Garpar hvað!!!

Á forsíðu fréttablaðsins í dag er mynd sem sýnir fjóra jeppagemlinga klöngrast upp brekku efst á Eyjafjallajökli og jepparnir í baksýn.  Myndatextinn er eftirfarandi: "UPP Í MÓT Þessir garpar létu þrettán stiga frost ekki aftra sér frá jökulgöngu upp á hinn hrímhjúpaða Goðastein á Eyjafjallajökli í gær"  Mwahahahaha þeir ættu að prófa að labba upp á jökulinn fyrir eigin "vélarafli" (eins og undirrituð alvörugarpur gerði í fyrra...)

En alvörugarpurinn ég (mont, mont) sat sko ekki auðum höndum í gær heldur sló tvær flugur í einu höggi, fór í ææææææðislega ferð á Stóra-Björnsfell og Litla-Björnsfell sunnan við Þórisjökul (bæði í "bókinni", skýri síðar), 7 1/2 tíma þramm með Hauki bró, Jóni Lofti sem við höfum verið með á námskeiðum hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum, Örnu bekkjarsystur minni í leiðsöguskólanum og David vini hennar.  En meira um það síðar, hef sko engan tíma til að blogga því að ég er að mála baðherbergið! (Unnur leigusali varð agalega fegin að frétta það, gott að losna við eiturgula og rauðbrúnappelsínugula litinn...)

Úúúú.. og svo á ég líka eftir að segja frá frumraun minni í leiðsögumannssætinu að gæda gullna hringinn á laugardaginn!  Æfingaferð með bekknum, skiptumst á að segja frá öllu mögulegu og ómögulegu á rússnesku, frönsku, norsku, þýsku og ensku.  Ég ætlaði að sjálfsögðu að mæta vel undirbúin og vera heima á föstudaginn og læra, einhvern veginn endaði það samt með því að ég hamaðist allan daginn við að skrapa og sparsla og pússa á baðherberginu, skrúfa niður allt gamla ljóta dótið, fór í byko og húsasmiðjuna og keypti alls konar málningardrasl og nýjar handklæðastangir (eða er það -stengur?) etc, nú og keypti í leiðinni nýja gönguskíðaskó (af því að ég fæ hælsæri dauðans af hinum) og dúnvesti frá cintamani (það var á 30% afslætti, gat ekki annað)og sólgleraugu (50% afsláttur, var BARA að græða) og....  Sem sagt - gekk mjög vel að vera heima að læra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara svo freistandi að gera allt annað en læra þegar maður þarf að læra. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna þú komst ekki á Barinn með eiginmanni þínum á föstudagskvöldið?!?! Hann stóð sig eins og hetja.

Dagbjört (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Já en þá var ég einmitt loksins að byrja að læra...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 27.2.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband