9 erindi

Undirtitill þessarar færslu er ORGANISTAPIRRINGUR

Ég var að spila í útvarpsmessu, alltaf gaman að því nema í þetta skiptið var ég með 39 stiga hita, orgelið pínulítið og óspennandi (í háskólakapellunni) og ógeðslega mörg erindi af öllum sálmunum og allt sérviskulegir biblíusálmar í tilefni af biblíudeginum.  Ég bjargaði reyndar 9-erinda-sálminum með tveimur júróvisjónhækkunum, geri aðrir betur.

Hafi einhver verið svo óheppinn að missa af messunni þá má heyra hana hér: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4315520


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott blogg Lára mín. Víst þú segir "Geri aðrir betur" þá gerðist ég svo djarfur um daginn að hækka 7 erinda sálm 7 sinnum í messu.  Þú Guð sem stýrðir.... byrjaði í D og endaði í As!

Eyþór

Eyþór Ingi (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

ÚÚúúú... samkeppni!! Ég má greinilega ekki vera svona feimin við hækkanirnar!!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 11.2.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband