Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Gengur á ýmsu

flugferð 

Ágúst fór í óvænta flugferð á leiðinni í vinnuna á föstudaginn þegar bíll keyrði í veg fyrir hann þegar hann var að hjóla út á lestarstöð. Hann náði að bremsa, flaug af hjólinu og lenti á hausnum. Sem betur fer var hann með hjálm (sem laskaðist ágætlega við fallið) og í þykkum leðurjakka eins og fínasti mótorhjólagaur. Hann slapp óbrotinn en lerkaður og rispaður með bólgið nef.

Meðan Ágúst var að þessu var ég heima að passa lasinn Ágúst Ísleif í staðinn fyrir að fara í skólann, og svo fékk ég krambúleraðan Ágúst Inga heim til viðbótar. Mér varð svo mikið um að ég lagðist sjálf veik á laugardaginn, er búin að vera með leiðindabronkítis heillengi en sló eitthvað niður um helgina og mætti ekki í skólann mánudag og þriðjudag. Ágúst lá í bælinu og át íbúfen þangað til hann mætti í vinnuna í dag þriðjudag. ÁSTAND!!

Best að koma bara með gáfnasögur af barninu: Hann lærir ný orð á fullu (t.d. dúdú = snudda, dida = sitja, diþ = disk, bababi = barbapabbi, ssss = slanga) og er orðinn svo góður í púslunum sínum að ég prófaði í dag að blanda tveimur saman til að viðhalda spennunni. Æ en núna ætla ég að halda áfram að hósta, yfir og út.


Adrian önd

Jólagjöfin frá sætu systrunum Selmu, Völu og Nönnu (já gleymdi ég að segja frá Nönnu litlu systur sem fæddist í desember?) er í miklu uppáhaldi. Hún kom upp úr fyrri (!) pakkanum á aðfangadagskvöld og var snarlega skírð eftir föður þeirra systra. Ágúst Ísleifur náði svo bara að taka upp einn annan pakka áður en hann fór í háttinn, svona er að vera bara 1 og 1/2 árs...

 


Hvor er han?

Eftir langt jólafrí byrjaði sundið loksins aftur hjá Ágústi Ísleifi í morgun. Hann missti sig af gleði þegar hann sá sundlaugina og fannst mamman heldur lengi að ná honum úr fötunum, vildi bara hoppa út í í kuldagallanum. Snáðinn er alveg eins og fiskur í vatni, skríkir af kátínu, finnst heilmikið fjör að kafa  og kafa, kippir sér ekkert upp við það að vera látinn synda á bakinu (almennt óvinsælt hjá krílunum) en aðalfjörið er að hoppa af bakkanum. Í morgun tók sundkennarinn upp á því að kasta honum út í af bakkanum til mín, ég greip hann (næstum því) í fysta skiptið, í næsta skipti fór Ágúst Ísleifur beint niður á botn og ég missti út úr mér steinhissa "hvor er han?" en endaði nú sem betur fer með því að ég tosaði hann upp úr. Og beint upp á bakka aftur að láta kasta sér út í, honum fannst það ÆÐISLEGT!! Það verður vatnsheld myndavél á staðnum eftir 3 vikur svo þið fáið að sjá hvað hann er kátur í kafi.


Sýnishorn af drengnum


Haustskýrsla

Upprifjun: Litli Ísleifur um áramótin í fyrra:

15.01.09 274 (Large)    

En hann er búinn að stækka talsvert síðan þá. Hér er guttalingur í október:

Október 09 001 (Large)

Borðar grautinn sinn sjálfur:

Október 09 008 (Large)

Október 09 014 (Large)

Svo var hann rosa kátur í eina viku með afa Eggerti meðan ég stakk af til Þýskalands með skólanum í orgelnördaferð. Ágúst er nefnilega að vinna í Odense og fer eldsnemma á morgnana og kemur seint svo hann getur ekki komið stráksa til og frá dagmömmu, afinn kom þá bara í heimsókn og sá um Ágúst Ísleif.

Nóvember 09 026 (Large)

Síðan fjölgaði heldur betur í húsinu um jólin, fyrst mætti Hans bróðir Ágústar frá Þýskalandi:

041 Des 09 010 (Large)

Ekki veit ég hvernig ég á að fara að því að ná Ágústi úr gömlu skátapeysunni, hann er í henni á öllum myndum, sem betur fer sést ekki á þessari hvað hún er skelfilega slitin og margviðgerð, en tengdamóðir mín missti nú út úr sér um daginn "Það mætti halda að þú hefðir gifst niðursetningi en ekki lækni" W00t

En Hansi og frú stoppuðu stutt, rétt nógu lengi til að hitta Ágúst afa og Guðnýju ömmu sem aftur á móti voru í tvær vikur yfir jólin. Hallveig systir Ágústar kom með lestinni frá Belgíu á aðfangadagsmorgun og var í viku.

Við fengum sérlega hvít jól hér í Danmörku, allt á kafi í snjó alla daga og ekkert lát á snjókomunni enn þá. Ágúst Ísleifur vappar um í dúðaður í kuldagalla og frostið í Horsens mældist 20 stig eina nóttina, við reyndar höldum að það hafi verið oní frystikistunni hjá veðurfræðingnum því okkar mælir (sem er reyndar upp við húsið) sýndi bara 10 stig).

041 Des 09 015 (Large)

Svo komu sjálf jólin með andarsteik:

041 Des 09 025 (Large)    

041 Des 09 018 (Large)

Ættin skellti sér á jólaball Íslendingafélagsins og Ágúst Ísleifur var í stanabuði að dansa í kringum jólatré í fyrsta sinn:

041 Des 09 062 (Large)

Svo fékk hann kex á eftir (meðan við hin gúffuðum í okkur kökum Whistling svona er að vera fyrsta barn, engin óhollusta takk)

041 Des 09 079 (Large)

Og nú er komið nýtt ár. Gleðilegt ár.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband