"Er ekki allt í lagi heima hjá þér?"

Þetta voru viðbrögð Elínar stórusystur við bloggsíðu minni.  Að sjálfsögðu er allt í lagi heima hjá mér eins og má sjá á þessari fjölskyldumynd:

EH+ST+Börn 1981 101

En til að taka allan vafa hef ég sett inn skoðanakönnun svo þið, lesendur góðir, getið úrskurðað um mig og heimili mitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú aldeilis hugguleg fjölskylda. Á hvaða deyfilyfjum voruð þið systkinin á meðan myndatökunni stóð? það er augljóst að þú hefur verið minnst móttækileg, eða fengið minnsta skammtinn því mamma þín rígheldur í þig og þú er búin að lyfta kjólnum smá svo að hann flækist ekki fyrir þér þegar þú stekkur af stað (á vit ævintýranna eins og það hét nú þegar maður kom sér í vandræði).

orgelstelpa (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 20:12

2 identicon

Jidúdda hvað þið eruð krúttleg! Ég held það sé allt í lagi heima hjá þér, að minnsta kosti á Sjafnargötunni. Annars hef ég ekkert hitt Ágúst í vinnunni undanfarið þannig að ég er kannski ekki með nýjustu fréttir á tæru... Ég vona bara að þú segir mér frá því ef það er ekki allt í lagi heima hjá þér svo ég geti hjálpað þér. Niðurstaðan er því að það er allt í lagi þar til annað kemur í ljós.

Dagbjört (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband