Ættgeng græðgi?

Það bendir allt til þess að við Ágúst eignumst barn með góða matarlyst.  Móðirin gefur ekkert eftir þessa dagana.  Sat í kaffi hjá Óskari og mokaði í mig kleinum og ostum í gær og sagði honum pönnukökugræðgissöguna þegar Dedda hringdi og spurði hvort ég vildi ekki mæta í bollukaffi, ég hélt það nú og sagði henni að ég myndi að sjálfsögðu ekki segja henni að ég hefði verið á fullu í kleinunum, og að sama skapi myndi ég auðvitað ekki segja Óskari að ég væri á leið í næstu át-törn mwahaha W00t og bollurnar voru sko þrusugóðar...

Ágúst þurfti svo líka að borða fyrir tvo sunnan heiða, hann mætti sem fulltrúi okkar hjóna í mat til mömmu að heilsa upp á Elínu og dætrakrúttin, þar voru bollur í eftirmat og ég er stolt af frammistöðu míns manns!

Annars er ég aðallega að drepast úr aumingjaskap núna, öðru nafni hálsbólgu, og í staðinn fyrir að gera gagn lagðist ég upp í sófa hjá Deddu þar sem finnst ákveðinn heimilis-staðalbúnaður sem þekkist ekki á mínu heimili.  Aukaverkanirnar af þessum staðalbúnaði eru 4 fjarstýringar og ég veit aldrei hvað er hvað - sjónvarp, vídjó, dvd, sjónvarpsflakkari, e-r afruglari.  Svo eru líka 2 símar til að rugla mig endanlega.  Fann Grey's Anatomy á flakkaranum, sjáum til hvernig 1. þáttur virkar á mig, hvort ég kem suður á  miðvikudaginn eða ekki.

Og P.S. borðaði 2 bollur í morgunmat áður en ég tók til við súrmjólkina, mmm...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð hálfsödd af því að lesa þetta - en gott að vita að þið standið ykkur vel í að metta ykkur og laumufarþega.
Grey´s fæst líka ódýrt í Reykjavíkinni þannig að það er engin ástæða til að vera afvelta í sófa í henni Akureyri til vors.

Dagbjört (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband