Afmælisdrengur!

IMG_0930Stóri strákurinn okkar hann Ágúst Ísleifur varð þriggja mánaða í gær.  Í tilefni dagsins fékk hann að fara í bíó.  Það var kannski ekki alveg hefðbundið bíó, heldur "filmcafé" í safnaðarheimili Klausturkirkjunnar þar sem myndin "Koret" var sýnd (heitir Les Choristes á útlensku, menn kannast nú frekar við það.).  Þar var samankomið félag eldri borgara og svo við... snittur og öllari á eftir og presturinn (sem þekkti flesta viðstadda með nafni, svona ef það segir eitthvað um samkomuna) stýrði umræðum um myndina.  Geggjað!  Við allavegana skemmtum okkur prýðilega framan af, Ágústi Ísleifi fór reyndar að leiðast undir lokin af því að hann skilur ekki frönsku og kann ekki heldur að lesa textann.

 

 

Síðan smá uppeldismál, varla þætti það gott mál að binda barnið sitt niður á höndum og fótum og pína það til að sofa FootinMouth, en hins hef ég verið að prófa ævaforna aðferð sem mælt er með á "dugleg" börn, það er nefnilega aftur komið í tísku að vefja börn í reifar.  Grey krúttin sem hreyfa sig mikið vekja sig stundum sjálf jafnóðum með spriklinu, og það á ágætlega við Ágúst Ísleif.  Ég ákvað því að prófa þetta í fyrradag.  Það er hægt að kaupa alls konar sérhönnuð (og eftir því dýr) "reifi" en ég lét burðarsjalið duga.  Vafði eftir kúnstarinnar reglum, kúrði svo með honum þar til hann sofnaði, síðan lúrði hann bara heillengi alsæll.  Prófaði aftur í gær, sama sagan.  Enn einu sinni í dag, á orgelloftinu í Klosterkirken, lagði hann frá mér innvafinn og hann steinsofnaði.  En hafið ekki áhyggjur, ég ætla ekki að fara geyma blessað barnið í böggli allan daginn...

IMG_0928

Og að lokum - taubleiumamman talar: Þvílík og önnur eins pissulykt sem kemur úr þessum pappírslufsubleium, hendum af og til á hann pappírsbleiu ef alvöru bleiurnar eru ekki orðnar þurrar á snúrunni eða ef ég er með hann útí bæ og á bara pappír í bleiutöskunni.  Ég finn bara langar leiðir af honum lyktina um og leið og hann pissar í þessi risadömubindi og var alveg að kafna þegar hann lenti í því að vera með þennan ósóma á rassinum að næturlagi, æ, ó.

En eitt gott taubleiuráð, ekki stinga óvart puttanum INN í bleiuna AFTANVERÐA til að gá hvort hún sé orðin blaut...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Til Hamingju með 3 mánuðina í gær frændi minn!

það er sko mikill Ágústar Inga svipur á  Ágústi Ísleifi á þessum myndum finnst mér - sem sagt einu sinni fyrir langa langa löngu, þegar ég var enn með dökkt og krullað hár, var bróðir minn algjör dúlla

Hallveig (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

jiminn, hvað varst þú að gera með dökkt og krullað hár? Það minnir mig bara á Pondus í Fréttablaðinu í gær.

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 25.9.2008 kl. 20:50

3 identicon

Þó ég hafi nú ekki þekkt pabbann á sínum tíma þá fer ekkert fram hjá mér að hann er sonur föður síns -alveg augljóst mál!!! Vá humm nú ýtti ég á einhvern takka á lyklaborðinu svo þessi athugasemd er fáránlega stór en ég get ekki breytt því aftur. Vá skrítið...

Auður Agla (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:33

4 identicon

...veit ekki?  af einhverri óútskýranlegri ástæðu er ég með dökkt krullað hár á myndum þegar ég er 1 árs, og svo púff! allt í einu er ég komin með slétt ljóst hár tveim árum síðar!?!?!?!  kannski ég hafi ekki verið bólusett fyrir rauðu hundunum heldur fyrir sléttum ljósum lokkum      ...hú nós! ég hef sko lesið 'Syni duftsins'!!

Hallveig (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 21:01

5 identicon

Já hann er fallegur og rauðhærður eins og pabbinn var á sama aldri.

Þeir voru báðir bræðurnir með rautt hár og slétt er þeir fæddust og systurnar með svart og krullað hár eða Hallveig var með krullurnar.

Við foreldrarnir vorum bæði með svart hár er við fæddumst eða það sögðu báðar langömmur Ísleifs litla

Til hamingju með mánuðina 3 elsku barnabarn 

amma Guðný (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 23:02

6 identicon

Mér finnst þú alveg frábær mamma og gott hjá þér að láta þér detta í hug að það er barnið sjálft sem vekur sig. Þetta með reifið meikar sens.

Kveðja tengdó

tengdó (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 23:06

7 Smámynd: cakedecoideas

Ég rak augun í myndina af Ágústi vafinn reifum.  Ég notaði sjálf svona vafninsteppi á litlu mína og það svínvirkaði.  Hún svaf eins og engill.  Byrjaði eiginlega strax og hún fæddist og notaði það í marga mánuði.   Kveðja, Sonja Smávinur

cakedecoideas, 5.10.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband