Af hverju mundi hann þá eftir mér?

Ég spilaði í jarðarför um daginn (sem er sosum ekki í frásögur færandi) með presti sem ég þekkti ekki.  Hann heilsaði mér fyrir jarðarförina og sagði að við hefðum nú verið saman í athöfn fyrir ca ári.  Ég viðurkenndi bara að ég mundi eeeekkert eftir honum (frekar en nokkrum manni yfirleitt) en hann sagðist ekki taka það nærri sér, það hlyti að þýða að hann hefði ekki klúðrað neinu, því það væri jú yfirleitt það sem menn myndu best eftir.  Ég samgladdist honum bara með þetta og dreif mig inn að spila.  Svo spilaði ég feilnótu í forspilinu og fattaði um leið: Af hverju mundi hann þá svona vel eftir mér??

 

En fyrir fróðleiksfúsa:

 

Landvættur, nafnorð, kvenkyn

landvættur – landvætti – landvætti – landvættar

landvætturin – landvættina – landvættinni – landvættarinnar

landvættir – landvættir – landvættum – landvætta

landvættirnar – landvættirnar – landvættunum – landvættanna

 

Óvættur getur bæði verið í kvenkyni og beygst eins og landvættur, eða í karlkyni og beygist þá eins og köttur (já nema hljóðvarpið).

 

Náttúruvætti er hvorugkynsorð og beygist eins og peningaþvætti.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband