Ósamhverfa og annað ógeð

Þeir sem þekkja mig gjörla vita að ég er ósamhverf (vantar á mig mittið öðrum megin), en ég var að komast að því að miðpunktur minn, sjálfur nabbbblinnn er orðinn ósamhverfur.

Þeir sem fannst þetta of náin líkamleg lýsing verða bara að sætta sig við það.  Eruði annars komin með myndina í hausinn?  (Þessi setning getur verið ótrúlega skæð)

Svo lengi sem ég fer ekki að tala um tærnar á mér eða eitthvað álíka skelfilegt (t.d. finnst Elínu systur og Ágústi tærnar á mér voðalegar) þá getið þið bara hrósað happi.

Var ég búin að minnast á vörtuna á... nei spaug (spögelse på dansk erþaggi?).

Já og þeir sem þekkja Dagbjörtu og/eða lesa bloggið hennar vita nú alveg að í samanburði við hana eru mín skrif mjög pen, ég hef t.d. aldrei ritað (svo ég muni) um inngróin hár eða klósettferðir.  En reyndar finnst mér samt suddalega gaman að lesa svoleiðis ógeðsblogg, kannski ég fari að stunda það?  Er það litli ógeðsperrinn sem leynist í hverju sálartetri sem nýtur þess að velta sér upp úr slíku?

Kræst ég er hætt og farin, yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haaaa, bíddu, eru til samhverfir naflar? :O

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.2.2008 kl. 00:29

2 identicon

Ég er orðin svo pen í seinni tíð að best væri ef þú tækir við af mér. Eflaust einhverjar áhugaverðar sögur úr lífi þínu sem tilvonandi móðir sem þú getur deilt með okkur. Nú eða bara almennt úr lífi þínu. Það vill bara oft verða þannig að þegar konur eiga von á barni þá er það það sem þær eru - kona sem á von á barni.

Dagbjört (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband