Lífið komið í fastar skorður í Lindeparken?

Onei aldeilis ekki, allt snarbrjálað aldrei þessu vant, enda ekkert gaman öðruvísi!

Inntökuprófið góða var á föstudaginn, mér fannst ég kannski ekki alveg fara á kostum í allri spilamennsku en nældi mér samt í fullt hús takk fyrir og hallelúja, mont mont.  Þeir eru alveg til í að fá mig í masterinn, en kannski verður hnoðað saman handa mér eins-árs-BA-uppfyllingarprógrammi og svo tveggja ára master þar á eftir, kommer i lys. 

Og ég hélt svo að ég væri sloppin þegar föstudagsprófið með pössunargræjingu og stressi var búið, en neinei, á laugardagsmorgni hringdi tónlistarskólaskrifstofukonan í mig og taldi upp 4 próf sem ég átti eftir að taka, allur dagurinn í dag og eitt próf í fyrramálið þriðjudag.  Það rann loksins upp fyrir mér að það væri pínu vesen að eiga barn (!), hvað geri ég við krúttið meðan ég tek 3 próf í Árósum frá 9.40-15.40? Eftir miklar pælingar og símtöl varð niðurstaðan að ég myndi bara lauma honum með mér í píanópróf og munnlegt tónheyrnarpróf, bruna svo til Horsens í lestinni, láta Hrafnhildi Horsensbúa sækja stráksa útá lestarstöð og ég mundi spæna með næstu lest til baka til Árósa, en sem betur fer tókst Ágústi að losa sig úr vinnunni svo þeir feðgar chilluðu bara heima (en Ágúst Ísleifur fær samt að heimsækja Hrafnhildi og Emilíu Glóð vinkonu sína í fyrramálið meðan ég tek hljómfræðipróf).  Og við mæðgin höfum aldrei verið aðskilin svona lengi! 8-17, heill vinnudagur!

En þrátt fyrir yfirvofandi aukapróf hömuðumst við í húsinu um helgina aldrei þessu vant, GESTAHERBERGIÐ ER TILBÚIÐ!!!!! ALLIR AÐ KOMA OG PRÓFA!!!!! Semsagt það sem var einu sinni gluggalaus geymsla er núna dásamlega fínt herbergi, fataskáparnir okkar komnir upp þar (ekki pláss í svefnó nebla) og svefnsófinn á sínum stað, jibbíjei!  Og svo málaði ég barnaherbergið, þá er öll svefnálman tilbúin með parketi og ferskri málningu (húsið er svo stórt að það eru álmur, rímember).

Og Ágúst Ísleifur er líka aldeilis búinn að hamast, það þyrfti nú að virkja orkuna í þessu barni einhvern veginn, hann er svo snarofvirkur hele tiden, aldrei kjurr, spriklar og hamast eins og hann fái borgað fyrir það enda líka stinnur og flottur strákur.  Byrjaði að tala í dag takk fyrir, núna er það bara dadadadadadadada út í eitt (skilgreinist það ekki sem "tal"? Allavegana talsverð framför frá "aaaaaa..... vaaaaa......").  Og því má bæta við að hann er sérdeilis gáfaður etc. annað eins barn hefur ekki sést.

Svo er löngu kominn tími á smá jólaupprifjun, ég er loksins að moka 199 myndum af myndavélinni frá Íslandsförinni.  En þar sem Ágúst Ísleifur er farinn að skæla inni í rúmi verður það að bíða betri tíma að skella myndum inn, yfir og út.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar verður Ágúst Ísleifur þegar þú ert í skólanum?

Hann má búa hjá mér :)

Ragga (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:03

2 identicon

Þú segir nokkuð! Pant herbergi á Hótel Láru í sumarleyfinu!!! Geturðu ekki örugglega útvegað sólstrandarveður í eins og 4-5 daga? ..jafnvel fáanleg til að hafa auga með gimsteininum á meðan þú nördast í tónfræðunum...

Sigga Pé (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Heyrðu Ragga ég innkalla þá bara dagpleje-umsóknina! Þú ert miklu skemmtilegri  Og Sigga ég þarf að skila veðurumsókninni með fyrirvara, lætur mig bara fá dagsetningar þegar þær liggja fyrir

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 13.1.2009 kl. 14:18

4 identicon

Já gerðu það Lára..... komdu bara með hann hvenær sem þú vilt... ekki málið ;) Litla dúllurassgatið........ sko Ágúst Ísleifur!

Ragga (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband