Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Óld njús

Ósköp er maður mikið eftirá. Svona er þetta að vera ekki lengur sallaróleg í fæðingarorlofi heldur á harðaspretti að vinna alla daga. Og ekki bara vinna í vinnunni heldur líka vinna keppnir lon og don W00t Keppti líka í fyrsta sinn í tvíþraut um daginn, 5 km hlaup - 30 km hjól - 5 km hjól og vann nú aldeilis ekki heldur var alsæl í 3. sæti á eftir Karen þríþrautardrottningu Íslands og Evu Margréti ofurhlaupagellu. Hef nefnilega aldrei hlaupið af viti en kannski kominn tími til.

Ágúst Ísleifur vex og dafnar eins og vera ber. Er orðinn duglegur að labba með gönguvagninn sem hann fékk frá Ágústi afa í afmælisgjöf og fer á kostum á hjólinu sem hann fékk frá pabba og mömmu.

En hvernig væri nú að bæta upp fyrir myndaskortinn undanfarið. Byrjum á lestraræfingum í garðinum í Horsens í vorsólinni í Maí. Bumbustrákurinn alsæll á bleiunni að skoða íslensku húsdýrin.

Sumar 09 005

Kominn í peysu frá Ömmu Guðnýju ekkert minna kátur með dótið sitt í garðinum.

Maí 09 II 010 

Æfir sig að standa sjálfur við stofuborðið (og svona til að fyrirbyggja misskilning þá er hann ekki með smekk á bakinu heldur skikkju).

Maí 09 II 021

Mjöööög góð hugmynd hjá mömmu að setja rólu út í garð.

Maí 09 II 024

En svo kom að því að við mæðgin fórum til Íslands og þá tróð ég hjólinu og hjólavagninum (ásamt öllu möööögulegu öðru) í glettilega lítinn kassa.

Maí 09 II 035

Síðan var hálfgert ævintýri að koma öllu draslinu til Íslands, algjör farsi þegar Æslander reyndi að sannfæra mig um að ég ætti að borga "Evrópa-Ameríka-gjald" fyrir að flytja hjól milli Danmerkur og Íslands, ég stóð hins vegar á því fastar en fótunum að Ísland teldist til Evrópu og því ætti ég aðeins að borga "innan-Evrópu-gjald" því að skv. nýjustu landafræðiþekkingu (og elstu...) teldist Ísland til Evrópu. Skemmst er frá því að segja að ég vann. Stóð hins vegar tæpt þegar ég afhenti hjólakassann í "odd-size-baggage" og kallinn þar lýsti yfir "det er da en mææææægti cykel I har" þegar hann tók við riiisakassanum og Ágúst (sem keyrði mig til köben) ældi uppúr sér "det er faktisk også en cykelvogn" (hvaðan kom þessi agalegi heiðarleiki hjá honum???) og ég fékk aldeilis fyrir hjartað að nú myndi flugvallarmaðurinn rífa upp kassann og húðskammast og neita að setja hjólavagn og allt um borð í vélina fyrir eins-hjóls-gjald en mér tókst snarlega að breyta hjólavagninum í "en lille bagagevogn" en þó með hjartslátt fram eftir degi Shocking

Svo kom að því að Ágúst Ísleifur varð HEILS ÁRS, heilt ár frá því að hann skutlaðist út úr móður sinni fullskapaður snillingur. Hann fékk að sjálfsögðu hjól í afmælisgjöf frá pabba og mömmu. (Glittir í hjólreiðabikara móðurinnar á bakvið)

Sumar Íslandi 09 027

Nú og að allt öðru, við fórum og skelltum niður sosum einsog 100 sólberjaplöntum á landareigninni í Fljótshlíðinni, Ágúst Ísleifur og Hlöðver Týr voru aðalmennirnir í að grafa holurnar. (Eins og sést styttist í að þarna sé kominn þéttur skógur).

Sumar Íslandi 09 100

Já og maður er duglegur í útivistinni þrátt fyrir ungan aldur, Ágúst Ísleifur dró mömmu sína með sér upp á Þverfellshornið. Burðarstóllinn sem Eggert afi gaf litla kút í skírnargjöf svínvirkar í fjallgöngum, gott að lúra þar meðan mamma þrælar upp fjallið, svo er maður bara ferskur og fínn að borða nesti á toppnum. (Þetta var undirbúningsgangan sem ég fór fyrir Glerárdalshringinn/24 tinda fjórum dögum seinna, meira af því seinna...).

Sumar Íslandi 09 133

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband