Náðargáfur af ýmsu tagi

Sumir "hæfileikar" geta komið sér vel í daglega lífinu.  Einn af mínum stærstu kostum er dásamleg gleymska, ég get gleymt öllu mögulegu og ómögulegu, en reyndar líka munað furðulegustu hluti.  Hef ekki alveg áttað mig á hvort þetta sé einhvers konar selektív gleymska (jafnvel freudísk?) eða bara jafn-kaos-kennd og annað í hausnum á mér.  Svo hefur gleymskan eeeekkert skánað undanfarna mánuði (óléttar konur eru frægar fyrir að vera utan við sig) en ég er sko að notfæra mér hana feitt þessa dagana.  Þar sem ég sit meira og minna á rassinum allan daginn þarf ég að skemmta mér við eitthvað og rak augun í Arnald Indriðason uppí hillu, er búin að raðlesa nærri allar bækurnar undanfarna daga og er alltaf jafnspennt að vita hvernig sagan endar! Sumar bækurnar hef ég pottþétt lesið oftar en einu sinni, en það er alveg sama, alltaf búin að gleyma endanum Whistling

Það sér það hver maður að það er talsverður sparnaður fólginn í þessari gleymsku.  Þarf bara að eiga svo og svo margar bækur og les þær svo bara aftur...  Verst hvað ég les skrambi hratt, næ alveg 1-2 reyfurum á góðum degi! Þetta virkar líka á bíómyndir, horfi jafnvel á heilu myndirnar án þess að fatta að ég hafi séð þetta áður.  Er þó ekki alveg ein um vitleysuna í því, við Ágúst gleyptum í okkur næstnýjustu Harry Potter myndina á dvd svaka kát þar til við föttuðum daginn eftir (já, daginn eftir) að við höfðum nú séð hana í bíó fyrir ári og bara tekið vitlausa mynd á leigunni... Það skýrði af hverju sumar sviðsetningarnar voru svona ljómandi kunnuglegar.  En við skemmtum okkur allavegana prýðilega svo það var engin ástæða til að kvarta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband