Grrr... netleysi

Netfyrirtækið okkar heitir cybercity, aka cybershitty, seinómor.  Viðvarandi netleysi síðan á mánudag og símaleysi framan af.  Komið nokkurn veginn í lag, en samt ekki arrrg.

Fátt fréttnæmt á heimilinu, síðasta afrekið var að mála skápana á ganginum að innan og Ágúst sagaði niður hillur inn í þá.

Ágúst Ísleifur verður bara meiri hlunkur með hverjum deginum og að sjálfsögðu sífellt hæfileikaríkari.  Hann er farinn að undirbúa orgelæfingarnar með píanóæfingum.

Afi Ágúst og Hallveig ág.08 061

Síðan er ég líka búin að skrá hann á sundæfingar (í halakörtuliðið), sé nú fram á að þurfa að fylgja honum til að byrja með þangað til hann verður sjálfstæðari.

Og fyrir þá sem höfðu áhyggjur af týnda prjónasokknum, þá er hann fundinn í bílnum hjá Erlu Elínu og verður fluttur til Danmerkur í bílnum í lok mánaðarins, loksins verður stráksa aftur hlýtt á fótunum.

Að lokum til gamans: hárklippistofan við hliðina á kirkjugarðinum hinum megin við götuna heitir Final Cut mwahahaha.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varð bara að kvitta fyrir mig, þetta er ekkert smá skemmtileg mynd af ykkur !

Erna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband