Jólaannáll með myndum - 1. kapítuli

Ágúst Ísleifur fékk brunabíl frá ömmu sinni við komuna til landsins (13. des).  Fyrir á hann ruslabíl frá Selmu frænku, hvort starfið ætli verði fyrir valinu?

Ísland jól 2008 013   Ísland jól 2008 017

Við hittumst nokkrar vinkonur og tókum jólalög fyrir ljósmæður á kvennadeildinni, Hildur, Harpa, Ragga, Halldóra og Auður. Úlfar Jökull (Auðarsonur) Eyfi (Auðarmaður) og Ágúst Ísleifur voru að hlusta, en reyndar endaði með því að Ágúst Ísleifur vildi syngja með svo ég smellti honum á brjóst í miðju lagi, ekki alveg hefðbundið í kórsöng kannski...  Á eftir töltum við yfir á barnaspítalann þar sem Úlfar Jökull er viðloðandi því hann er í lyfjameðferð út af æxli í handleggnum, hann sýndi listir sínar, m.a. hvað hann er stóóóóór!!!

Ísland jól 2008 055

Það var haldinn fullskipaður matarklúbbur (Ég, Hildur, Halldóra, Ragga, Regína, Auður) í fyrsta skipti í svo langan tíma að okkur tókst ekki að reikna það út, 3 ár??  Ragga og Ágúst Ísleifur urðu bestu vinir.

Ísland jól 2008 082

Ísland jól 2008 087

Vala krúttastelpa átti afmæli og var mjög ánægð með súkkulaðikökuna sem Lára frænka bakaði

Ísland jól 2008 107

Ísland jól 2008 116

Ágúst Ísleifur fór í partý og hitti Eddu Sjöfn Heimis- og Sigrúnarkrútt, eina af fjölmörgum tilvonandi eiginkonum (hann er svo fjölþreifinn drengurinn)

Ísland jól 2008 136

Ísland jól 2008 138 

Bjargey prjónaði sig bara gegnum partýið...

Ísland jól 2008 140

Ekki missa af næsta kapítula og jólahaldinu!

Ísland jól 2008 143

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ótrúlega einbeittur, drengurinn, við slökkvibílinn :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.1.2009 kl. 10:06

2 identicon

Hann virðist ekki síður einbeittur við að reyna að þreifa á andliti vinkonu sinnar :)

Gaman að fá svona annál, hlakka til næsta kafla!

Dagbjört (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband