Allt að gerast hjá litla kút!

Ég fór loksins á fimmtudaginn og fjárfesti í hjólavagni, skaust til Árósa að sækja hann og í leiðinni snilldarbílstól til að hafa í honum.  Hér er Ágúst Ísleifur að máta:

Ágúst í lok Ágúst 036     Ágúst í lok Ágúst 037

Flotti bílstóllinn / legubekkurinn fyllir nú eiginlega allan tveggja-barna-vagninn, ég kippti bara barnasætunum úr og festi stólinn með strekkbandi úr byggingavörubúðinni sem ég smeygi í bílbeltisfestingarnar.

Fyrsti hjólatúrinn var svo á sundæfingu í gær:

Ágúst í lok Ágúst 050

Við byrjuðum á baksundtökunum:

Ágúst í lok Ágúst 055

Annars veit ég ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir því að óléttubikiníið skuli passa svona vel...

En svo veit ég ekkert hvað ég var að hugsa þegar ég tók að mér að spila messu í Árósum á morgun! Örf, ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætla að fara þangað...  (Messan er í Ellevang kirke, mar hefur nú aldeilis sungið þar og gott ef ekki spilað í einhverri kórferðinni).  Best ég fari að redda mér nótum og jafnvel bíl Bandit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldin ein, kemur ljómandi vel út og legubekkurinn rokkar!  Ágúst Ísleifur hefur stækkað heilan heeelling frá því þið voruð á Íslandinu.

Sibba (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:24

2 identicon

Ég myndi gjarnan vilja fá að vita hvernig vagn þetta er  - var að vonast til að geta notað tveggja barna hjólavagninn sem systkynakerru - með eitthvað sérlegt burðarrúm fyrir nýja grísling... verst ef það tekur svo bæði plássin!

En þið takið ykkur nú bara bæði mjög vel út í sundinu :-)

Kveðja af Þjórsárgötunni. 

Elín Björk (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Sko, þetta með bílstólinn er heimasoðin lausn (býsna góð þó ég segi sjálf frá), en á þessari slóð http://www.abckids.dk/Chariot%20Carriers%20Cabriolet%20ABC%20KIDS%20bike%20trailer%20og%20babyjogger.htm sérðu fína Chariot Cabriolet vagninn og líka babysæde sem hlýtur að vera frekar nett því þeir segja að sé pláss fyrir stærri grís við hliðina.  En Baby Bivy ku ekki mega brúkast til hjólreiða og Chariot fyrirtækið sjálft býður ekki upp á neinn hjólanlegan smábarnabúnað, finnst það undarlegt.  Búnað kaupa vagn?

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 30.8.2008 kl. 16:35

4 identicon

"Örf, ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætla að fara þangað"

Nú, áttu ekki hjól?

Haukur (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Vegna þess að ég hef ekki enn reiknað út meðalhraðann á lengri vegalengdum með barnið attaní sá ég mér ekki fært að hjóla til Árósa því minnsta skekkja hefði valdið svo miklum frávikum.  Svo þurfti Ágúst líka að koma með til að passa minni Ágústinn...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 31.8.2008 kl. 12:08

6 identicon

vá var alveg catching up í blogglestri eftir ÓL-þrumsið allt saman og MEEEEN HVAÐ HANN ER DÆÆÆÆDUR... algjört rassgat.. :) stækkar hratt!

Lovísa (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 12:49

7 identicon

Þú stendur þig alltaf jafn vel Lára mín, ráð undir rifi hverju enda með 12 en ekki 11 einsog hitt kynið, sem er fullyrt um í einni góðri bók.

 Vona að allt hafi gengið upp í dag varðandi ferðalag og spilerí.

Bið kærlega að heilsa syninum og þínum líka

Kveðja tengdó

Tengdó (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 15:21

8 identicon

Hæ aftur,

Ég var einmitt búin að lesa mig nokkuð til um hjólavagnana og sjá að það mætti ekki brúka þá til að hjóla með fyrr en minni gríslingur er farin að halda höfði/sitja sjálfur, sem er svo sem í lagi ég sé ekki fyrir mér að ég fari að hjóla með nýja grísling fyrr en fer að vora - við eigum stól fyrir Snorra, en það sem sagt stendur til að kaupa hjólakerru (eigum sum sé ekki svoleiðis) svo ég geti t.d. farið ein með báða grislínga  í labbitúr til að byrja með og seinna hjólatúr. Ég vil bara helst sleppa við að kaupa "tvíburakerru" eða einhvern systkynabúnað á Emmaljunga vagninn sem virkar smk. umræðum víðsvegar á netinu misvel! Kíkiá þessa síðu!

Elín Björk (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 23:58

9 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Fann lohohoksins mynd af svona babysæde í brúki http://www.winther-bikes.com/pages_dk/dolphin_tilbehor.php og það er í alurunni hægt að hafa annan grís við hliðina, en barnið liggur ekki útaf  í þessu svo þau verða að vera orðin stærri. (btw eigum við að ræða málin á msn? laraegg@yahoo.com)

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 1.9.2008 kl. 11:21

10 identicon

Einmitt það.. :-)- bæti þér inn sem snöggvast!

Elín Björk Jónasdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband