Heimsyfirráð Djúsí

Ekki gerði ég mér grein fyrir að við værum svona frægar.  Djúsísystur (kvartettinn minn sem er hvað gamall akkúrat núna??) gáfu út prýðilegan geisladisk fyrir allmörgum árum og tónlistin þykir nógu góð til að mæma hana á fylleríi, taka það upp á vídjó og setja á áðurnefnda youtube vefsíðu. 

http://youtube.com/watch?v=P6YWNL92qsg 

Mér finnst þetta reyndar alveg glatað myndband og skyggja fullkomnlega á tæran englasönginn, hreyfingarnar okkar eru líka miklu flottari (já passið ykkur að fara ekki að halda að þetta séu alvöru-djúsí).  Ég fékk reyndar fyrir hjartað og leiddi út í vinstri handlegg þegar Halldóra sagði mér að djúsí væru á youtube, það eru nú til býsna margar upptökur af okkur og sumar freeeeekar neyðarlegar þó ég segi sjálf frá. 

En til fróðleiks fylgja hér myndir frá gullárum Djúsí:

img220

Djúsí og Tobbi á góðri stundu fyrir utan græna herbergið í söngkeppni framhaldsskólanna 1999.  Tobbi, Lovísa, Arnbjörg, ég og Sigga.  Sjáið lekkerar glanssokkabuxurnar.  Þess má geta að við lentum í 3. sæti, býsna gott.

Copy of img194

Hér erum við svo í búningsklefanum á söngkeppni MR ári síðar, mættum og sungum sigurlagið og vorum líka kynnar, svona syngjandi kynnar, tókum nokkrar kynningar í röddum og slógum í gegn (held ég).

Nú er reyndar heldur farið að hægjast um hjá okkur, æfingum farið að fækka enda skiptumst við á að vera í útlöndum, síðasta gigg var í brúðkaupinu mínu fyrir (vá hvað er langt síðan) 1 1/2 ári.  Ég bíð spennt eftir næsta djúsí-brúðkaupi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ji hvað þið eruð fínar!

Dagbjört (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 14:09

2 identicon

Ég get sagt þér það Lára mín að Bjartur er mikill aðdáandi ykkar Djúsí og ég náttúrlega líka.  Diskurinn ykkar var ansi oft með í för þegar við vorum að keyra austur og þá tók drengurinn ansi hreint hressilega undir, uppáhaldið hans var lagið um kaffi og te!!

Kv Sibba

Sibba (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Sigríður R. Pétursdóttir / SIGGA PÉ

Hverra manna eru þessir únglíngar eiginlega?! Ég hefði nú heldur viljað sjá þau performera um beinin sem átti að vista handa honum Henrý Djóns? Eða sssssssvimandi hita...?!!

Smekkmaður hann Bjartur þinn, Sibba!!!

Annars er ég að sjá rauðkjólamyndina í fyrsta skipti, held ég bara! Flott klipping Lára! Áttu fleiri myndir sem þú getur sent mér í "fjölskyldu-albúmið"?!!

Sigríður R. Pétursdóttir / SIGGA PÉ, 23.2.2007 kl. 22:21

4 identicon

ó mæ gooooooood!!! ekki vissi ég af þessu... ógeeeeð fyndið...!! og hvar er höfundarrétturinn og stefgjöldin sigga?? eigum við ekki rétt á stefgjöldum eða e-ð fyrst lagið okkar er á youtube!!! hahahaha....

Arnbjörg (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 16:52

5 identicon

hahahah vá hvað maður er frægur ;) nú þurfum við bara að skella inn ALVÖRU djúsímyndböndum - gettu betur, söngkeppnin með Operator, söngkeppni framhaldsskólanna... ;) rrrrriiight

Lovísa (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband