Í Sádi-Arabíu fá konur ekki að keyra

Hér á eftir kemur löng og leiðinleg frásögn sem ég ætla til hagræðingar að draga saman í nokkra punkta fyrir þá sem vilja flýta fyrir sér:

  • Það er slæm hugmynd að skemma annarra manna bíla
  • Brettin á breyttum jeppum eru búin til úr harðfiski
  • Í Sádi-Arabíu fá konur ekki að keyra
  • Innkeyrslan mín er þröng
  • Það er mjög tímafrekt að mála gamaldags ofna
  • Það á ekki að taka skáphurð af hjörum, mála hana á vaskborðinu í þvottahúsinu, og skilja svo eftir undir krana sem lekur
  • Það á ekki að taka efsta pokann úr frystikistunni til að ná í það sem er undir og gleyma honum svo við hliðina á frystikistunni
  • Velgengni vs. óvelgengni fylgir fallinu limx-->(táknið fyrir óendanlegt)x1/x=lim-->(aftur táknið fyrir óendanlegt)n1/n

Nú, byrjum svo á byrjuninni fyrir hardcore-liðið sem leggur í að lesa þetta. 

Í fjallaferðinni góðu á sunnudaginn festist afturhlerinn á pikköpnum hans Fjölnis (sem við vorum með í láni).  Haukur skildi bílinn eftir í mínum höndum til að redda því en það endaði með því að ég reyndi að rífa af honum vinstra afturbrettið í innkeyrslunni heima, enda stendur dekkið og brettið yfir því fáránlega langt út Angry.  En þá komst ég að því að brettið var gert úr harðfiski, líklega límt saman með lýsi og svo lakkað yfir.  Það getur reyndar verið að þetta sé trefjaplast, allavegana þarf að senda brettið á plastverkstæði.  En þetta er að sjálfsögðu sérsmíðað og fínt bretti og eftir því dýrt.  Fjölnir bíleigandi var nú ekki nema svo og svo kátur og benti mér á þá staðreynd að í Sádi-Arabíu fá konur ekki að keyra.  Hann er einmitt flugmaður og þvælist mikið í svona karlrembulöndum.  Ég minni samt á að ég er fantagóður bílstjóri þó að innkeyrslan mín hafi áður valdið mér ákveðnum erfiðleikum (þegar ég keyrði á minn eigin bíl, önnur saga og enn sorglegri).

Næsta atriði.  Ég er enn að mála baðherbergið.  Ofninn er þrefaldur, gamaldags og götóttur og það fór alveg með geðheilsuna að mála hann.  Það var samt bara upphafið að "seingengninni".  Nenni ekki að skrifa um það og enginn nennir að lesa um það.

En þegar ég var að leita að penslum í poka fann ég fullan poka af hreindýrakjöti við hliðina á frystikistunni, ófrosnu, grunsamlegt.  Búið að vera þar í 1 sólarhring.  Það verður líklega hreindýraveisla á Sjafnargötunni fljótlega.

Eftir tveggja sólarhringa samfellt klúður reiknaði ég út sambandið milli velgengni, óvelgengni og tíma og fann út að sveiflur frá meðaltali geta aldrei orðið nema svo og svo miklar á svo og svo skömmum tíma.  Ergo:  Of mikil velgengni á sunnudaginn á skömmum tíma (2 frábærir tindar á einum frábærum degi), þ.e. lim(velgengni)-->(táknið fyrir óendanlegt) (velgengni stefnir á óendanlegt) veldur því að næstu daga á eftir gildir jafnan lim(óvelgengni)→(táknið fyrir óendanlegt enn og aftur) (óvelgengni stefnir á óendanlegt).  Meira draslið þessi síða að geta ekki sýnt almennileg stærðfræðitákn.  Ég á bara eftir að reikna út hvort að óvelgengnin stefni á óendanlegt í óendanlega langan tíma eða hvort það sé einhver von, en samkvæmt kenningu minni um að sveiflur frá meðaltali geta aldrei orðið nema svo og svo miklar þá ætti ástandið að lagast á næstu dögum.

Q.E.D.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ha

Audur Agla (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 09:56

2 identicon

fjórða tilraun til að setja athugasemd við þessa færslu, hvaða rugl er þetta eiginlega. Anyway mér fannst þetta mjög hressandi færsla. Alltaf skemmtilegt að rifja upp stærðfræðikunnáttuna, eða öllu heldur rifja upp hvað lítið ég kann í stærðfræði nú!

Ausa pausa (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 09:59

3 identicon

Iss hvað með það þótt eitt stykki bretti hafi hlunkast af.....bara drasl:) Eins gott bara að þú meiddir þig ekki á brettinu, hefði nú verið verra.....greinilega eitthvað misgóðir dagar hjá þér núna en gaman að lesa, hressist alltaf við að lesa um ófarir annarra er svo illa upp alin  Eyþóri gengur ekkert enda eins og flestir vita að þá er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og hananú....Kv úr snjónum á Eyrinni Erna hlunkur

Hvalurinn (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 11:00

4 identicon

Mig langar aðeins að beina athyglinni þarna að setningunni "Ég minni samt á að ég er fantagóður bílstjóri..."

lalala

fæst orð hafa minnstu ábyrgð


Halldóra (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 12:10

5 identicon

Viltu hætta að skrifa lim á síðuna þína. Það er ógeðslegt.
Samt pínu gaman að þú skulir segja stærðfræðibrandara, þó ég fatti þá ekkert alltaf er alltaf hægt að hlæja að fólki sem segir sjálfviljugt stærðfræðibrandara í annarra áheyrn (eða skrifar þá að öðrum sjáandi).
Vona að gæfan fari að finna þig.

Dagbjört (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband