Alldaf á Agureyri

Ég gleymi stundum að reikna með þenslunni um miðbikið, sérstaklega þegar ég pakka niður náttfötum fyrir Akureyrarferðir.  Síðast kippti ég með í hugsunarleysi náttbuxum sem hafa alltaf verið í nettari kantinum, eru með klauf og tölu og ég fór næstum því að grenja úr hlátri þegar ég reyndi að ná þeim utan um mig og hneppa.  Núna er ég aftur komin norður og passaði að finna brækur sem duga, en fór í staðinn að hlæja þegar ég fór í treyjuna því hún náði ekki niður á brækurnar, ótrúlega svöl með bert á milli Cool

Verð núna í heila 6 daga, kom í gærmorgun og spilaði í helgistund í hádeginu, sat síðan inni á skrifstofu með lappirnar uppi á skrifborðinu hans Eyþórs að bora í nefið þegar átti að fara að aflýsa barnakórsæfingum á síðustu stundu vegna veikinda.  Ég kalla nú ekki allt ömmu mína eftir að hafa dílað við drengjakór Langholtskirkju og sendi grislingana auðvitað ekki aftur heim í stórhríð heldur æfði bara í tætlur með heraga hnéhnéhné.  2 barnakórar takk fyrir, var hálffegin þegar þriðji kórinn birtist að það fylgdi honum annar kórstjóri...

Ingvar Deddumaður skaust þá og náði í mig og bakaði oní mig pönnukökur við svakalega góðar undirtektir, ég held að ég hafi borðað ca. 57 pönnukökur með sykri (passaði að fá mér bara eina brauðsneið á undan því ég var enn hálfsödd eftir hádegismatinn, eða þannig?).  Ingvar missti út úr sér til við frúna í símann að hann hefði bakað, hún var að keyra í stórhríð heim úr Þistilfirði og engdist um af pönnukökutilhlökkun alla leið, en svo var barasta gesturinn búinn að éta þær allar, úbbs... Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannast við þetta pönnukökuát, mamma hefur aldrei bakað jafn oft pönnukökur og þegar ég var ólétt - gott að geta skrifað almenna græðgi á óléttu

Sibba (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:50

2 identicon

Það er gott að *einhver* fær að njóta pönnukaka fyrir norðan - ég vildi að einhver væri hér fyrir sunnan sem nennti að baka 57 pönnukökur handa mér (því ekki geri ég það). Er Ágúst ekki svipað skyldur mér og Ingvar þér? Er þá ekki í ljósi þess viðeigandi að Ágúst haldi uppi heiðri sunnlendinga, láti ekki sitt eftir liggja, og bjóði mér í svipaða pönnukökuveislu? Mér finnst það mjög rökrétt.

Þóra (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 15:23

3 identicon

Ég sé að dásamlegth fjallalofthið (sem bílum í lausagangi hefur enn ekki tekist að úthrýma) á Akhureyri hefur góð áhrif á andlegu heilsuna hjá þér og beyglaðir súbarúar eru ekkert áhyggjuefni lengur. Ég fagna og er glöð. Yfir því.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heitir það ekki ahldahf?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.2.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband