Trúnaðarmál af spítalanum!!

Ágúst stendur sig ekki sem skyldi með þagnareiðinn.  Hann sendi mér sms úr vinnunni í morgun og tilkynnti að það væru veikindi á spítalanum (grínlaust) og hann þyrfti að vera lengur.  Ég hélt að svona trúnaðarupplýsingar mættu alls ekki fara lengra, en úr því að hann kjaftaði þessu í mig þá get ég alveg eins lekið þessu á netið. 

En að öðru, mér finnst ég aðeins eiga í vök að verjast með að sannfæra ykkur um að það sé allt í lagi heima hjá mér.  Skoðanakönnunin sýnir:

  • Það er ekki allt í lagi heima hjá Láru: 41%
  • Það er allt í lagi heima hjá Láru: 11%
  • Það væri allt í lagi heima hjá Láru ef hún draslaði ekki svona mikið: 47%
  •  

    Hvað er til ráða? Mér dettur tvennt í hug:

      A: Setja upp netmyndavél heima hjá mér, það ætti að sannfæra alla. (Bara spurning um hvað þeir myndu sannfærast).  Þarf að ræða það við Ágúst.

      B: Halda áfram myndaherferðinni og sýna umheiminum hvað ég ólst upp hjá góðri fjölskyldu.  Færa mig svo smátt og smátt yfir í nútímann, bíðið þið ekki spennt?

Fjsk 0119

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú varst aldrei búin að segja mér að systkini þín væru geimverur. Ennþá rígheldur mamma þín í þig. Varstu óþægt barn?

orgelstelpa (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:18

2 Smámynd: Sigríður R. Pétursdóttir / SIGGA PÉ

Þú ert köld Lára......... Ef ég væri Elín storesys myndi ég taka þig Í BAKARÍIÐ.... fyrir að birta mynd af þessu tískuskeiði!!!!!! MÚOHAHAHAHAHAAAAAAAAAAAA......

Sigríður R. Pétursdóttir / SIGGA PÉ, 17.2.2007 kl. 02:15

3 identicon

Það fer að styttast í mynd af grænum náttslopp með þessu áfamhaldi!!

 Kv Sibba

Sibba (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 10:27

4 identicon

Það sést greinilega að þú hefur augastað á einhverju á gólfinu sem þú getur ekki beðið eftir að ná í en ekki fyrr en hún móðir þín hefur sleppt þér. Hvað var þetta?
Ef Ágúst verður að vinna í kvöld skal ég útskýra þagnareiðinn fyrir honum í rólegheitunum. Það þarf augljóslega aðeins að hnippa í hann.

Dagbjört (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband