Nu kommer vi!!

Já allt að gerast, lestin fer 17.25 frá Horsens, fljúgum með Icelandair kl. 22.30 (en ekki Iceland slowpress) og lendum 23.40 úff púff.  Öll ættin hefur logað af slagsmálum um hver fái að sækja okkur LoL, veit ekki hver vann en ætli komi ekki bara heil rúta...

Gistum fyrst hjá mömmu því Barmahlíðin verður undirlögð af afmælispartýi Elínar á föstudagskvöldið (og þynnku á laugardaginn??), skiptum svo yfir og sendum reyndar Elínu&Adrian&Selmu&Völu á Vestfirðina svo við verðum ein í íbúðinni.

Þá er bara að panta heimsóknartíma!! Happy

Svo má þess til gamans geta að Ágúst Ísleifur sem er rúmlega þriggja vikna gamall gæti samt verið nýfæddur, mér finnst það stórfurðuleg tilhugsun.  Ég var gengin 42 vikur á þriðjudaginn og hefði þá verið sett af stað ef ekkert hefði gerst af sjálfsdáðum, en drengurinn var nú ekkert að láta bíða svo lengi eftir sér.  Mætti reyndar samt halda stundum að hann væri ekki alveg búinn að aðlagast lífi i det frie þegar hann liggur í hnipri með hendur og fætur í klessu litli kúturinn...

En nú er málið að klára að pakka, sjáumst!! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

!! Til hamingju með brúðkaupsafmælið í gær Ágúst Ingi og Lára mín !! 

Og eins og sagt er, nú lagu Danir í því! Jú ég frétti nefnilega í gær að ég á frí í eina 10 daga núna frá og með helginni, og auðvitað hefði verið tilvalið og reyndar stórsnjallt að bregða sér í heimsókn til ykkar, EN þið verðið víst ekki heima

Góða ferð kæra fjölskylda og góða skemmtun

Ég bið spennt eftir að heyra hver vann slagsmálin (nokkuð viss þó að pabbi minn sé sterkari en mamma þín, og hann er líka stærri en pabbi þinn ) !!

Innileg kveðja frá Gent ! 

Hallveig (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:19

2 identicon

Ef Daníel skyldi trassa að panta heimsóknartíma þá er númerið mitt 867 3614 - svona ef þið viljið nálgast vagninn fyrr en síðar! Velkomin heim

Elín Björk Jónasdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband