Sjáanlegur árangur

Mér finnst ég svo ansi sniðug stundum.  Það fór í taugarnar á mér í mörg ár að kallarnir pissuðu alltaf út fyrir á klósettinu í ræktinni og skildu svo setuna eftir uppi (og í versta falli gleymdu þeir líka að sturta niður).  Gólfið kringum klósettið alltaf dálítið klístrað.  Ég nöldraði í starfsfólkinu nokkrum sinnum og liðið komst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti að þrífa oftar.  Þetta kalla ég ekki að ráðast að rót vandans, þannig að ég greip til minna ráða og hengdi upp plagg fyrir ofan klósettið (plastað og flott svo það væri meira sannfærandi):

Strákar

Nú, árangurinn lét ekki á sér standa og skv. lauslegri mælingu var klósettið lokað í 95% tilfella eftir að skiltið kom upp.  Gárungur tók svo upp á því eftir nokkra farsæla mánuði að krota inn lið 3.b:  HRISTA.  Einhverjum fannst þá skiltið ekki nógu fínt lengur og á endanum var það tekið niður.  BINGÓ: SETAN UPPI Í HVERT EINASTA SKIPTI SEM ÉG HEF KOMIÐ Í RÆKTINA SÍÐAN!! ERU KARLMENN BARA HÁLFVITAR SEM GETA EKKI LÆRT AÐ LOKA KLÓSETTINU??????!!!!! (ekki persónulega meint gagnvart neinum einstökum karlmanni)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ Lára, gaman að hitta þig um daginn...ótrúleg tilviljun að hitta þig á svona stundu:) verðum að fara að hittast og spjalla um gamlatíma og nýja. Hvernig væri að fara út að borða í hádeginu einhvern daginn???Við Reynir erum alveg ólm í því að fá þig til að spila við athöfnina...heyrumst, Maren

Maren Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 22:39

2 identicon

Í raun er kjánalegt að hreyfa við setunni eftir notkun, því það eru líklega ca. helmings líkur á því að næsti "notandi" þurfi að færa hana til fyrra horfs, þannig að úr verður tilgangslaus tvíverknaður engum til gagns! A.m.k. ef maður gengur út frá jafnrétti kynjanna, en auðvitað ef konur vilja njóta forgangs í þessum efnum ... þá verður ekki bæði sleppt og haldið.

HE (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 23:55

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Kommon Haukur það slettist m.a.s. upp úr klósettinu þegar (ef) menn sturta niður, grrrrr....

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 12.3.2007 kl. 07:10

4 identicon

En hvað þú ert sniðug að taka þetta svona í þínar hendur og gaman að sjá að það hafi virkað!
Það eru 2 hliðar á því að loka klósettinu. Ég geri það heima hjá mér því það er skápur fyrir ofan það sem e-ð gæti dottið úr (þú veist að hlutir geta stundum dottið/feykst ofan í klósett...) og það skvettist stundum (mismikið og misoft) upp úr klósettum þegar sturtað er niður þannig að það eru að minnsta kosti 2 ástæður fyrir því að það ætti að loka klósettum.
Ég hins vegar loka ekki endilega klósettum annars staðar því ég vil ekki þurfa að snerta þau að óþörfu. Það gildir samt ekki um þitt klósett, ef ég loka því ekki er það vegna þess að ég gleymi því.

Dagbjört (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 11:29

5 identicon

Mér finnst voða gaman að spekúlera í feng shui og ætla að vitna í eina feng shui bók sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum:  "..vatn táknar peninga í feng shui kenningunni sem þýðir að ástand baðherbergisins getur haft áhrif á auðæfi heimilisfólks..."  og svo önnur tilvitnun:  "Kínverjar álíta að salernisskálin framleiði í raun og veru neikvæða orku og vegna þessa mæla margir feng shui fræðingar með að skálin sé alltaf höfð lokuð þegar ekki er verið að nota hana.."

Þess má svo geta að einhversstaðar las ég að skv þessum fræðum þá streymi peningar út af heimilinu þegar klósettskálin er skilin eftir opin........þetta nægði til þess að minn maður klikkar ALDREI á því að loka klósettinu og þegar hann sér hana opna þá hleypur hann til að loka henni svo ekki steymi út aurar  

 Kv Sibban

Sibba (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband