Meira um græna súbarúa

Kom út úr ræktinni, stakk lyklinum í skrána á græna súbarúnum, gekk illa að opna, helv.. frost (af hverju er samt slabb á stæðinu?), opnast, næ ekki lyklinum úr, best að ná í lásaspreyið inn í bíl, af hverju er kókómjólkin í aftursætinu en ekki framsætinu? Af hverju er áklæðið svona dökkt? Amma, af hverju ertu með svona stóran munn?

Þjóðsagan um að maður geti opnað annan gamlan bíl af sömu tegund með sama lykli er semsagt sönn.  Minn bíll var næsti við hliðiná.  Hefði kannski átt að taka þennan, hann var óbeyglaður.

P.S. tryggingarnar ætla sko ekki að borga neitt fyrir viðgerðina á bílnum og það kostar nokkur bílverð að laga hann svo hann verður bara svona beyglaður og fínn í bili, vona að það rústi ekki sjálfsmyndinni (minni).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband