Brjálað stuð!

Nóhóhóg að gera í Lindeparken þessa dagana! Tókum sem fyrr segir tengdapabba með út og hann fær aldeilis að vinna fyrir matnum sínum Whistling.  Komið parket og málning á svefnherbergið og ganginn og núna er baðinnréttingin að fara að galdrast upp.  Fengum líka liðsauka þegar Hallvegi systir Ágústar hoppaði upp í lestina frá Belgíu og var hjá okkur í nokkra daga.  Heimilið er reyndar algjörlega í rúst, hálfsamsettar innréttingar og parketbútar út um allt ásamt almennu drasli púff.  Bættist líka svo mikið inn á heimilið þegar við fórum í svakalegustu IKEA-ferð sem um getur til Árósa.  Einhvern veginn tókst okkur að komast heim á einum (bílaleigu-)bíl með þrjá Ágústa, eina mömmu, svefnsófa, baðinnréttingu og heeeellling til viðbótar.  Segi ekki að það hafi farið vel um mig með annað lærið klemmt utan í bílstól og hitt í borðplötunni á innréttinguna.

Smá sýnishorn af því hvað allir eru duglegir:

Ágúst og Ágúst  Hallveig og pabbi ad leggja parket

lára ad mála_1   lára ad mála

Ég hef farið á kostum við að hjóla heim með það sem vantar, skrýtnasta hugmyndin var kannski að kaupa vask í hinum enda bæjarins og hjóla heim með hann á bakinu á racernum (í hellirigningu), líka dáldið gaman að hjóla heim með gólflista (búin að skipta um föt og líka búið að stytta upp)

Lára rennblauta_2   Lara klara med listana_2

En aðalmaðurinn á heimilinu er að sjálfsögðu Ágúst Ísleifur, og það fer umtalsverður tími í að sinna honum, þó að sem betur fer verði hann syfjaður og leggi sig inn á milli... (Hallveig frænka tók þessar flottu myndir)

ágúst ísleifur_2   ágúst ísleifur_3

ágúst ísleifur_1   ágúst ísleifur_4

Svo hefur hann líka náð talsverðri færni á leikteppinu.

ágúst ísleifur á leikteppinu_1

ágúst ísleifur á leikteppinu_4

Hann fer líka á kostum í nýja baðbalanum (úr IKEA að sjálfsögðu)

Ágúst Ísleifur í badi_1   ágúst ísleifur í badi_2

En nú er svangur drengur farinn að kalla á mömmu sína, yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, rosalega eruð þið dugleg. Baráttukveðjur.

Hel nú barasta líka að Ágúst jr. jr. verði nú sætari með hverjum deginum. Einnig farinn að koma smá Láru svipur á hann

Jóna A Pálmadóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:37

2 identicon

Það er aldeilis myndarskapur á bænum Mikið hlakka ég til að gera úttekt á nýju híbýlunum 

Lillinn sætur og fínn sem fyrr - - klárlega Láru- og Ágústsson!!

P.s. mikið svakalega var gaman að sjá ykkur um daginn

kossar & knús

Sigga Pé (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 15:18

3 identicon

Vá, allt í gangi í Horsens!

Og mikið er hann ÁÍ sætur.

En 2 spurningar...er mið-Ágúst búinn að fara í laseraðgerð og af hverju er mynd af rassinum á húsmóðurinni?

Halldóra V (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 12:58

4 identicon

hæ skvís;)

Þú ert nú ekki smá flott á þer að hjóla um alla trissu og hvað þá með auka hluti í hendinni ;) hehehe

En jæja núna fer ég að koma strákarnir mínir eru komnir í skólan þannig að það er allt að komast í rétt ról hjá okkur ;)

Bestu kveðjur

Magga Sör

Magga Sör (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 09:11

5 identicon

Miðað við endalausar myndbirtingar af Águsti yngsta, mætti ætla að foreldrunum þætti nokkuð í hann varið.

Haukur (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 00:02

6 identicon

Hæ hæ, gaman að fá að sjá myndirnar af ykkur öllum :o) pilturinn er hinn myndarlegasti.

Lára? hvar voru múmínbollarnir keyptir?

kveðja, Halldóra Æsa

Halldóra Æsa (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 14:32

7 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

I Finnlandi ovkors! Hef samt sed tha a Islandi, gæti hafa verid i Villeroy&Boch.  Og Halldóra hin, finnst ther thetta ekki ágætis rass? ;) Og já, thad vantar vissulega gleraugun a mid-Àgústinn...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 20.8.2008 kl. 10:13

8 identicon

Jæææææjaaaaa: Nýjar myndir takk !!!

xxx

Sigga Pé (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband