Hrós dagsins

Fá:

Ólöf fyrir að mæta í gærkvöldi og vaska upp ógeð síðustu viku og elda svo dýrindis lax ofan í mig (leiðin að hjarta ófrísku konunnar er þarna gegnum magann).

Dagbjört fyrir að mæta með flakkarann sinn stútfullan af alls konar skemmtilegu dóti svo mér leiðist aðeins minna í bælinu, og síðan ætlar hún í búðina fyrir mig á eftir (svona úr því að hún er hvorteðer á bílnum mínum).

Halldóra fyrir að skipa mér strax að liggja í bælinu þegar ég minntist á hvort kannski hugsanlega svona ef í það færi ef ég væri ekki alveg nógu svakalega hress þá væri hún jafnvel laus að taka fyrir mig 2 jarðarfarir eftir hádegi.  Kannski var þetta samt ekki af neinni umhyggju heldur bara fégræðgi.

Gísli fyrir að mæta með afganginn af lambasteikinni hennar mömmu (annars væri einmitt ekkert ætilegt í ísskápnum úr því að ég er búin með afganginn af laxinum nema 1 appelsína og 1 kókómjólk) og ætla svo að hjálpa mér að tæma íbúðina á miðvikudaginn, nema það heitir kannski ekki að "hjálpa" því það er ekki eins og ég ætli að gera neitt sjálf.  Allir velkomnir hvenær sem er að pakka fyrir mig og svo þrííííífaaaa......

Stubburinn í maganum fyrir að halda uppi fjöri allan daginn og minna mig á að kannski er það einmitt þess virði að hanga í bælinu, púff (því ef hann tæki nú upp á því að fæðast þá yrði augljóslega mjög mikil vinna að hugsa um hann svona ofvirkan mwahahaha)

P.S. á einhver leisíboj til að lána mér í mánuð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband