Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Samantekt á fréttaskotum vikunnar

Óíþróttamannsleg hegðun hjólreiðamanna

Nokkur umræða hefur verið um áfengisneyslu á kappleikjum undanfarið og þann neikvæða stimpil sem tengingin við ölvun setur á íþróttir.  Umræðan virðist þó ekki hafa náð eyrum hjólreiðamanna því Akureyrarmeistari kvenna í götuhjólreiðum sást við bjórdrykkju í fullum keppnisskrúða í þjónustumiðstöðinni í Ásbyrgi.  Við sama borð sat óþekk(t)ur hjólreiðamaður (sem ku ekki hafa náð á verðlaunapall á Akureyri) að sumbli.

X-18 lagerinn fundinn

Nokkuð er um liðið síðan X-18 skór hættu að fást á Íslandi, og engin furða því lagernum var rænt í heilu lagi fyrir nokkrum árum.  Þrátt fyrir víðtæka rannsókn var ráðgátan ekki leyst fyrr en nú í vikunni þegar árvökull ferðamaður sá mikið magn af X-18 skóm til sölu í þjónustumiðstöðinni í Ásbyrgi og lagði saman tvo og tvo (og fékk út 18).  Hafði ferðamaðurinn samband við lögreglumanninn á Norðurlandi eystra sem dauðskammaðist sín fyrir að hafa ekki löngu áttað sig á þessu þar sem tengdamamma hans rekur verslunina.  Lögreglumaðurinn bar því við að hann væri tískublindur, en tengdamóðirin hins vegar siðblind.

Óprúttnir hjólreiðamenn tóku bát traustataki

"Þetta pakk ber greinilega enga virðingu fyrir áratugalangri uppbyggingu æskulýðsstarfsins hér" sagði Sleipnir Ásgrímsson í viðtali við blaðamann.  Sleipnir er forstöðumaður uppeldisstöðvarinnar Ástjarnar (einnig nefnt sumarbúðir) en honum brá heldur betur í brún þegar hann frétti að sést hefði til tveggja hjólreiðamanna sem brutust inn á uppeldissvæðið (sem var læst með hjólalásum), leystu landfestar á bátnum Gídeon og réru yfir tjörnina og til baka. 

Íslendingar reyndu að villa á sér heimildir

Tveir Íslendingar voru staðnir að verki við að reyna að villa á sér heimildir nú í vikunni.  Íslendingarnir höfðu greinilega lagt mikla vinnu í undirbúninginn því þeir voru mjög sannfærandi í dulargervi sem erlendir ferðamenn.  Þeir hjóluðu eftir þjóðvegum landsins með þó nokkurn farangur, klæddir í regnföt og regnslár og létu sig hafa það að hjóla um í ausandi rigningu, en eins og allir vita mundi aldrei nokkrum heilvita Íslendingi detta slíkt í hug.  Upp um athæfið komst þegar heyrðist til annars Íslendingsins ávarpa hinn á íslensku ("Réttu mér atgeirinn, Ketill").  Ekki er vitað hvað Íslendingunum gekk til, en þeir mega búast við hárri sekt.


Óþekk stelpa

Mamman gekk fram hjá herbergi dóttur sinnar og varð nokkuð undrandi að sjá að það var búið að búa um rúmið og taka vel til í öllu herberginu. Hún sá að það var umslag á miðju rúminu og á því stóð:  TIL MÖMMU.

Mjög áhyggjufull opnaði hún umslagið og las skjálfhent bréfið sem í því var. Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og mótorhjólagallana sína. En það er ekki bara það mamma mín að ég ber svona sterkar tilfinningar til hans því að ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo glaður með það. Hann er þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn að safna helling af eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo innilega sammála honum með það. Ahmed hefur kennt mér það að marijuana gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta á því og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum. En ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed mínum batni, hann á það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa. Þar að auki er Ahmed orðinn orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera . Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin þín.

Þín dóttir Guðrún.

PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt. Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu skrifborðskúffunni. Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir mig að koma heim.


Fyrsta keppnisferðin!

Alla leið norður á Akureyri! Fjallahjólakeppni laugardag og götuhjól sunnudag, síðan ætlum við Haukur að hjóla eitthvað um óbyggðir, ég veit ekki hvort eða hvernig...

Hvernig ætli carbon-skósólar séu á bragðið?

Aaaarrg ég gerði ótrúlega heimskuleg mistök í keppninni í gær og missti af titlinum! Aldrei að vanmeta andstæðinginn...  Stelpa sem ég þekki lítið sleit sig frá hópnum á 2. hring (af 4) og ég hélt að hún myndi bara slíta sér út og við næðum henni fljótlega, hélt áfram að chilla með hinum stelpunum en svo kom bara í ljós að þær hjóluðu allt of hægt og þegar ég stakk þær af á 3. hring var það orðið of seint Frown hjólaði svo síðasta hringinn með krampa í lærinu og grábölvandi.

En hugsið ykkur hvað það hefði verið svekkjandi að vera búin að vinna báða götuhjólatitlana, þá hefði leiðin eiginlega bara getað legið niður á við eða í besta falli gæti ég staðið í stað Whistling

Ætli ég fari ekki bara að éta skóna mína núna, samt á mörkunum að ég tími því, þeir eru nefnilega svo hrikalega flottir og góðir.


Íslandsmeistari!!! Ég á bikar!!!

Í "tímatöku" 20 km á götuhjóli, svo er lengri "hópstart"keppni á sunnudaginn, gæti nælt mér í annan titil þá...

 (Var ég búin að minnast á að ég er ósigrandi á götuhjóli?)


Ooooooooooooooooooooooo........

......oooooooooooooooooooooooooo ég skíttapaði á miðvikudaginn, agalega svekkjandi! Kemur í ljós að það borgar sig að æfa, var að stíga á fjallahjólið í annað skiptið í sumar mwahaha.  Hjólaði eins og mörgæs, þurfti að hægja á mér fyrir allar "hættulegu" beygjurnar, rétt svo dreif upp brekkurnar móð og másandi, vantaði bara að ég hefði dottið, fengið blóðnasir, farið að skæla og pissað svo á mig...   Komst samt reyndar skammlaust í gegnum þrautabraut í skóginum í fyrsta skiptið í keppninni sjálfri, hafði ekki tekist það á æfingu!  Ógeðslega erfið braut og ef það segir eitthvað um hossinginn og líðanina í afturendanum þá seig hnakkurinn svo mikið að ég þurfti að stoppa og hysja hann upp...

Fjallahjól 07 1          Fjallahjól 07 2

Fjallahjól 07 3          Fjallahjól 07 4

Bryndís sem vann átti það hins vegar algjörlega skilið, búin að æfa fjallahjól hér um bil frá fæðingu og hjólaði eins og berserkur (ég rústaði henni samt í síðustu götuhjólakeppni...)


Mætt í borgarsollinn

Jahá, komin heim fyrir þó nokkrum dögum.  Gengur á ýmsu og gekk líka á ýmsu í síðustu ferð, omg hvað fólk getur verið með óraunhæfar væntingar um hálendisferð (bíddu nú við, af hverju eru ekki ferskir ávextir með morgunmatnum og salat með kvöldmatnum?) og reyndar endaði með því að það keyrði svo gjörsamlega um þverbak að ég sendi þær tvær fúlustu heim og bara allir kátir með það (nema reyndar Arinbjörn á Brekkulæk sem tók þær með sér heim með því skilyrði að þær færu beint suður...)

 Var að fá sendar nokkrar myndir (650 stk.) úr fyrstu ferðinni.  Ég fór á kostum við að flaka silung og ná upp þrýstingi eftir að vatnsleiðslan fylltist af lofti:

Island Trekking 2007 574Island Trekking 2007 534

Svo var alltaf skemmtilegt þegar menn stukku yfir Skammá með 'ahemm' dálítið misjöfnum árangri.  Það þarf að stökkva yfir 3 kvíslar og ég hef reyndar ekki tekið saman tölfræðina yfir hversu margir skór hafa blotnað...

Island Trekking 2007 522

En svo er það fyrsta Íslandsmeistaramótið í kvöld, fjallahjól við Rauðavatn, mjög skemmtileg en reyndar þrælerfið braut, þetta verður áhugavert...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband