Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Meira myndafyllerí

Það voraði snemma og ég náði að fara í nokkra fína hjólatúra með Ágúst Ísleif í janúar áður en veturinn kom aftur í febrúar. Hérna erum við á harðaspani í risastóru brekkunni úti í garði:

AmmaG feb-mars 11 004 (Large)

En hér er maður tilbúinn fyrir fjölskylduferð í stóóóru brekkuna í Horsens. Stóra brekkan er (þrátt fyrir að vera í Danmörku) svo stór að snúlla þótti nóg um, garðurinn dugar okkur alveg.

Febrúar 11 044 (Large)

Hekla hefur meiri áhuga á tásunagi en snjóþotum:

Febrúar 11 003 (Large)

Febrúar 11 008 (Large)

Svo er líka soldið sport að sitja í kassa

AmmaG feb-mars 11 020 (Large)

Í hófi a.m.k. 

Febrúar 11 058 (Large)

Ágúst Ísleifur rifjar upp gamla tíma á leikteppinu: 

Febrúar 11 017 (Large)

Hann er ákaflega góður við systur sína (nema þegar hann henti traktor í hausinn á henni um daginn) 

Febrúar 11 029 (Large)

Hekla er ákaflega dugleg að liggja á maganum og reisa sig upp, og hana langar heilmikið til að skríða af stað.

Febrúar 11 032 (Large)

Febrúar 11 019 (Large)


Samantekt á fyrsta árssjöttungi

Eftir lungnabólgustuðið í janúar þá rifjaði ég aðeins upp orgelhæfileikana og spilaði á þrennum tónleikum á vegum tónlistarháskólans (já ég er í svona líka bullandi barneignaleyfi). Á hverju ári taka orgelleikarar og blásarar höndum saman og spila eitthvað skemmtilegt og kennarinn minn hringdi milli jóla og nýárs til að bjóða mér að vera með í BrassOrganic 2011.

Nu går det løs! Det Jyske Musikkonservatoriums messingblæsere og organister rammer Thisted Kirke, Symfonisk Sal i Århus, og Hjørring Kirke i forbindelse med Brassorganic Tour 2011. Det bliver et festfyrværkeri af smægtende brassklange og pompøs orgelmusik. På programmet er blandt andet værker af franskmændene Marcel Dupré og Gaston Litaize og den italienske filmkomponist Nino Rota, som er mest kendt for at have skrevet musikken til Godfather.

Koncerten vil byde et hav af kombinationer af messingblæsere og orgel, og mon der ikke skulle snige sig en lilletromme ind hist og her? Trækbasunen skulle eftersigende være det kraftigste musikinstrument og ved denne koncert man der mønstres helt op til tre på én gang!

Brassorganic er resultatet af et årelangt samarbejde mellem messingblæserne og organister  ved Det Jyske Musikkonservatorium et samarbejde, som har resulteret i talrige koncerter i hele landet.

Það hljómaði prýðilega. Glansinn fór reyndar af þegar kom í ljós (talsvert seinna) að fyrir utan tónleika í Árósum þá voru líka tónleikar í Thisted og Hjørring, en það eru tveir mestu útnárar Norður-Jótlands. Vikuna fyrir tónleikatörnina voru æfingar í Árósum, Ágúst var sem betur fer í fríi þá viku svo hann gat séð um krúttin á meðan ég skrapp að spila. Hins vegar heitir það ekki að "skreppa" þegar maður fer til Thisted og Hjørring svo ég þurfti auðvitað að taka brjóstabarnið með. Hekla skemmti sér sem betur fer hið besta og var alveg sátt við að láta organista og blásara halda á sér rétt á meðan mamman var að spila. Það var aðeins flóknara að græja Ágúst Ísleif meðan ég spilaði í Hjørring því Ágúst stakk af til Barcelona á læknanámskeið svo Ísleifur fékk að gista hjá Antoni vini sínum, ég var nefnilega ekki væntanleg heim fyrr en um 1-leytið. Gott að Heklurófan var ekki komin í neina ákveðna svefnrútínu á þessum tíma og var alveg til í að sofa bara þegar henni var sagt að gera það!

Næsta stóra mál ársins 2011 var/er ungbarnaspikið á Heklu, eða öllu heldur vöntun á slíku, svo og kúkableiurnar hennar, eða öllu heldur vöntun á kúkableium. Hún var meðalbarn þegar hún fæddist (í lengd og þyngd, ekki dásamlegheitum því þar skorar hún langt yfir meðallagi) en hefur síðan dregist jafnt og þétt aftur úr í þyngd og er undir eftirliti vegna þess. Aftur á móti hefur hún hér um bil lafað í meðaltalinu í lengd. Síðan gerðist það líka fyrir jól að hún hætti eiginlega að gera stórt í bleiuna (10-14 daga fresti) og læknar fóru líka að skoða þau mál. Að lokum var ákveðið að ef hún færi ekki að taka við sér í sprettunni þá þyrfti að láta sérfræðinga kíkja á hana. Það varð úr að við mæðgur lögðumst inn á barnadeildina í Randers í byrjun mars. Einhver kynni að halda að við hefðum getað skoppað yfir götuna og farið á spítalann í Horsens, en neinei, þar er engin barnadeild heldur tilheyrum við barnadeildinni í Randers sem er næsti stórbær fyrir norðan Árósa og tekur 2 tíma að komast þangað með strætó/lest/strætó! Eftir tvo daga af stanslausum vigtunum og skoðunum vorum við sendar heim aftur jafnheilbrigðar og þegar við komum. Læknarnir klóruðu sér bara í kollinum yfir Heklu sem brosti, skríkti og spriklaði með mjóu lærunum sínum og hló bara að kjánalegum vaxtarkúrfum. Það eina sem mönnum datt í hug (annað en að hún sé bara ákaflega grönn að eðlisfari) var að það gæti verið eitthvað samhengi milli hægðatregðunnar og hægrar sprettu og hún fær núna mixtúru sem ýtir aðeins við starfseminni í neðra svo hún er duglegri að skila af sér. Síðan verður bara fylgst með henni áfram.

Svo má geta þess að Ágúst Ísleifur er orðinn stór strákur sem hjólar á tvíhjóli (jafnvægishjóli), notar ekki snuð nema á nóttunni og sefur ekki lengur í rimlarúmi heldur í svakalega flottri koju sem ég keypti handa þeim systkinum (Ágúst Ísleifur er á neðri hæðinni enn sem komið er og bangsarnir á efri hæðinni). Kojuna keypti ég notaða í Árósum á dandalagóðu verði og hún getur líka staðið sem tvö barnarúm 150x70. Hann þekkir líka tölustafina og fullt af bókstöfum. En kann hann að pissa í kopp? Onei....


Kerran góða

Phil&Teds systkinakerran sem ég keypti í janúar á skilið að fá sérfærslu. Ég get varla lýst því hvað hún hefur komið sér vel og auðveldað mér lífið. Í stað þess að það sé óttalegt vesen að fara út með bæði krílin þá er það ekkert mál.

Þegar minna barnið er algjört smábarn þá lítur kerran svona út:

Janúar 11 024 (Large)     Janúar 11 022 (Large)

Hekla Sigríður liggur þarna út af í sjálfri aðalkerrunni (inn að aftan) og Ágúst Ísleifur situr í aukasætinu sem er smellt ofan á. Það er dálítið gaman að því hvað Hekla er ósýnileg þegar hún er geymd þarna í skottinu, fólk verður furðu lostið þegar aukabarnið kemur í ljós. Núna er ég reyndar búin að breyta uppsetningunni á kerrunni (fjölhæf græja) þannig að Hekla situr hálfupprétt (í aukasætinu sem er núna smellt aftan á) fyrir aftan bróður sinn (í aðalsætinu uppréttu) og getur skoðað heiminn, en ég á eftir að festa það á myndflögu.


Og meiri jólamyndir

Þessi stúlka ber af öðrum í yndisþokka:

Jól og áramót 10.1 202 (Large)

Hallveig og Ágúst Ísleifur í hrókasamræðum yfir heitu jólasúkkulaði:

AmmaG jól 10 034 (Large)

Ísleifur alsæll með lestirnar sem hann fékk frá ömmu Guðnýju:

AmmaG jól 10 053 (Large)

Jólasettið hennar Heklu, amma Guðný prjónaði peysuna, hosurnar og húfu á Ágúst Ísleif (búið að skipta um lit á tölum og borða) og bætti svo við kjól handa litlu systur:

AmmaG jól 10 062 (Large)

 


Nokkrar jólamyndir

Jól og áramót 10.1 002 (Large)

Jól og áramót 10.1 008 (Large)

Jól og áramót 10.1 014 (Large)

Jól og áramót 10.1 027 (Large)

Jól og áramót 10.1 046 (Large)

Jól og áramót 10.1 101 Jólamæðgur (Large)

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband