Foreldraeðlið lætur ekki að sér hæða

Einu sinni þegar Selma var oggupons kom Elín stormandi út af baðherberginu að springa úr stolti með eyrnapinna: "Viltu sjá!" 

Ég skildi ekki hvað var svona heillandi við eyrnamerg litlu frænkunnar (hélt reyndar fyrst að uppruninn væri í eyrum systur minnar, sá misskilningur var leiðréttur), en nú hef ég séð ljósið.  Ég var nefnilega þvílíkt lukkuleg þegar ég skóf í fyrsta sinn úr eyrum Ágústar Ísleifs, alveg í skýjunum yfir "dugnaðinum" í framleiðslunni.  Mér finnst nefnilega allt æðisleg sem viðkemur syninum.  "Nei sko þetta líka fína kusk milli tánna, mikið er það yndislegt".  Og feitukallaroparnir og önnur búkhljóð hljóma að sjálfsögðu eins og englasöngur í mínum eyrum.  Svo ekki sé minnst á hrósin sem drengurinn fær fyrir afköstin þegar er skipt á bleiu...

Svona er náttúran klók að sjá til þess að foreldrarnir nenni örugglega að hugsa um barnið sitt InLove

Ágúst í lok Ágúst 006

En stundum er maður svolítið mæðulegur þrátt fyrir góða umönnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæðulegur, en samt svo sætur.

kveðja amma G

ammaGuðný (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband