Ferð til fjár?

Minn kæri súbbarú, sem státar einmitt af tveimur lyklum, státar einnig af tveimur hressilega beygluðum hornum.  Tilraun Ágústar til að taka fram úr rútu á Hellu fór algjörlega út um þúfur þegar kom í ljós að rútan keyrði svona hægt af því að hún var að beygja til vinstri.  Fyrst lamdist hægra framhorn í síðuna á rútunni, svo hægra afturhorn.  En við vorum á lítilli ferð (þetta gerðist nógu hægt til að ég gat bölvað mjög mikið áður en við skullum saman) og enginn meiddist nema súbbinn.

En við vorum einmitt á heimleið úr "sumarbústaðarferð".  Tveir vankantar á sumarbústaðarferðinni, annars vegar er "sumarbústaðurinn" eiginlega bara smá kofi með borði og stólum, hins vegar hugkvæmdist ónefndum eiginmanni ekki að taka með lykil (og varalykillinn undir skúrnum lööööngu fokinn út í veður og vind, og já Ágúst átti að sjá um lykilinn því ferðin var að hans frumkvæði, ég fylgdi bara með).  Já og svo urðum við líka blaut í lappirnar af því að labba að bústaðnum af því að vegurinn var ófær og nokkrir lækir á leiðinni...

Áskil mér rétt til að vera grömpí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað ég er glöð að það skuli vera í lagi með ykkur öll!

Þú getur huggað þig við það að þetta er að minnsta kosti góð saga.

Dagbjört (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband