Samdráttur í efnahagslífinu

Jájá það má vel vera, en persónulega hef ég meiri áhyggjur af samdráttum í móðurlífinu.  Er í fj.. rugli þessa dagana og þarf að rembast við að slappa af.  Eða rembast við að rembast ekki neitt.  Eða öllu heldur ekki rembast við neitt.  Eða ég meina slappa af í stressinu.  Eða bara sleppa því að gera nokkurn skapaðan hlut.  Nema einmitt því að slappa af.  Ó gad mér leiðist.  Þarf samt að spila 2 messur á morgun en er að hugsa um að skrópa á nobbatónleikum þar sem ég á nú að spila eitthvað pínu, hmm.. kannski fara að hringja í Jónsa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Jónsi reddaði málum alveg, nema það var klappað milli kórkaflans og orgelkaflans. No serious harm done. Flottir tónleikar, þó við höfum nottla saknað þín...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband