Spennan er óbærileg

Ég er alveg að verða búin að kaupa ógislega flotta myndavél á ebay.de, er hæstbjóðandi sem stendur og bara 10 mín. eftir! Heimilið er nefnilega myndavélarlaust á nútímamælikvarða, þ.e. engin stafræn vél Frown.  Fína litla veskismyndavélin virðist hafa gufað upp á dularfullan hátt og þá standa eftir fermingarmyndavélin mín og tiltölulega flotta ca. 10 ára gamla filmuvélin sem var býsna góð á þeim tíma, fint zúmm og soleis. 

Síðan keypti ég alvöru myndavél fyrir ca. 6 árum, stóra canon EOS filmuvél og á fínar linsur á hana, en ákvað fyrir þó nokkru síðan að ef og þegar barn kæmi til sögunnar þá væri rétti tíminn til að splæsa á stóra ofur-digital-græju, og sá tími er einmitt kominn og hana nú.  Hugsaði samt til þess með trega að pakka flottu canon filmuvélinni oní skúffu þar sem henni leiddist bara, en haldiði ekki að Hallveig systir Ágústar hafi misst út úr sér fyrir jól að hún þyrfti að eignast þannig vél (er í alls konar myndlist og furðulegheitum og vinnur mikið með ljósmyndir), trygga og trúa myndavélin lenti því undir jólatrénu í pakkanum til Hallveigar Happy.  Hún á einmitt fyrir sams konar digitalvél og þ.m.t. linsurnar, svo ég á áfram okkar linsur og er bara að kaupa húsið (=myndavél mínus linsa).

Júpsajei, ég var hæstbjóðandi liggalá.  Nú á ég bráðum svona myndavél:

Canon EOS 400D

Nýjasta D-SLR vélin - Canon 400D sem er að slá í gegn!
Sú allra nýjasta, Canon 400D hefur fengið frábærar viðtökur.  Fjöldi nýjunga og einstaklega skemmtilegur búnaður sem \"hristir\" myndflöguna þegar vélin er ræst og kemur þannig í veg fyrir að ryk skemmi myndirnar.  Þú verður að kíkja á þessa!
-10.1 MP með CMOS myndflögu
-2.5” LCD skjár
-Rykhreinsibúnaður á  myndflögu
-Níu punkta sjálfvirkur fókus.
-DIGIC II örgjörvi.
-Picture Style – mismunandi litir og áhrif
-Hugbúnaður til RAW vinnslu á tölvu
-Vegur aðeins 510 grömm
-Tekur 3 ramma á sek.
-Val á yfir 60 Canon linsum við vél
-Samhæfð við EX Speedlite flössum

Reyndar ekki lengur rétt að þetta sé nýjasta D-SLR vélin því EOS 450D kom í apríl og þess vegna er hægt að finna gamla módelið ódýrt Wizard, hún er sko alveg nógu an...i góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband