Halló! Halló! Ég er að hjóla! Ég er að hjóla!

Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið (jú reyndar stíf SA-átt) þegar gaur fyrir aftan mig á hjólaæfingu fór að tilkynna hátt og snjallt að hann væri að hjóla.  Ég var líka að hjóla.  Margir fleiri voru að hjóla og jú vissulega var hann að hjóla en við vissum það alveg.  Jújú við nálguðumst gangandi vegfarendur en þeir sáu okkur vel (og mig á undan) og vissu alveg að hann væri að hjóla og við öll værum að hjóla.

Boðskapurinn í sögunni: Það er svolítið þangað til ég venst því að hjólandi menn séu með bluetooth handfrjálsan búnað í eyranu og svari í símann upp úr þurru.

En annað merkilegt, við vorum í mat hjá tengdamömmu ásamt vinkonu hennar og dóttur vinkonunnar (7-8 ára). Mér og dótturinni finnst hvor önnur mjög skemmtileg og hún gerði sér lítið fyrir og teiknaði handa mér flotta mynd með gullfiskum og kerti og á henni stóð "Til Láru frá Karitas".  Þetta er barasta í fyrsta skipti sem einhver teiknar handa mér mynd og ég var náttúrulega himinlifandi og smellti henni beint upp á ísskáp :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband