Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Náðargáfur af ýmsu tagi

Sumir "hæfileikar" geta komið sér vel í daglega lífinu.  Einn af mínum stærstu kostum er dásamleg gleymska, ég get gleymt öllu mögulegu og ómögulegu, en reyndar líka munað furðulegustu hluti.  Hef ekki alveg áttað mig á hvort þetta sé einhvers konar selektív gleymska (jafnvel freudísk?) eða bara jafn-kaos-kennd og annað í hausnum á mér.  Svo hefur gleymskan eeeekkert skánað undanfarna mánuði (óléttar konur eru frægar fyrir að vera utan við sig) en ég er sko að notfæra mér hana feitt þessa dagana.  Þar sem ég sit meira og minna á rassinum allan daginn þarf ég að skemmta mér við eitthvað og rak augun í Arnald Indriðason uppí hillu, er búin að raðlesa nærri allar bækurnar undanfarna daga og er alltaf jafnspennt að vita hvernig sagan endar! Sumar bækurnar hef ég pottþétt lesið oftar en einu sinni, en það er alveg sama, alltaf búin að gleyma endanum Whistling

Það sér það hver maður að það er talsverður sparnaður fólginn í þessari gleymsku.  Þarf bara að eiga svo og svo margar bækur og les þær svo bara aftur...  Verst hvað ég les skrambi hratt, næ alveg 1-2 reyfurum á góðum degi! Þetta virkar líka á bíómyndir, horfi jafnvel á heilu myndirnar án þess að fatta að ég hafi séð þetta áður.  Er þó ekki alveg ein um vitleysuna í því, við Ágúst gleyptum í okkur næstnýjustu Harry Potter myndina á dvd svaka kát þar til við föttuðum daginn eftir (já, daginn eftir) að við höfðum nú séð hana í bíó fyrir ári og bara tekið vitlausa mynd á leigunni... Það skýrði af hverju sumar sviðsetningarnar voru svona ljómandi kunnuglegar.  En við skemmtum okkur allavegana prýðilega svo það var engin ástæða til að kvarta.


Spennan er óbærileg

Ég er alveg að verða búin að kaupa ógislega flotta myndavél á ebay.de, er hæstbjóðandi sem stendur og bara 10 mín. eftir! Heimilið er nefnilega myndavélarlaust á nútímamælikvarða, þ.e. engin stafræn vél Frown.  Fína litla veskismyndavélin virðist hafa gufað upp á dularfullan hátt og þá standa eftir fermingarmyndavélin mín og tiltölulega flotta ca. 10 ára gamla filmuvélin sem var býsna góð á þeim tíma, fint zúmm og soleis. 

Síðan keypti ég alvöru myndavél fyrir ca. 6 árum, stóra canon EOS filmuvél og á fínar linsur á hana, en ákvað fyrir þó nokkru síðan að ef og þegar barn kæmi til sögunnar þá væri rétti tíminn til að splæsa á stóra ofur-digital-græju, og sá tími er einmitt kominn og hana nú.  Hugsaði samt til þess með trega að pakka flottu canon filmuvélinni oní skúffu þar sem henni leiddist bara, en haldiði ekki að Hallveig systir Ágústar hafi misst út úr sér fyrir jól að hún þyrfti að eignast þannig vél (er í alls konar myndlist og furðulegheitum og vinnur mikið með ljósmyndir), trygga og trúa myndavélin lenti því undir jólatrénu í pakkanum til Hallveigar Happy.  Hún á einmitt fyrir sams konar digitalvél og þ.m.t. linsurnar, svo ég á áfram okkar linsur og er bara að kaupa húsið (=myndavél mínus linsa).

Júpsajei, ég var hæstbjóðandi liggalá.  Nú á ég bráðum svona myndavél:

Canon EOS 400D

Nýjasta D-SLR vélin - Canon 400D sem er að slá í gegn!
Sú allra nýjasta, Canon 400D hefur fengið frábærar viðtökur.  Fjöldi nýjunga og einstaklega skemmtilegur búnaður sem \"hristir\" myndflöguna þegar vélin er ræst og kemur þannig í veg fyrir að ryk skemmi myndirnar.  Þú verður að kíkja á þessa!
-10.1 MP með CMOS myndflögu
-2.5” LCD skjár
-Rykhreinsibúnaður á  myndflögu
-Níu punkta sjálfvirkur fókus.
-DIGIC II örgjörvi.
-Picture Style – mismunandi litir og áhrif
-Hugbúnaður til RAW vinnslu á tölvu
-Vegur aðeins 510 grömm
-Tekur 3 ramma á sek.
-Val á yfir 60 Canon linsum við vél
-Samhæfð við EX Speedlite flössum

Reyndar ekki lengur rétt að þetta sé nýjasta D-SLR vélin því EOS 450D kom í apríl og þess vegna er hægt að finna gamla módelið ódýrt Wizard, hún er sko alveg nógu an...i góð.


"Þú ert ekki pabbi minn"

Örsaga úr hversdagslífinu, stílfærð eftir hentugleikum.

Síminn hringdi hjá Hauki bróður, hann sér heimilissímanúmer sem hann þekkir ekki.  Svarar formlega að vanda: "Haukur".  Karlmaður á hinum endanum heilsar kumpánalega, Haukur kannast ekki við kauða en tautar (formlega) "sælir".  Hinn endinn spyr hvernig Haukur hafi það, Haukur viðurkennir að hann hafi það fínt, en hljómar kannski ekki sérlega spenntur fyrir því að deila því með óþekkta manninum.  Óþekkti maðurinn er ekki alveg sáttur við hvað Haukur er fjarlægur í símanum og tilkynnir "þetta er pabbi þinn".  Haukur þverneitar, "þú ert ekki pabbi minn, ekki nema þið móðir mín eigið eitthvert leyndarmál saman".  Leyndardómsfulli vonnabí-faðirinn áttar sig á að eitthvað sé ekki með felldu.  "Æ, ó, ég hef farið línuvillt í símaskránni, fyrirgefðu.  En ég er með diskana þína."  Haukur heldur áfram að vera hissa (þegar einhver hringir í vitlaust númer hættir hann yfirleitt að tala eins og hann þekki mann þegar það er komið í ljós að þetta er vitlaust númer) "Diskana mína??????".  "Kortadiskana sem ég var að setja í tölvuna fyrir mömmu þína".  Haukur fer að sjá ljósið, vissulega eitthvert samband milli þessa manns og móður hans þó að það hafi ekki leitt til fæðingar hans.  Þá var þetta Gísli hennar mömmu sem hringdi bara í vitlausan Hauk, á nebla líka son sem heitir Haukur.

Mamma fékk að skemmta sér tvisvar sinnum yfir þessu símtali, fyrst þegar Gísli sagði henni söguna og svo þegar Haukur mætti og sagði söguna, dásamlegur skilmissingur LoL


Huh

Flaug í hug þar sem ég sat með málbandið í höndunum að mæla árangurinn í peysuprjóninu að mæla líka belgvíddina.  Málbandið náði ekki.

cartoon12

En þess má til gamans geta að baðvogin varð eftir á Íslandi.  Ætla að fá mér súkkulaði núna.


jah såh, huset

og júróvisjón og kongelige brúðkaupið.  Við hin sjónvarpslausu sitjum samt og gónum á allt mögulegt í tölllunni.  Laugardagurinn var svakalegur, fyrst konunglegt brúðkaup með sofandi prinsum og uppstríluðum kellingum, við sátum undir þessu og sungum sálmana fullum hálsi (50-60 vers hver sálmur, textinn á sjónvarpsskjánum) og ég hamaðist við að prjóna peysu í takt.  Er sko núna búin með framstykkið á röndóttu peysunni sem ég byrjaði á í flugvélinni og komin upp á herðablöð á bakstykkinu.

Svo kom júróvisjón, dásamlegt hvað hægt er að skemmta sér á margan hátt yfir þessu sjónvarpsefni.  Horfðum á "streit" útsendingu frá Belgrad, ekki hægt að sjá rúv-útsendinguna með íslensku rausi á netinu grautfúlt.  En mein gott hvað er hægt að hlæja endalaust að kynnunum að rembast við að vera fyndnir fyrir framan heimsbyggðina á klaufalegri ensku (best þegar daman endaði allar fyndnu setningarnar sínar á vandræðalegu hláturjarmi).  Svo er fátt betra en falskir söngvarar, þá er sko hlegið dátt í Lindeparken.  Við hjónin erum reyndar ekki alltaf sammála um hallærisleika búninganna, ég reyni að halda því fram að hin og þessi söngkonan kæmi betur út með minna hold sýnilegt, en karlmaðurinn á heimilinu skilur ekki þannig rök.  Og Serbarnir fara á kostum með rosa flottu kamerurnar sem þeir fengu lánaðar hjá ég man ekki hvaða ríka landi og sveifla þeim um allt svið þannig að ég verð sjóveik úff.  Stigagjöfin er svo langbesta skemmtiatriðið mwahahahaha.  Helv.. austantjaldsþjóðirnar gefa bara hver annarri stig, ekkert nema klíkuskapur, pú á austurevrópu.  Jájá en við skulum samt gefa Dönum 12 stig í skiptum fyrir 12 stig frá þeim.  (viðurkenni að það er að hluta til undarlegri skyldurækni og þjóðernisstolti okkar Ágústar að kenna að Danir gáfu Íslandi svona mörg stig, ekki það að okkur hafi fundist lagið svona æðislegt heldur er bara svo niðurlægjandi að detta út úr keppninni...)

Meeeen skiptum nú yfir í húsið.  Ég er að verða búin að rannsaka allt húsið, kíkja í flesta skápa og svoleiðis.  Hef reyndar ekki enn kíkt í útigeymsluna...  Sólbaðsaðstaðan í garðinum fær 10+, ég er farin að afgrænka töluvert og alls konar undarleg stuttbuxna- og íþróttabolaför frá því í fyrra farin að skjóta upp kollinum.  Húsið er reyndar fullstórt fyrir mig eins og er.  Svefnherbergið er í öðrum endanum og eldhúsið í hinum, og súkkulaðið er geymt í fjar-enda eldhússins, úff.  Og það er bara nó kidding hvað er erfitt fyrir mig að labba langar leiðir, æ mig auma.  Í þessum sama súkkulaðienda er flygillinn (í stofunni samt, ekki eldhúsinu) og við Ágúst gerðum hljóðbærnitilraun í gær.  Hún fór þannig fram að ég labbaði inn í svefnherbergi og lokaði öllum hurðum á eftir mér og Ágúst lofaði að hamast á flyglinum eins og hann ætti lífið að leysa.  Mér fannst samt hálfbjánalegt að hann skyldi svo aldrei byrja að spila.  Þegar ég sperrti eyrun eins og ég gat heyrði ég samt einn og einn daufan tón, m.ö.o. það heyrist ekki rass inn í svefnherbergi úr stofunni.  Draumahús tónlistarmanna eða hvað!!

Það er auðvitað ýmislegt sem við þurfum að gera fyrir húsið en flest af því getur beðið síns tíma í rólegheitum án þess að geðheilsa okkar hjóna beri varanlegan skaða af.  T.d. þarf helst að rífa innbyggða skápa út úr svefnherberginu svo barnarúmið komist fyrir, en það er samt alveg pláss fyrir vögguna svo þarf ekkert lífsnauðsynlega fyrr en krakkagreyið stækkar soldið.  Já svo væri ágætt ef það væri pláss fyrir gest í gestaherberginu (sem er í augnablikinu gluggalaus geymsla full af innbyggðum ljótum skápum og frystikistum) en sama krakkagrey er alveg til í að lána herbergið sitt svona framan af.  Og gvöð minn góður það þarf að mála alla veggi, en ef við pössum bara að setja stærri mynd á hvern nagla en var þar fyrir, þá er það ekkert svo agalega áberandi...

Ókei ég viðurkenni að helst mundi ég vilja gera þetta allt í hvelli, en ég get notla ekki gert nokkurn skapaðan hlut sjálf og hananú.  Gerum þetta bara þegar ég er komin í stand svo ég geti verið með en missi ekki bara vitið.  Ég lét Ágúst t.d. reyta illgresið úr stéttinni í gær (þ.á.m. metraháan þistil eða njóla eða vottever sem ætlaði inn um stofugluggann) og freistaðist sjálf til að plokka einhverjar plöntur sem ég kann engin skil á úr grasinu, en það ásamt því að brölta um í sólbaði og hérna innanhúss dugði til þess að ég var með hérumbil samfellda samdrætti allt júróvisjón (Ágúst getur algjörlega vottað það því ég kvartaði stanslaust).  Semsagt get ekki neitt (var ég búin að segja það og kvarta yfir því? Áskil mér að sjálfsögðu rétt til að kvarta endalaust á míns eigins bloggi Tounge, getið bara lesið það hraðar).  Nema ég get aldeilis prjónað, finnst bara að ég hljóti að vera geðbiluð að prjóna þykka og hlýja peysu úr ull á barnið í þessu hitabeltislandi!

Held áfram að prjóna núna svo peysan verði pottþétt tilbúin í tæka tíð (stærð 1 árs), yfir og út.


Rejsehistorien

Ja, nu er jeg altså flyttet til Danmark.  Af tillitssemi við Hauk bróður minn sem bjó ekki nógu lengi í Danmörku til að læra dönsku þá ætla ég a.m.k. að einhverju leyti að skrifa áfram á ástkæra ylhýra.  Viðurkenni líka að það hægir töluvert á annars nógu afkáralega hægvirkandi heila mínum að brúka annarra manna tungumál.  Já og ég kann ekki að gera danskt ö.  Vona að Híldegúnnúeúah og Síhrúa fyrirgefi.

Það hefur gengið ansi mikið á síðustu daga, efni í heila bók.  Þau undur og stórmerki áttu sér t.d. stað síðasta fimmtudag að ég stjórnaði kór á tónleikum, næstum því eins og ekkert væri.  Gekk ekki að yfirgefa Grafarvogskórinn alveg og stjórnaði Sjúbbert-messunni sem ég æfði með þeim, Alla Þorsteins (sem ég var að leysa af og leysti mig svo af) stjórnaði rest.  Ég fékk lánaðan brilljant stól hjá Guðnýju Einars (Hella-og-Fóla-organista), hálfgert hænsnaprik með rauðri sessu sem svínvirkaði undir breiðari endann á mér og ég veifaði höndum af stólnum með tilþrifum.  En omg hvað ég var þreytt eftir þetta úff.

Hápunktur föstudagsins var þegar ég fór og keypti bastvöggu undir krílið, gafst alveg upp á því að ætla að finna fína vöggu í Danmörku, sá bara stórar ljótar hvítar rándýrar barnabúðavöggur þar, en ég vildi gúd óld "blindrafélagsvöggu" og ekkert kjaftæði.  Gekk reyndar í ótrúlegu klúðri að komast á réttan stað, mundi húsnúmerið alveg þegar ég keyrði af stað en síðan ekki söguna meir.  Kláraði svo inneignina í símanum (búnað skipta yfir í frelsi útaf flutningnum) og var í tómu rugli úff púff þig viljið ekki vita meira.  Komst samt að lokum á réttan stað (eftir að hafa keypt inneign í næstu búð) og fékk fínu vögguna mína Grin.

En svo byrjaði þrælavinnan.  Það þurfti nefnilega að skíra Völu litlu Selmusystur en það er ekki hægt án þess að baka.  Ég var voða dugleg aldrei þessu vant og sat við eldhúsborðið allan föstudags-seinnipart og laugardags-fyrripart og skar niður dót í kökur og brauðrétti og smurði laxabrauð og raðaði smartís á skúffukökuna.  Hljómar ekki eins og mikil áreynsla eeeeeeen var víst heldur mikið fyrir mig.  Var algjörlega búin á því þegar ég kom heim eftir veisluna á laugardagskvöldið og komst í alvörunni ekki fram úr rúminu á sunnudagsmorguninn, lá bara með samdrætti út í eitt um morguninn, banhungruð og drepleiddist, sem betur fer sofnaði ég aftur og rankaði ekki við mér fyrr en um hádegi.  Þá mættu Digróstelpur í saumaklúbbslönsj, átti að vera heima hjá annarri en ég lét bara Múhameð koma til fjallsins í staðinn, var alls ekki á leið út úr húsi þennan daginn.

En það var einmitt sérstaklega svekkjandi að komast ekki út úr húsi því ég hafði verið svo bjartsýn að panta mér tíma í bumbumyndatöku (af því ég er svo sæt) en varð að láta mér duga myndina sem tengdó náði af mér í símanum LoL

Ekki má nú gleyma skírninni sjálfri.  Ég kom mér undan öllu spileríi (hefði ekki einu sinni komist upp á orgelloftið) og fékk Jónsa til að spila og Þóru frænku til að syngja einsöng.  Vala vildi samt sjá um allt sjálf og orgaði stíft.  Þóra kallaði sig bara góða að fara ekki útaf laginu (Vala þagnaði samt aðeins í 4. erindi af snert hörpu mína) og presturinn þurfti að brýna raustina...  Síðan svaf litla óargadýrið bara eins og engill í veislunni!

Á mánudaginn var ég enn þá ónýt og gerði ekkert til gagns nema klára fína húfu á Hauk.  Jájá, ég var að prjóna húfu á Hauk bróður.  Það er að vísu of seint fyrir hann að nota hana, því hún fylgir eiginlega með setti sem mamma prjónaði árið 1969 og Haukur krúttaðist í fyrsta árið, en svo týndist húfan en það var til aukadokka af garninu.  Haukur ætlar svo að lána nýja krúttinu húfuna sína...

Mamma hafði tekið að sér að pakka fyrir mig, en þegar Dagbjört kom í heimsókn á mánudagskvöldið hafði lítið gerst í þeim efnum svo hún tók að sér pökkunarstjórn af sinni einstöku röggsemi Police.  Ég sat bara í sófanum og skipaði dótinu sem mamma og Dagbjört veifuðu í flokkana "núna" og "seinna".  Eitthvað leist m&d illa á hvað töskurnar urðu þungar en ég sagði að ég mundi alveg redda því með klækjum.

Á þriðjudaginn kom svo að stóru brottfararstundinni.  Klukkutíma fyrr en til stóð því kvikindin hjá æsland express sameinuðu Billund-flugið mitt við Kaupmannahafnarvél og þurfti að millilenda þar og ferðin lengdist um tvo tíma grrrr.... þar fór stysta mögulega ferðalag kasóléttu konunnar í súginn.  Gísli skutlaði mér á völlinn og fékk fyrir mig hjólastól svo væri hægt að koma feitu mér vandræðalaust um húsið, og nema hvað, hann fékk tvíbreiðan hjólastól!  Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta, gekk nú ekki vel að fylla upp í stólinn (enda er ég meira á lengdina/dýptina en breiddina) en hafði allavegana nóg pláss fyrir bakpokann við hliðina á mér.  Síðan veifaði ég læknisvottorði um að ég mætti alveg fljúga (sem mér tókst með herkjum að kría út úr ljósmóðurinni á mánudaginn, henni leist ekki alveg á mig), tékkaði inn stærri ferðatöskuna og tilkynnti að hún og risakassinn með vöggunni væru samtals 20 kg.  Innritunardaman trúði því eins og nýju neti (risakassinn fór óvigtaður í odd-size baggage), svo veifaði ég minni töskunni og tilkynnti að hún mætti alveg fara í handfarangur, innritunardaman trúði því líka (má hafa 10 kg, en ahemm..), síðan sagði ég að ólétta hjólastólakonan nennti samt ekki að þvælast með fluffutöskuna og heimtaði að hún færi líka í farangursrýmið.  Þannig tókst mér að tékka inn ca. 45 kg án þess að blikka auga Whistling újeah.

Nú svo kom sætur starfsmaður og tók við mér, rúllaði mér gegnum öryggistékkið (þeir tóku ekki af mér stórhættulegu rósaviðarprjónana sem voru keyptir sérstaklega til að ég missti ekki vitið á leiðinni), svo á klóstið (beið fyrir utan) og inn í vél þar sem ég átti frátekið sæti við hliðina á klósettinu ovkors.  Hófst þá ferðalagið.  Ég fitjaði upp á röndóttri peysu í stærð 1 árs og var búin með stroffið og nokkrar rendur þegar við komum til Billund.  Eins gott að ég var með prjónana, tíminn 5x fljótari að líða.  Fékk bara einbreiðan hjólastól hinumegin og svo beið Ágúst eftir mér fyrir utan InLove og bauð mig velkomna "heim", fannst það obbolítið skrýtið!

Var hundþreytt eftir ferðina en gat samt ómögulega sofið, uppfull af flutningssjokki og ónýt í mjöðmunum sama hvernig ég lá kvartikvart.  Endaði með því að ég fór á fætur um leið og Ágúst upp úr 6, hann fór nebla til Kaupmannahafnar á þriggja daga námskeið og kemur ekki fyrr en annað kvöld Frown.

Staða mín hefur því lítið breyst í raun og veru.  Fyrir nokkrum dögum sat ég alein grasekkja uppí sófa heima hjá mömmu, prjónaði og horfði á Grey's anatomy, núna sit ég í míns eigins sófa í míns eigins húsi, líka alein grasekkja, prjóna og horfi á Grey's anatomy.

Nú segi ég skrifræpu þessari lokið, næst koma fréttir af nýja fína húsinu.


Héðan í frá verða allar færslur á dönsku

dannebrog2006

Ókei bæ

eins og maður segir á góðri íslensku.  Er semsagt eiginlega hérumbil alveg farin og flutt, og ef þið hafið ekki dónast til að kveðja mig almennilega (eða ég ykkur Tounge) þá er bara að mæta í heimsókn til Horsens.  Flýg 15.30 á morgun þriðjudag.

Danski heimasíminn: +45 35 10 89 89

Danski gemsinn: +45 27 12 72 40

Ein mynd af mér í símanum og tölvunni til að tsjer jú öp yfir að missa mig.

Lára kas 002


Þarf að fá mér svona bol

Nei, þetta eru ekki tvíburar

Nánari skýringar

Fá orð geta haft miklar afleiðingar.  Eftir að ég var farin heim úr frægðarfýluförinni til Horsens og Haukur var einn eftir Ágústi til halds og trausts, þá rákust þeir á Dana með þessa líka svakalegu hormottu.  Haukur sagði við Ágúst:

Vertu svona þegar þú kemur heim.

Ágúst tók hann sem sagt á orðinu.  Sem betur fer, svona fyrir starfsheiðurinn og almennan heiður Ágústar, þá byrjaði hann á því að safna alskeggi (sem er sosum nógu slæmt) og rakaði svo allt nema hormottuna áður en hann kom heim.  Að eigin sögn átti hann mjög erfitt með að horfa framan í fólk á leiðinni heim því hann var svo meðvitaður um að hann leit út eins og fáviti (= Dani) og þurfti að berjast við hláturinn.  Þegar hann svo mætti í Hlíðarhjallann að finna konu sína þá lá ég afvelta uppi í sófa en Mamma og Elín tóku á móti gæjanum frammi við dyr og hlógu eins og vitleysingar, ég skildi ekki neitt í neinu.  Síðan sá ég að ég hafði misst eiginmanninn og í staðinn var kominn danskur verkamaður, engin furða að ég hafi ekki orðið neitt sérstaklega glöð...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband