Islandsrejsen hans Ágústar og spítalaævintýrið mitt

Ágúst flaug til Íslands á föstudagskvöldið til að mæta í brúðkaup Huldu og Óskars (Hulda vinkona Ágústar frá því fyrir ca. 25 árum) fyrir hönd okkar hjóna.  Að sjálfsögðu var pilturinn ekki aðeins ráðinn sem veislugestur heldur líka organisti, en á laugardagsmorgni komst hann að því að brúðarmarsinn varð eftir í Danmörku.  Yfirleitt er hundfúlt að spila eftir annarra manna lánsnótum svo eitthvað varð Ágúst að gera í málinu.  Hvað var þá til ráða annað en að senda frúnni sms, biðja hana um að skreppa niðrá spítala og faxa.  Svo komu langar leiðbeiningar sem innihéldu lykilorðið "hægri".  Eftir að hafa reynt allar leiðir til hægri á spítalanum fór mig að gruna að hann hefði meint hitt hægri, en vissi samt eiginlega ekki hvern fj... hann meinti.  Ekki hægt að ná í hann fyrr en eftir dúk og disk (á kóræfingu í Hallgrímskirkju) þegar ég náði loksins í kirkjuvörð sem reif hann út úr kórnum.

Þá hófst ævintýrið með Ágúst í símanum að lóðsa mig á réttan stað.  Hann hafði auðvitað meint mjög eindregið vinstri þegar hann skrifaði til hægri, en ekki bara það heldur þýddi "inn ganginn" inn um pínulitlar dyr sem mér hefði aldrei dottið í hug að fara inn um af sjálfsdáðum.  Síðan komu fleiri dyr og fleiri dyr eins og hjá Lísu í Undralandi þangað til ég kom að harðlæstum dyrum sem stóð á "lokað um helgar".  Þá rifjaðist upp fyrir Ágústi að það væri laugardagur.  Og best að snúa við.  Nema hvað dyrnar læstar, en jú hægt að komast með talnakóða sem Ágúst kunni sem betur fer.  En næstu dyr enn læstari og þar þurfti aðgangskort, hjaaaáálp ég var læst inni! (hafði mætt manni í harðlæstu dyrunum á leið inn um þær, hefði annars ekki komist svona langt inn í myrkviði spítalans, þetta er líklega spítalinn þar sem Nattevagten gerðist).  En ég slapp út með aðstoð lyftu upp á næstu hæð hjúkket.

Ágúst kom mér inn á einhverja aðra deild þar sem ég fann voða elskulegar konur sem vildu alveg leyfa mér að faxa, en ovkors tókst það samt ekki þrátt fyrir ítrekaðar tímafrekar tilraunir og hin og þessi faxnúmer aaaaarrrrrrrg...  En ég fæ allavegana plús fyrir viðleitni.  Og ætla að kaupa skanna við fyrsta tækifæri, sakna skannans sem ég var með í láni vegna biskupsstofuvinnunnar mjööööög mikið!

Svo má þess til gamans geta að þegar ég mætti á spítalann sat nýbökuð móðir í spítalagalla fyrir utan (á rögfría områðinu) og svældi í sig retturnar með barnið í vagninum við hliðina á sér, og haldiði ekki að hún hafi enn setið þar að eitra fyrir krílinu þegar ég kom út klukkutíma síðar.  Engir fordómar gagnvart reykfíklum, neeeeeeiiiii.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha... hljómar mikið eins og misskilningur sem ég gæti lent í. En já, ég gerði líklega fátt annað en að tala yfir hausamótunum á svona mæðrum ef ég ætti heima þarna í Baunalandi!

Kveðja,

Elín, Daníel og Snorri (sem er ekkert barn lengur, orðinn hálffullorðinn krakki!)

Elín Björk (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 20:35

2 identicon

Hæ hæ. Bara að kvitta fyrir mig. Ótrúlegir þessir Danir! Eða allavega þessi heimska kona. Hnuss

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 22:55

3 identicon

Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir halda þeim leyfist það.

Haukur (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband