"Þú ert ekki pabbi minn"

Örsaga úr hversdagslífinu, stílfærð eftir hentugleikum.

Síminn hringdi hjá Hauki bróður, hann sér heimilissímanúmer sem hann þekkir ekki.  Svarar formlega að vanda: "Haukur".  Karlmaður á hinum endanum heilsar kumpánalega, Haukur kannast ekki við kauða en tautar (formlega) "sælir".  Hinn endinn spyr hvernig Haukur hafi það, Haukur viðurkennir að hann hafi það fínt, en hljómar kannski ekki sérlega spenntur fyrir því að deila því með óþekkta manninum.  Óþekkti maðurinn er ekki alveg sáttur við hvað Haukur er fjarlægur í símanum og tilkynnir "þetta er pabbi þinn".  Haukur þverneitar, "þú ert ekki pabbi minn, ekki nema þið móðir mín eigið eitthvert leyndarmál saman".  Leyndardómsfulli vonnabí-faðirinn áttar sig á að eitthvað sé ekki með felldu.  "Æ, ó, ég hef farið línuvillt í símaskránni, fyrirgefðu.  En ég er með diskana þína."  Haukur heldur áfram að vera hissa (þegar einhver hringir í vitlaust númer hættir hann yfirleitt að tala eins og hann þekki mann þegar það er komið í ljós að þetta er vitlaust númer) "Diskana mína??????".  "Kortadiskana sem ég var að setja í tölvuna fyrir mömmu þína".  Haukur fer að sjá ljósið, vissulega eitthvert samband milli þessa manns og móður hans þó að það hafi ekki leitt til fæðingar hans.  Þá var þetta Gísli hennar mömmu sem hringdi bara í vitlausan Hauk, á nebla líka son sem heitir Haukur.

Mamma fékk að skemmta sér tvisvar sinnum yfir þessu símtali, fyrst þegar Gísli sagði henni söguna og svo þegar Haukur mætti og sagði söguna, dásamlegur skilmissingur LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband