Efnahagsaðstoð í formi eldhúspappírs

Ömmurnar fóru til útlanda að heimsækja barnabarnið.  Enginn gjaldeyrir og glatað gengi = engin innkaup = tómar töskur á leiðinni heim (voru notaðar til að ferja dót út), það endaði með því að frúrnar voru sendar heim með töskur fullar af eldhúsrúllum til að töskugreyin kremdust ekki á ferðalaginu!!!!  Við vonum að eldhúspappírinn komi sér vel á Íslandi á þessum síðustu og verstu tímum.

Þar fyrir utan var náttúrulega enginn tími fyrir innkaup því það þurfti að sinna heimili og smábörnum, já og elda og borða.  Svona er td dæmigerður morgunmatur í Lindeparken (frá vinstri Amma Guðný, Bjargey, ég og Sleibbi, Elín, Vala, Amma Sigga og Selma.  Ágúst bak við myndavélina).

Ömmurnar okt 025

Annars var þetta bara einn morgun.  Svo ég fari aðeins yfir síðustu daga þá bættust Elín&Selma&Vala&Bjargey á heimilið aðfaranótt laugardags en Bjargey (sem er vinkona allra og býr í Karlsruhe) stakk af strax á laugardeginum að heimsækja systur sína í Gautaborg.  Ömmurnar flugu síðan burt á mánudagsmorgni.

En ekki má gleyma kellingaferðinni síðasta föstudag, þá fór ég með mömmu og tengdó að heimsækja Erlu Elínu til Skals þar sem hún er í margfrægum handavinnuskóla í vetur.  Kellur eru báðar handavinnukennarar og slefuðu yfir fína skólanum og Erla Elín sýndi okkur endalaust flott það sem hún og aðrir eru að gera þarna.

Það var ansi fjörugt hérna með fullt hús og allir látnir vinna.  Hér er mamma að passa tvö kríli í einu:

Ömmurnar okt 036

Og Selma bakaði af miklum móð, fyrst súkkulaðikökuna margfrægu (í nýjum kjól frá ömmu sinni) og síðan kanilsnúða eftir uppskrift frá Hallveigu.  Elín átti reyndar erfitt með að lesa skriftina hennar Hallveigar og var næstum því búin að setja 4 tsk salt í staðinn fyrir 1/2 (eða er það 1/4??).

Ömmurnar okt 029   Elín&co okt 023

Vala var látin taka til og passa Ágúst Ísleif:

Elín&co okt 026   Elín&co okt 031

Amma Guðný lék við litla kút.  Ef glöggt er skoðað sést að pabbi hans Ágústar Ísleifs er búinn að hengja upp spjald með stöfunum ÁÍ á leikteppið (og í vögguna) svo barnið læri ábyggilega strax að lesa.  Það hefur reyndar haft alvarlegar afleiðingar því heilabúið varð fyrir oförvun og höfuðmálið hoppaði upp um heila kúrfu skv. mælingum hjúkkunnar sem kom á föstudaginn.  Hún skipaði okkur að taka stafina niður med det samme Tounge

Ömmurnar okt 030

Ágúst Ísleifur var bara settur í að ná í snudduna sína, hann vandaði sig.

Ömmurnar okt 021


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað allir eru duglegir !! og Selma svona sæt að baka sem að var eins gott því ekki held ég að snúðarnir hennar Elínar, með 4 tsk af salt, hefðu vakið mikla lukku en svona í framtíðinni er best að setja bara 1/4 tsk salt

...hvað var Lára annars að gera á meðan allir voru svona duglegir ??? 

Hallveig (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:48

2 identicon

Skemmtilegar myndir! Greinilega líf og fjör!

Guðný (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband