Lindeparken 3, 8700 Horsens

Jájá ég er sem sagt alveg að verða stoltur húseigandi, Ágústi finnst reynar að það stefni í að ég verði einmitt svo svakalega stoltur húseigandi að það sé fínt að hann hreiðri bara um sig í leisíboj úti í útigeymslu hehe.  Verið að ganga frá öllum pappírum og smáatriðum eins og greiðslu (ahemm) en þetta er allavegana allt að gerast.

En hér kemur skýrslan um húsakaupaferðina og húsið:

Fór til Danmerkur með pabba með mér til að skoða 4 hús og kannski það 5. ef ég nennti því.  Í stuttu máli þá endaði ég á því að kaupa 5. húsið sem ég rétt nennti að hafa fyrir að skoða, og segi bara engin furða að það hafi ekki verið löngu selt því það var svo ömurlega kynnt á netinu að það notla nennti ekki nokkur maður að skoða það! Ég hafði það með á listanum bara af því að það var svo fáránlega vel staðsett rétt hjá spítalanum og tiltölulega stutt frá miðbænum og öllu öðru, er eiginlega nákvæmlega eins staðsett og Sjafnargatan hvað það varðar!

Merkilegast með húsaskoðunina er hvernig húsin breytast milli 1. og 2. skoðunar, tveimur húsunum var bara ekki boðið upp á 2. skoðun en þrjú héngu enn þá inni, þar af var Lindeparken eina húsið sem batnaði milli skoðana.  T.d. eyðilagðist parketið og veggirnir í húsinu með fínu innkeyrslunni sem ég bloggaði um milli skoðana!

En þá er komið að Lindeparken (Lára í Lindeparken hljómar bara vel, stuðlar skemmtilega).  150m2 týpískt múrsteinshús á 1 hæð með bílskýli og bílskúr.  Hér er innkeyrslan, eldhúsdyrnar lengst til vinstri og nokkrir gluggar á eldhúsinu, ég og skiltið um að húsið sé til sölu, þarf ekkert svoleiðis lengur, aðaldyrnar á húsinu, bílskýlið og útigeymslan er inn af bílskýlinu.

Kát eftir samninga

Það var reyndar ekki alveg svona gott veður þegar við skoðuðum húsið (þetta er mynd af netinu), lengst til vinstri svefnherbergi og barnaherbergi, svo skaga skrifstofan og stofan lengra fram.

B1_Big

Og garðurinn er bara dejlig, m.a.s. í febrúar (tengdapabbi spurði hvort þetta væri gerfigras, fannst liturinn eitthvað undarlegur svona um miðjan vetur).  Grislingurinn getur skottast þarna á grasflötinni og rúllar ekki burt því Danmörk er marflöt mwahahaha.

Horsens feb.08 017

En innvolsið er nú kannski aðalmálið.  Gasalega lekker forstofa með náttúrusteini blabla og fatahengi og nógu plássi fyrir tvíburavagn ef ég fylgi fjölskylduhefðinni (nr. 3 og 4 eru tvíburar, það erfist frá ömmu).

B8_Big

Úr forstofunni fínu er svo gengið til hægri inn í svefnálmu (jíha ég á nógu stórt hús til að það sé hægt að tala um álmur), þ.a. gangur með baðherbergi, barnaherbergi, svefnherbergi og litlu herbergi sem verður væntanlega fyllt af fataskápum og svo hægt að troða litlum svefnsófa og góðum gesti, næstum því ekki pláss fyrir fataskápa í svefnherberginu því rúmið okkar er stærst í heimi.  Hér er barnaherbergið (þar verður líka svefnsófi ovkors)

B10_Big

Í hina áttina er svo miðrými/alrými eða hvað sem ég á að kalla það, gamla fólkið sem bjó í húsinu var bara með borðstofuborðið þar og hefur væntanlega borðað mjög snyrtilega með silfurhnífapörum þar undir kristalsljósakrónunni alla daga því það er ekkert borð í eldhúsinu, ég ætla hins vegar að tæta burt teppið og setja fínt eldhúsborð og skenk og skáp í stíl.  Sést inn í eldhúsið til hægri, gestasnyrting enn þá lengra til hægri.  Volvoinn fylgir ekki með.

B6_Big

Nú og þess má til gamans geta að vegna einstakra prútthæfileika okkar feðgina (og vegna þess að fasteignasalinn hafði talað af sér, við vissum aðeins of vel að afkomendurnir voru orðnir desperat að losna við húsið, þetta er sem sagt dánarbú, og merkilegt nokk var húsið ekkert að seljast því það kom enginn að skoða það af því það var svo illa kynnt etc.) þá var ekki nóg með að við prúttuðum verðið niður heldur nældum við í slatta af innbúinu í kaupbæti, ÉG Á ÞETTA BORÐSTOFUSETT OG KRISTALSLJÓSAKRÓNUNA!!!!!!  Ógó flott antiksett mjög vel með farið, stækkanlegt borð, 6 stólar, skenkur og hliðarborð, jíha!

Og hér sést viðskiptafulltrúinn í ferðinni koma labbandi í þungum þönkum úr forstofunni, til vinstri er gengið inn í skrifstofuna/gestaherbergi (sem er reyndar stærsta herbergið í húsinu og var notuð sem hjónaherbergi en mér finnst staðsetningin ekki passa fyrir það).  Ég á skenkinn til vinstri og Bang&Olufsen græjurnar á veggnum.

Miðrými skrifstofa forstofa

Eldhúsið er kannski minnst spennandi hlutinn af húsinu, langt og mjótt en með nýlegri snyrtilegri innréttingu og litlu þvottahúsi innaf.  Sveitamaður einn benti reyndar á að þarna væri hægt að hafa ágætis flæðilínu t.d. í sláturgerð.  Svo eru bakdyrnar mjög mikilvægar þegar kemur að því að grilla!

B3_Big

Svo er stofan risastór og löng með nógu plássi fyrir flygil, sófasett og borðstofusettið góða (og notla ljósakrónuna yfir) með suðurgluggum og dyrum út í garð.  Dyrnar inn í miðrýmið þarna hægra megin.

B7_Big

Og í hina áttina. Já ég á skattholið þarna til vinstri.  Og reyndar líka sófana og það allt, en þeir eru nú samt mis-lífvænlegir...

B4_Big

Erettekkibara doltið fínt!

Svo er nýjasta planið að hlaða í gáminn 11. eða 12. mars svo hann verði lentur í Horsens eftir páska þegar við förum út ca. 26. mars (já ég með til að segja hvernig allt á að vera...), best að fara að pakka! Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, til hamingju með þetta, hlakka til að hitta þig á laugardaginn 8. og sjá bumbuna.

Kveðja

Jóna 

Jóna (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 11:13

2 identicon

Rosalega erittafínt! Aftur til hamingju elskurnar.

 Er ég ein um að byrja að skrifa tölvupóstslykilorðið mitt þegar ég er að skrifa athugasemdir á blogg? Hingað til hef ég fattað það í tæka tíð...

Dagbjört (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:45

3 identicon

".....og svo hægt að troða litlum svefnsófa og góðum gesti"

eða góðum svefnsófa og litlum gesti?

Þetta er náttlega bara brilljant! Allt bjart og fínt og verður enn betra með parketi.

Annars finnst mér tilhugsunin um grislinga rúllandi af íslenskum þúfum mjög fyndin, en ég á líka ekki börn.

ólöf skólöf (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:49

4 identicon

Til hamingju með þetta Lára mín, þetta er ekkert smá flott hús.  Maður fær nú að kíkja í heimsókn á þig ef maður skellir sér til Danmerkur, til að sjá þig og litla krílið sem verður eflaust komið í heiminn.  Hver veit, kannski að við stelpurnar kíkjum allar bara á þig :o)  Það yrði nú meira fjörið !

Sjáumst þann 8. mars.  Hlakka til að sjá þig og bumbubúann :o)

 Kveðja,
Erna

Erna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 14:41

5 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Innilega til hamingju með húsið ekkert smá flott og fallegt:)

KV Erna Hauks á eyrinni 

Móðir, kona, sporðdreki:), 28.2.2008 kl. 19:51

6 identicon

Fínasta hús, mín kæra, - og frábær garðurinn! Ég hlakka til að skoða með eigin augum (fasteignina og grislínginn).

Þú verður að notast við "beinskeyttari" samskiptatæki við smölun í pökkun, - ég skoða síðuna reglulega.... En ekki daglega alveg.... Og er að sjálfsögðu ávallt boðin og búin.....!!!!  Smessar á mig í vikunni bara - og ég skoða dagbókina..... MÚOHAHAHAHA

Sigga Pé (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:12

7 identicon

KAUPA hús í Danmörku???? ja hérna. það er aldeilis fullorðins :) ekki að þú sért ekki þegar orðin fullorðins með eiginmann og bumbubúa.

og já, btw, kærastinn minn bjó í Horsens í nokkur ár. Aldrei að vita að við rennum við í heimsókn á einhverju nostalgíutrippi hjá honum hehehe

Lovísa (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 20:22

8 identicon

Vá! flott hús!!! :) Til hamingju!

Arnbjörg (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband