Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Kjósið rétt

Mér finnst þið ekki nógu dugleg að kjósa rétt hér til vinstri á síðunni, gjörið svo vel að bæta úr því.

Sigur í höfn!!!

484143505_0f78098bdf

Fyrsta hjólakeppnin mín búin, 12 km sprettur upp Bláfjallaafleggjarann og hver haldiði að hafi rústað kvennaflokknum?!?!?!  Með 2 mínútna forskot á næsta (kven)mann (og þess má til gamans geta að mig vantaði ekki nema ca. 3 mínútur upp á að hafa Hauk stórabróður undir líka mwahahaha tek hann næst).  17. sæti af 21 í heildarkeppninni.  Medalíurnar gleymdust reyndar heima en ég fæ gullið mitt á morgun :)

Úrslitin: http://www.hjolamenn.is//2007-05-03%20blafjoll.mht

Hér er verið að rannsaka úrslitin, allt mjög tæknivætt484143647_8ae6e3c4f2

P.S. þýðir lítið að ná í mig í gemsa (til að hella yfir mig hamingjuóskum), búin að kæra þjófnað og láta lögguna fá e-ð framleiðslunúmer svo vodafone geti rakið hvar síminn er ef það er kveikt á honum, kannski þeir finni hann svo undir sófa heima hjá mér...


Hver stal símanum mínum?

Hann er allavegana gufaður upp

Halló! Halló! Ég er að hjóla! Ég er að hjóla!

Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið (jú reyndar stíf SA-átt) þegar gaur fyrir aftan mig á hjólaæfingu fór að tilkynna hátt og snjallt að hann væri að hjóla.  Ég var líka að hjóla.  Margir fleiri voru að hjóla og jú vissulega var hann að hjóla en við vissum það alveg.  Jújú við nálguðumst gangandi vegfarendur en þeir sáu okkur vel (og mig á undan) og vissu alveg að hann væri að hjóla og við öll værum að hjóla.

Boðskapurinn í sögunni: Það er svolítið þangað til ég venst því að hjólandi menn séu með bluetooth handfrjálsan búnað í eyranu og svari í símann upp úr þurru.

En annað merkilegt, við vorum í mat hjá tengdamömmu ásamt vinkonu hennar og dóttur vinkonunnar (7-8 ára). Mér og dótturinni finnst hvor önnur mjög skemmtileg og hún gerði sér lítið fyrir og teiknaði handa mér flotta mynd með gullfiskum og kerti og á henni stóð "Til Láru frá Karitas".  Þetta er barasta í fyrsta skipti sem einhver teiknar handa mér mynd og ég var náttúrulega himinlifandi og smellti henni beint upp á ísskáp :)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband