Staðreyndir um det danske liv

Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að Danmörk væri hitabeltisland.

  • Ég hef ekki farið í sokka síðan ég flutti (f. 2 vikum)
  • Ég geng meira í bikini en "alvöru" fötum
  • Ég sef við hliðina á sænginni, ekki undir henni
  • Ég drekk marga lítra af vökva á dag og það gufar upp út um eyrun
  • Þvotturinn þornar á 2 klukkutímum úti á snúru
  • Ég er brún og sæt

En nokkrar aðeins furðulegri staðreyndir, það er altså ekki baun ódýrt að lifa í Danmörku.

  • Stórt gosglas kostar 880 krónur á kaffihúsi (55 DKK)
  • Rúllugardínurnar sem við ætlum að kaupa í svefnherbergið og barnaherbergið kosta 43% minna í rúmfó á Íslandi en í Danmörku (samtals 8.000 kr. minna)
  • Grunnlaunin hans Ágústar eru mun lægri hér en heima, svo það er ekki hægt að skrifa allt á gengi krónunnar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

    halló! mæli með að kíkja í röverköb útaf gardínum, þeir voru langódýrastir hér einu sinni!

Guðný (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:22

2 identicon

1. Stórt gosglas kostar ekki 55 kr á kaffihúsi. Þú hefur verið rænd af dönsku mafíunni.

2. Nettó er ódýrast, Irma er dýrast. Í Danmörku spara m.a.s. læknar.

3. Af hverju ertu að hengja þvott út á snúru ef þú gengur bara í bikini?

4. Rúmfó í Danmörku (a.m.k. í Köben) sökkar.

5.  Þú bloggar svo mikið að ég er að örmagnast við að skrifa athugasemdir.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

1. Þetta var næsta stærð fyrir ofan almindelig og kostar víst 55 (en kaffihúsið sjálfsagt rekið af mafíunni), en að sjálfsögðu datt hagsýnu húsmóðurinni ekki í hug að láta okra á sér í gosinu heldur drakk blávatn (verst að ég er ekki í aðstöðu til að spara með því að drekka bjór).

2. Ágúst sér um matarinnkaupin og ég treysti honum reyndar engan veginn til að haga sér skynsamlega í því, þetta lagast þegar ég verð léttari.

3. Þarf að þvo af Ágústi og sveittu rúmfötin ojbara.

4. Fatta ekki af hverju Jysk senegetöjslager på Jylland er svona glataður, er í alvörunni allt best á Íslandi?

5. Og heldur þú að ég hafi eitthvað skárra að gera en að blogga þar sem ég hangi kasólétt og afvelta heima hjá mér.

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 5.6.2008 kl. 07:34

4 identicon

Sælar, til hamingju með að vera flutt. Vonandi fer nú krílið að koma í heiminn svo þú hættir að kvarta ;). Annars skil ég þig fullkomlega, maður verður frekar pirraður að vera svona hálffatlaður.

Fannst verst að missa af því að hitta þig áður en þú fórst, en við stefnum á að kíkja til þín í haust, en það var amk. planið.

Hafðu það bara sem allra best.

 Kv.

Jóna

Jóna (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 12:34

5 identicon

Hæ er statusqvó í Danaveldi? Engar fréttir eða er svona mikið mál að gera klárt gestaherbergið, Lára mín. Hvað ertu að hugsa stúlka. Maður bíður spenntur eftir frétt eða röfli og ekkert gerist og klukkan orðin 20:10 hér heima þann 6.júní. kveðja tengdó

tengdó (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband