Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Algjör skortur á tjáningarþarfarleysi.

Svona er þetta bara.  Ætla að mála borðstofuna núna.  Vill einhver eiga antík Bang&Olufsen græjur?

P.S. Snúlli sætur:

Lok feb 003


Appelsínugula barnið beint úr brúnkusprautun

Við erum mætt til Íslands.  Búið að sýna barnið út um allt að vanda.  Yfirleitt hefur fólk tvennt um Ágúst Ísleif að segja:

A: Barnið lítur út eins og pabbi sinn

B: Barnið er appelsínugult.

Spurning með að slappa aðeins af með gulræturnar, við höfðum í alvörunni ekki tekið eftir neinu. Jú kannski smá appelsínugulur blær á nebbanum.

Tennurnar brjótast fram hægri vinstri þessa dagana með grát og gnístran tanna á nóttunni aðallega.  Þriðja kom í gegn í gær uppi til vinstri, Fjórða sést vel en ekki alveg komin í gegn, uppi til hægri.  Tennurnar niðri orðnar rosa flottar.

Hef ekkert fleira að segja af viti, er langt eftirá með þessar hefðbundnu montsögur af barninu og bullið um daglegt líf en það verður bara að hafa það.


Afsakið!

Þetta er allt að koma, förum/komum til Íslands á morgun...

Höndlar fólk aðra bleiusessjón?

Fari það í röndóttan... ég komst að ansi skemmtilegum mistökum þegar ég fór að sauma bleiu nr. 2.  Ákvað að hafa hana stærri svo hún væri við vöxt, og ætlaði að prenta sniðið út aftur og stækka það, tók þá eftir að það var hakað við "shrink to fit page", tók það af og bingó bleian prentaðist barasta í réttri stærð sem var miiiiklu stærri en shrinkaða stærðin Wizard.  Enda er hún veeeel við vöxt!

Jan-feb 015

(Mamma af hverju er ég með bleiu í handarkrikunum?)

Kemur þá aftur til kasta minnkunarmekanismans góða, brotið uppá (viti menn, franskur rennilás innaná þó hann sjáist ekki gjörla)

 Jan-feb 016

bleian fest

Jan-feb 019

og svo bleiubuxur yfir og stráksi tilbúinn með massíva bleiu sem verður nú bara notuð sem næturbleia þar til menn stækka aðeins.

Jan-feb 021

Keypti þetta líka brilljant röndótta efni á útsölu í saumabúð bæjarins.  Var soldið að vandræðast þegar ég keypti franskan rennilás, ætlaði að fá svona mikið af "den æ þarna bløde del" og svona mikið af "den þarna þú veist anden del" hvað ætli maður viti sosum hvað mismunandi hlutar fransks renniláss heita á dönsku, veit það ekki einu sinni á íslensku.  Og ekki vissi búðarstúlkan það heldur.  En yfirkonan í búðinni sá að þarna var vandræðagangur og spurði mig "er du Islænding?", ég játti því og þá sagði kella við afgreiðsludömuna "så skal du bare tale engelsk, det plejer vi at gøre..".  Ég varð heldur betur foj og skammaðist, ekki eins og ég viti eitthvað betur hvað franskur rennilás heitir á ensku díses kræst svo ég slái nú samt um mig á ensku.

En hvað um það, ég lét ekki staðar numið við að fegra bossann á Ágústi Ísleifi heldur fegraði líka heimilið í gær, við Ágúst skelltum loksins myndum o.fl. á veggina, 18 stykki upp í gær og slatti eftir samt.  Barnaherbergið og stofan orðin fullupphengd, en nóóóg eftir samt.  Haldiði ekki að sé huggó í stofunni!

Jan-feb 022

Við ætlum nú aldeilis ekki að hanga heima og gera meira gagn um helgina heldur ætlum við í weekendferie til Sønderjylland, Erla Elín er staðsett þar þessa dagana og með nóg gistipláss og við ætlum að hygge os og fara í svona udflugter, det bli'r dejligt.

Svona eru feðraorlofs-feðgarnir fínir saman, já og Ágúst Ísleifur lunkinn með málbandið (hefði kannski átt að láta hann mæla fyrstu bleiuna í réttri stærð?)

Jan-feb 005     Jan-feb 014


Ég er Gandalfur, Aslan, Dumbledore

ef ekki djísús kræst súperstar.  Held allavegana að ég sé það í augum Ágústar Ísleifs.  Maður veltir oft fyrir sér í ævintýramyndunum af hverju ofurhetju-yfirgaldragæjarnir birtast aldrei fyrr en á síðustu stundu þegar söguhetjan er endanlega komin í þrot, hvort sem það er litli Hobbitinn, systkinin í Narníu, Harry Potter eða bara Ágúst Ísleifur.  Mamma kemur nefnilega ekki alltaf strax til að redda honum þegar hann fer að skæla, og hann botnar ekki mikið í því hvaða verkefnum öðrum ég er að sinna, ekki frekar en við botnum í því af hverju Gandalfur kom ekki bara strax.  En ég birtist að lokum (þegar ég er búin að vaska upp eða lesa moggann eða bjarga heiminum á einhvern annan hátt) og knúsa litla kút og allt endar vel...

En hér mundar Ágúst Ísleifur tannburstann:

Janúar 09 026

(hvernig er það, ætlaði tönn nr. 2 ekki að vera löngu komin??)

En ég hef engan tíma til að hanga í tölvunni, hef ekki undan að mæta í alla spinningtíma sem eru í boðið í Horsens, þó að ahemm ég hafi nú ákveðið að taka mér frí í dag... soldið aumar lappir...  Svo ég notaði tækifærið og saumaði brilljant röndótta bleiu!! Myndir síðar, yfir og út.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband