Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Sýnist ykkur þessi piltur eitthvað hvekktur?

Lok apríl 055

Það er svo agalega erfitt að vera smábarn, Ágúst Ísleifur þjáist af tanntöku og eyrnabólgu þessa dagana. Tönn nr. 5 og 6 komu síðustu helgi (uppi) og okkur grunar að það styttist í 7 og 8 (niðri).  En tannmálin eru yfirstíganleg, verra með eyrnabólguna, búinn að vera endalaus pirringur í okkar manni leeeeeengi, fórum með hann dýrvitlausan (ok smá, ýkjur þó hann hafi vissulega orgað mikið um nóttina) á læknavaktina síðustu helgi (fyrir rúmri viku semsagt) og jújú smá roði í öðru eyranu og síðan aftur á þriðjudaginn og þá var mældur þrýstingurinn í miðeyra og gutlar allt í vökva báðum megin.  En hann hefur ekkert verið lasinn með hita og það sést enginn roði núna svo það á bara að skoða aftur eftir 3 vikur.  Panodil-stílar skaffa svefnfrið á nóttunni.

Svo má til gamans geta að þetta hálffullorðna barn var löngu búið að missa áhugann á brjóstajapli, drakk bara smá af einskærri skyldurækni þegar var troðið upp í hann, helst ef hann var hálfsofandi.  Ég ákvað bara að holde op með þessa mjólkurkúgun og hætti að gefa honum á 10 mánaða afmælisdaginn og hann hefur ekki tekið eftir því enn þá...

Og ekki má gleyma að ég gerðist tvíburamóðir í gær án þess að blikka auga, passaði Emilíu Glóð vinkonu Ágústar Ísleifs, öllu heldur pössuðu þau hvort annað og ég sá bara um að keyra vagninn.

IMG_2450[1]


Aðeins eftirá...

aldrei þessu vant.  Við erum náttúrulega löngu komin frá Íslandi og búin að vera á fullu við að gera ekki neitt.  Stráksi varð 10 mánaða í gær og við Ágúst 9 ára.  Ég er nýbúin að koma grillinu aftur í gang eftir hálfs árs gaslausa pásu svo við grilluðum nautasteik í gær í tilefni dagsins.  Þurftum að fjárfesta í dönskum kút og dönsku tengi og úff það kostaði sitt, en steikin góð.

En best að rifja upp síðustu vikur í máli og myndum (hljómar eins og áramótaannáll RÚV)

Ágúst Ísleifur sá vinkonu sína Eddu Sjöfn kúka í kopp og var alveg heillaður (eða öllu heldur mamma hans...).  Hann er einmitt svo ljónheppin að amman á sérdeilis flottan BabyBjörn kopp svo heimatökin voru hæg að prófa.  Það skilaði ágætis árangri í tvö skipti, enda flottur koppur á ferð, merkjavara og svona.  Við foreldrar hans vorum ekki eins flott á því þegar við fórum í kaupfélagið eftir heimkomuna og keyptum einhvern nóneim kopp, það hefur hvorki komið vott né þurrt í hann þrátt fyrir fjölmargar tilraunir.  En hér er Ísleifur glaður á ömmukopp.

Ísland apríl 060

Svo kom sumar á Íslandi einn daginn (og fór þann næsta), við notuðum tækifærið og vígðum fína burðarstólinn sem afi Eggert gaf litla kút í skírnargjöf.  Við gengum upp á heilt fjall (á danskan mælikvarða) og Ágúst Ísleifur varð sybbinn af átökunum.

Ísland apríl 080

Mamman hins vegar ýkt hress...  (Ágúst þóttist sjá sama svip á syni sínum og á Fögrubrekkusystkinunum á gömlum jólamyndum)

Ísland apríl 086

Svo var komið að því að fara í pílagrímsferð á Sjafnargötu 7 að heimsækja Úlfar Jökul og prófa bílinn hans.  Úlfar Jökull gaf leiðbeiningar - horfa beint fram, báðar hendur á stýri, og svo vrúmm vrúmm.

Ísland apríl 089

Ísland apríl 093

Afi Ágúst var kátur með báða afastrákana sína í einu, Hlöðver var að útskýra að núna er hann 4 ára, svo 5, svo... svo 10.

Ísland apríl 105

Og síðan vorum við svo ljónheppin að Gunnhildur bakaði pönnukökur ofan í Ágúst Ísleif og Úlfar Jökul (og mæður þeirra). Ágúst Ísleifur fékk nú líka smábarnagraut og Úlfar hjálpaði honum aðeins með smekkinn.

Ísland apríl 110

Ísland apríl 111

Hér með lýkur Íslandsferðarannálnum og við skiptum aftur yfir til Danmerkur. Heimferðin gekk tíðindalaust en heima biðu heldur betur tíðindi því orgelið var mætt inn á skrifstofuna.  Það passar prýðilega þar inn, hver sentimetri af veggplássi nýttur fyrir nokkrar bókahillur, bókaskáp, 2 skrifborð, veggfasta skápa og geisladiskahillur, verst að það komast bara 2 af 3 geisladiskahillum fyrir núna og við erum alveg í vandræðum með þá þriðju Gasp, er of mikið af einhverju hjá okkur?

En til að rifja aðeins upp þá keyptum við rafmagns-æfingahljóðfæri, spilaborðið er nákvæmlega eins og á meðalstóru pípuorgeli, 2 hljómborð og pedall, fullt af röddum en ahemm bara rafmagnsdósahljóð samt.  Ágúst Ísleifur kippir sér sem betur fer ekki upp við það og spilar af hjartans lyst

Lok apríl 034

Hann er m.a.s. búinn að ná ágætum tökum á því að spila á tvö hljómborð í einu, en pedallinn bíður aðeins Whistling

Lok apríl 050

Lok apríl 044

En nú eru það lokamyndirnar af kátum tíu mánaða strák, yfir og út.

Lok apríl 019     Lok apríl 032


Ferming

Já Ágúst Ísleifur passar enn í jólafötin og skartaði þeim í fermingu Teits Erlingssonar á Brún.  Teitur gengur líka undir nafninu "litli Teitur", en það er þó ekki mjög lýsandi.  Stóri Teitur Arason er jafnaldri minn, síðan er mið-Teitur Ingvarsson að nálgast tvítugt og litli Teitur Erlingsson nýfermdur, allt bræðrasynir mömmu.

IMG_2303     Teitur ferming 026

Við skelltum okkur norður í Reykjadal, keyrðum á þriðjudaginn, ferming skírdag í dásamlegu veðri, og suður aftur föstudaginn langa. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband