Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Efnahagsaðstoð í formi eldhúspappírs

Ömmurnar fóru til útlanda að heimsækja barnabarnið.  Enginn gjaldeyrir og glatað gengi = engin innkaup = tómar töskur á leiðinni heim (voru notaðar til að ferja dót út), það endaði með því að frúrnar voru sendar heim með töskur fullar af eldhúsrúllum til að töskugreyin kremdust ekki á ferðalaginu!!!!  Við vonum að eldhúspappírinn komi sér vel á Íslandi á þessum síðustu og verstu tímum.

Þar fyrir utan var náttúrulega enginn tími fyrir innkaup því það þurfti að sinna heimili og smábörnum, já og elda og borða.  Svona er td dæmigerður morgunmatur í Lindeparken (frá vinstri Amma Guðný, Bjargey, ég og Sleibbi, Elín, Vala, Amma Sigga og Selma.  Ágúst bak við myndavélina).

Ömmurnar okt 025

Annars var þetta bara einn morgun.  Svo ég fari aðeins yfir síðustu daga þá bættust Elín&Selma&Vala&Bjargey á heimilið aðfaranótt laugardags en Bjargey (sem er vinkona allra og býr í Karlsruhe) stakk af strax á laugardeginum að heimsækja systur sína í Gautaborg.  Ömmurnar flugu síðan burt á mánudagsmorgni.

En ekki má gleyma kellingaferðinni síðasta föstudag, þá fór ég með mömmu og tengdó að heimsækja Erlu Elínu til Skals þar sem hún er í margfrægum handavinnuskóla í vetur.  Kellur eru báðar handavinnukennarar og slefuðu yfir fína skólanum og Erla Elín sýndi okkur endalaust flott það sem hún og aðrir eru að gera þarna.

Það var ansi fjörugt hérna með fullt hús og allir látnir vinna.  Hér er mamma að passa tvö kríli í einu:

Ömmurnar okt 036

Og Selma bakaði af miklum móð, fyrst súkkulaðikökuna margfrægu (í nýjum kjól frá ömmu sinni) og síðan kanilsnúða eftir uppskrift frá Hallveigu.  Elín átti reyndar erfitt með að lesa skriftina hennar Hallveigar og var næstum því búin að setja 4 tsk salt í staðinn fyrir 1/2 (eða er það 1/4??).

Ömmurnar okt 029   Elín&co okt 023

Vala var látin taka til og passa Ágúst Ísleif:

Elín&co okt 026   Elín&co okt 031

Amma Guðný lék við litla kút.  Ef glöggt er skoðað sést að pabbi hans Ágústar Ísleifs er búinn að hengja upp spjald með stöfunum ÁÍ á leikteppið (og í vögguna) svo barnið læri ábyggilega strax að lesa.  Það hefur reyndar haft alvarlegar afleiðingar því heilabúið varð fyrir oförvun og höfuðmálið hoppaði upp um heila kúrfu skv. mælingum hjúkkunnar sem kom á föstudaginn.  Hún skipaði okkur að taka stafina niður med det samme Tounge

Ömmurnar okt 030

Ágúst Ísleifur var bara settur í að ná í snudduna sína, hann vandaði sig.

Ömmurnar okt 021


Stórt heimili

Sex næturgestir STOP búin að baka tvær eplakökur og risa súkkulaðiköku í dag STOP lambalæri með öllu í kvöldmatinn STOP enginn tími STOP

Jón Prímus

Ja þvílíkt og annað eins fréttaleysi.  Mér tókst m.a.s. að spila í messu síðustu helgi án þess að rausa um það.  Spilaði í nokkur hundruð ára gamalli sveitakirkju í Ölstað þar sem á nafnspjaldi prestsins stendur "præst og maskinarbejder".  Mikið fjör.  Hrúga af forsöngvaraköllum á efri árum aftast hjá orgelinu.  Safnaðarsöngurinn þvílíkur, ég var yfir mig bit þegar pupullinn hóf upp raust sína í fyrsta erindi fyrsta sálms, en presturinn var ekki jafnsáttur, greip fram í eftir þetta fyrsta erindi, húðskammaði liðið "kalliði þetta að syngja, eruði enn sofandi eða hvað?"

Síðan er Ágúst í íslenskri orgelnördaferð í Þýskalandi og mamma mætti til Horsens til að hafa ofan af fyrir okkur mæðginum á meðan, gengur prýðilega.


Labbakútur er myndaður í bak og fyrir

Ágúst Ísleifur chillar meðan Ágúst undirbýr tónleika:

Byrjun okt 014

Settist líka aðeins við orgelið með pabba:

Byrjun okt 018

Síns eigins þríburi (púff einn er nú alveg nóg): 

Byrjun okt 041Byrjun okt 042Byrjun okt 045

Pabbi veitir harða samkeppni í finguráti, virðist fyrirhafnarminna hjá Ágústi Ísleifi, sem verður þó svekktur yfir samkeppninni.

Byrjun okt 046     Byrjun okt 054

Hallveig frænka kom með í "babysalmesang" í Klosterkirken (nafnið er ekki mjög lýsandi):

Hallveig í okt 005

Hallveig í okt 006

Hallveig í okt 013

Jæja gott í bili, nóg eftir.  Best að baka brauð oní mömmu sem situr sársvöng í lestinni á leið til Horsens, átti bara 50 danskar krónur í vasapeninga, aleigan...


Heimsfrægðin að oss sækir

Jæja núna er Ágúst orðinn alþjóðlegur organisti, búinn að halda tónleika á erlendri grund! Og hvar annars staðar en í mekka orgeltónlistarinnar, Hrossanesi í Baunaveldi.

KK 12.10.08(smellið á myndina til að lesa textann)

En svona alveg grínlaust þá voru þetta þrusuflottir tónleikar, gengu mjög vel og fulltrúar Íslands geta vottað það, þ.e. ég, Hallveig og Erla Elín (sem er að sjálfsögðu einnig sérlegur fulltrúi Hallgrímskirkju...).  Hamingjuóskir vel þegnar!

 


Nefnilega

Mbl. - Sunnudaginn 12. október, 2008 - Aðsent efni

Sýnum mjólkandi mæðrum stuðning

Huld Hafliðadóttir skrifar um brjóstagjöf ungbarna

Huld Hafliðadóttir Huld Hafliðadóttir skrifar um brjóstagjöf ungbarna: "Stuðningur við mjólkandi mæður frá upphafi til enda brjóstagjafar er undirstaða farsællar brjóstagjafar." Alþjóðlega brjóstagjafavikan er nú í fyrsta skipti formlega haldin hátíðleg á Íslandi. Þema vikunnar í ár er Stuðningur við móður: stefnum saman á toppinn og með þessu slagorði leitast skipuleggjendur brjóstagjafavikunnar og WABA (world alliance for breastfeeding action) eftir auknum stuðningi við mjólkandi mæður. Að umhverfi þeirra bjóði upp á að brjóstagjöf sé eina fæða ungbarna til sex mánaða aldurs og svo með fjölbreyttum og næringarríkum mat til tveggja ára aldurs og jafnvel lengur, eins og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með.

Hvers vegna brjóstagjöf?

Þegar dóttir mín fæddist, fyrir rúmum 9 mánuðum, vissi ég sama og ekkert um brjóstagjöf. Ég hafði jú ákveðið með sjálfri mér að hafa barnið á brjósti, en ástæðan var einfaldlega sú að mér virtist það svo mun þægilegra en hita pela með þurrmjólk. Áður en ég átti barnið hafði ég litla hugmynd um hversu mikilvæg móðurmjólkin er ungbarni fyrstu dagana, vikurnar, mánuðina, jafnvel árin. Ég vissi ekki að brjóstamjólk innihéldi um 300 efni (mótefni, ensím, hormón, auk vítamína og næringarefna) sniðin að þörfum ungbarnsins og alla þá næringu sem barnið þarf fyrstu 12 mánuðina (til viðmiðunar inniheldur þurrmjólk 30 af þessum efnum).

Stuðningur og réttar upplýsingar

Þegar kom að því að leggja barnið á brjóst í fyrsta skipti var það bara alls ekki svo auðvelt! Hvað var um að vera? Af hverju byrjaði þessi litla vera ekki bara að sjúga eins og öll nýfædd börn áttu að gera? Hvers vegna hafði enginn látið mig vita að þetta yrði svona mikið bras? Hvers vegna hafði enginn sagt mér að þetta tæki svona á andlegu hliðina? Eða hafði einhver sagt mér það? Ég veit það ekki enn í dag og þó svo að einhver hefði sagt mér frá þessu öllu saman áður en barnið kom í heiminn hefði ég ekki skilið það. Einfaldlega vegna þess að ég gat ekki sett mig í spor nýbakaðrar móður, fullrar af nýjum tilfinningum og upplifunum, ásamt öllu því óöryggi sem fylgir því að hefja fyrstu brjóstagjöfina. Þess vegna tel ég stuðning frá upphafi og til loka brjóstagjafar mjög mikilvægan. Réttar upplýsingar skipta einnig sköpum. Í dag er vitað meira um brjóstagjöf heldur en fyrir 20 árum, en það virðist, því miður, ganga hægt að koma þeim upplýsingum áleiðis til þeirra sem þurfa þeirra með, þ.e.til nýbakaðra mæðra. Þeir sem næst standa vilja allt gera til að létta undir með nýju móðurinni. Henni eru gefin hin og þessi ráð, sem því miður eiga ekki alltaf við rök að styðjast og gætu auk þess átt lítið skylt við brjóstagjöf. Til dæmis má nefna hinar óteljandi fæðutegundir sem mjólkandi móðir ætti að forðast, til þess að barnið fái síður í magann. En það sem fæstir virðast vita er að það er í undantekningartilvikum sem mataræði móður hefur áhrif á það hvort barnið „fái í magann“ eða ekki (og þá helst af völdum óþols og/eða ofnæmisvalda eins og kúamjólkur eða jafnvel fisks). Ungbörn fá oft svokallaða vindverki, sem eiga lítið skylt við lauk, kál, krydd eða annað sem móðirin gæti hafa borðað, þar sem fæðan sem hún innbyrðir er brotin niður í örsmáar einingar og aðeins valinn hluti af henni berst í móðurmjólkina. Það er því ekki á óöryggi móðurinnar bætandi að hún þurfi að tipla á tánum yfir því hvað hún megi eða megi ekki borða.

Gamlar mýtur um brjóstagjöf

Hinar og þessar mýtur lifa því miður enn góðu lífi, þrátt fyrir bættar upplýsingar. Ein sú stærsta sem ég hef orðið vör við er á þá leið að næringarefni móðurmjólkurinnar hverfi eftir að barnið nær 6 mánaða aldri. Að mjólkin verði einfaldlega óþörf, jafnvel óholl og að tími sé kominn til að gefa eitthvað annað í staðinn. Eins og um sé að ræða einhverja töfrastund þegar barnið þarf ekki lengur á þeim næringar- og mótefnum að halda sem móðurmjólkin inniheldur. Að mjólk úr öðru, mun stærra og ólíku spendýri sé jafnvel betri kostur. Þetta gæti ekki verið fjær lagi. Við lifum á tímum upplýsinga og rannsóknir á brjóstamjólk hafa sýnt að næringargildi mjólkurinnar rýrnar ekki eftir því sem barnið eldist. Hins vegar breytist samsetning mjólkurinnar og aðlagast aldri barnsins. Meðallengd brjóstagjafar í heiminum er 4,2 ár, þrátt fyrir að við Vesturlandabúar drögum meðaltalið ansi langt niður með okkar fremur stuttu brjóstagjöfum, sem léttilega má rekja til nútímavæðingar og tímaleysis. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með brjóstagjöf einni og sér til 6 mánaða og brjóstagjöf með fjölbreyttri fæðu til 2ja ára aldurs eða lengur. Stuðningur samfélagsins alls við mjólkandi móður getur skipt sköpum, mjólkandi móðir sem fer út á vinnumarkað eftir barneignarleyfi á ekki að þurfa að hætta brjóstagjöf, mjólkandi móðir á ekki að þurfa að fara afsíðis til að gefa barni sínu bestu fæðu sem völ er á og mjólkandi móðir þarf hvorki á röngum og óviðeigandi upplýsingum né gagnrýni að halda. Sýnum mjólkandi mæðrum stuðning frá upphafi til enda. Með brjóstagjafakveðju.

Höfundur er móðir og áhugamanneskja um brjóstagjöf.


Ég á afmæli í dag

img039

img361Svona voru afmælisveislurnar fínar í gamla daga, rjómaterta, ístertan hennar mömmu (fræg í hverfinu, allar aðrar mömmur þurftu að hringja í mömmu og fá uppskriftina þegar börnin heimtuðu svoleiðis í sína afmælisveislu), brauð með reyktum Másvatnssilungi.

Frá vinstri Guðrún Inga, Þóra Tómasdóttir, alsælt afmælisbarn, ekki alveg viss en gæti heitið Kristín, Una.

Á myndinni til hliðar er ég eldri og þroskaðri og brosi breitt í jólapilsinu sem mamma saumaði.  Ofan frá: Jórunn, Herdís, Arnar frændi, Ásta Guðlaug, Lára Kristín frænka, Jóna sýnist mér hálf á bakvið, Kristín, Sonja, Erna, Rósa, ég og Guðrún Lilja.

Stefni á að bjóða öllum sem ég þekki í Horsens í afmælisköku á morgun, það verður aldeilis fjölmennt Tounge.  Gott að Hallveig mætti með lestinni frá Belgíu í gærkvöldi til að fylla upp í veisluna...


Svarið við gátunni

7 (síns eigins) puttar, 4 hægri og 3 vinstri.  Hafði ekki spáð í flóknari samsetningar með fingrum foreldranna.  Hins vegar kemur hann auðveldlega upp í sig einu brjósti og einum litlum vísifingri, er býsna fljótur að lauma fingrinum ef mamman fylgist ekki með.

IMG_1036

P.S. er aum í skrokknum eftir kellingaleikfimina, álíka neyðarlegt og að vera rúmliggjandi eftir morgunleikfimi með Halldóru Björns.


Ó hve létt er þitt skóhljóð

Lára litla lipurtá sveif um göturnar í Horsens fyrir klukkan 9 í morgun takk fyrir, skokkandi með hjólavagninn (það fylgdi nebla líka "nefhjól" til að breyta vagninum í hlaupavagn).  Og hvað var ég að gera? Ég var á leiðinni í kjedddlingaleikfimi, gerði mér reyndar ekki alveg grein fyrir því fyrirfram, skráði mig bara í tíma í ræktinni sem ein í mömmuleikfiminni sagði að væri ekkert mál að taka krútt með í því það væri fámennt og lágstillt tónlist, og síðan gerði ég Pilates-líkar æfingar með að ég held gymnastikkdeild kvenfélagsins, nokkur grá hár.  En var bara ljómandi fínt.

Hins vegar var ekki létt í mér hljóðið þegar Æslander hringdi í mig í annað skiptið til að breyta flugi, ég flýg til Íslands í nóvember og desember og núna er búið að breyta 3 flugum af 4.  Var búin að kaupa lestarmiða fyrir nóvemberferðina, þarf að kaupa nýja (660 DKR) fyrir aðra leiðina því fluginu til Íslands var flýtt um 2 tíma og bíða svo aukalega 3 tíma á Kastrup ein með strákinn á bakaleiðinni, ekki glöð.  Reyndi ekkert að leyna því í símann áðan. Alien

Og svo er gáta, hvað getur Ágúst Ísleifur troðið mörgum puttum upp í sig í einu?


Ágúst Ísleifur skoðar litla strákinn í speglinum

Ólöf og Haukur í heimsókn 045Nýtt líf í Lindeparken eftir að barnið fór að sofa í vagninum sínum.  Setti hann m.a.s. vakandi út áðan, hljóp inn að gera eitthvað og ætlaði síðan að vagga honum í svefn, en (úbs) gleymdi barninu og það sofnaði sjálft...  Hamast síðan við að nýta tímann sem best meðan hann sefur (hóst, hvað er ég þá að gera í tölvunni?).

Er algjör fyrirmyndarmóðir í dag greinilega, var að búa okkur mæðgin undir átök í morgun (þ.e. gera okkur klár fyrir leikfimi) og skildi ekki hvað Ágúst Ísleifur var önugur (svona krakki, vertu þægur og hættu að vola), heillengi að fatta að ég var að gleyma að gefa barninu að drekka Shocking

Við skulum bara gleðjast yfir að ég mundi að taka hann með í leikfimina og heim aftur.  Rámar í að hafa heyrt að það hafi áhrif á vitræna frammistöðu að fá ekki samfelldan nætursvefn.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband