaklippur o.fl. smotterí.  Svo trylltist ég bara á klippunum áðan og komst að því að það er ljómandi skemmtilegt að gera sinn eigin garð fínan.  Alls konar litlir sætir runnar sem þarf að snyrta (flestir í góðri hæð til að sitja á garðstól og klippa) og Ágúst fór á kostum við að vökva og klippa það sem var of hátt fyrir mig.

En ekkert af þessu gerðist fyrr en eftir búðarferðina sem við fórum í dag, vantaði enn þá ýmislegt mjög mikilvægt, t.d. klósettsetu með loki! Annað klósettið á heimilinu nebla loklaust (og setan líka svört og ljót), ekki nógu huggulegt.  Þar að auki handklæðahengi rétt við hliðina á klóstinu svo handklæðið gæti sogið í sig hvern einasta dropa sem kynni að skvettast upp úr við niðursturtun, næs.

Annað bráðnauðsynlegt sem við keyptum er baðvog.  Ég fékk reyndar bakþanka á heimleiðinni því ég var ekki viss um að ég vildi vita hvað fíllinn er þungur.  En svo las ég leiðbeiningarnar og viti menn, "Gravide og pacemakerbrugere må ikke benytte vægten" haha ég slepp! (A.m.k. við fansý fitumælingarfídusinn sem sendir einhvern rafstraum gegnum mann, je ræt að það sé nógu merkilegur straumur til að breyta einhverju fyrir óléttar).

En nú er að verða kominn tími á ís til að kæla sig niður eftir erfiði dagsins W00t bæjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband