Lýst er eftir gefanda...

...að þessari fallegu sængurgjöf:

Ágúst Ísleifur 3. júlí 054

Teppi þetta barst innpakkað í grænt glans-búbblu-umslag stílað á Ágúst Inga Ágústsson (er þetta kannski ekki sængurgjöf heldur sjal handa Ágústi?) og poka með héramyndum.  Engar vísbendingar um sendanda aðrar en að umslagið er stimplað á Íslandi.  Hugsanleg vitni vinsamlega gefi sig fram hið fyrsta.

Annars er það að frétta af fjölskyldunni að við erum á fullu að læra hvert á annað.  Brjóstagjöfin er í fínum málum, móðirin er farin að átta sig á hvenær guttinn þarf að ropa og fá nýja bleiu etc, en reyndar fer allt í vitleysu stundum þegar Ágúst Ísleifur fær illt í magann, þá eru foreldrarnir frekar ráðalausir.

Stráksi prófaði að fara í bað heima hjá sér við álíka takmarkaðar vinsældir og á spítalanum:

Ágúst Ísleifur 3. júlí 003   Ágúst Ísleifur 3. júlí 006

Barn í bala, bali í vask og sést glitta í nýja fína skiptiborðið í horninu.

Hins vegar er gott að fá sér lúr á eftir með bros á vör.

Ágúst Ísleifur 3. júlí 043

Og augu sem bræða hjörtu.

Ágúst Ísleifur 3. júlí 037

En pabbanum fannst reyndar að móðirin hefði keypt full stelpu-smábarnalegar samfellur á drenginn (blúnduverk í hálsmáli og á ermum úff) svo hann skaust í búðina og keypti nokkrar gæjasamfellur, síðan slappa þeir feðgar af saman í strákafötunum sínum Tounge

Ágúst Ísleifur 3. júlí 017   Ágúst Ísleifur 3. júlí 052

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna en flottar myndir af feðgunum. Ég var rétt í þessu að prenta út myndir í lit fyrir afa Ágúst og þá birtust þessar fínu myndir. Núna er gaman að eiga góðar græjur þegar svona fínar myndir eru í boði. Mikið ofboðslega hlakka ég til að þið komið heim í heimsókn.

Kær kveðja amma Guðný

amma Guðný (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:01

2 identicon

Jedúddamía, voðalega er maður sætur

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:17

3 identicon

ekkert smá falleg mynd af feðgunum að fá sér gæjablund !!  Það fer aldeilis vel um litla guttan í öruggum og stórum pabba höndum.

Kær kveðja frá systir, mágkonu og frænku

Hallveig (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 20:14

4 identicon

Þetta dæmist víst á okkur Elínu. Þ.e. Elín prjónaði teppið og ég setti það í póst. Fattaði svo um leið og ég var búinn að loka umslaginu að ég hafði ekkert sagt til um frá hverjum það væri, en þorði ekki að setja neina merkingu utaná ef einhver hefði nú farið að ruglast á sendanda og viðtakanda. Svo rukum við í sumarfrí austur í land og það gleymdist að láta vita fyrirfram....

... allavega, vona að þetta komi að einhverju gagni!

 Daníel

p.s. sammála þeim sem lýsa yfir hrifningu af myndunum. Einstaklega fallegar og einlægar myndir.

Daníel (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, maður verður að eiga gæjasamfellur!  Finnur átti eina bláa með síðum ermum, algjör snilld. 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:42

6 identicon

Æ hvað maður er ofboðslega fínn, svo mannalegur og flottur.   Gangi ykkur vel elskurnar mínar og ég hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið til landsins.
Knús og kossar, luv ;o)

Hulda Sig. (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 09:12

7 identicon

Mig grunaði að svona gæti farið þegar ég sendi Daníel á pósthúsið - og ég tek annar fulla ábyrgð á teppinu! Vona að það komi að góðum notum, má setja í þvottavél!! á 30-40°C - en sleppa þurkaranum :-)

Við eigum svo sirka milljón ráð við magaverkjum hjá svona stubbum, getum sent lista yfir þau sem dugðu stundum, einusinni, í eina viku eða aldrei. Ekkert sem dugði alltaf!

Fallegar myndir, og yndislega fallegt barn. 

Kveðja, Elín Björk. 

Elín Björk (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 10:02

8 identicon

Fallegar myndir af fallegum strák, svo lítill og sætur :)

Hlakka til að sjá hann og koma við hann!

Halldóra Viðars (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 10:24

9 identicon

jiiiminn hvað maður er mannalegur :) soldið líkur pabba sínum! amk á þessum myndum! hlakka til að sjá ykkur

Lovísa (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 12:36

10 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Veiii gátan leyst!  Takk fyrir okkur E&D, mjög fallegt teppi og skemmtilega óhefðbundið, gaman að snúa upp á vanafestuna og hafa teppið kringlótt!

P.S. Daníel, maður skrifar sendandann aftan á og krossar svo yfir, þá sendist bréfið bara í eina átt

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 4.7.2008 kl. 13:13

11 identicon

Það mætti halda að þú hefðir unnið á pósthúsi Lára :)

Hlakka svooooo til að sjá ykkur eftir voðalega fáa daga!

Dagbjört (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:06

12 identicon

Dásamlegar myndir. Ómetanlegt.

Einsi

Einar Clausen (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 20:51

13 identicon

Sæl kæra kórstýra.

Okkar innilegustu hamingjuóskir með nýja og fallega frumburðinn ykkar hjóna, Ágúst Ísleif.  

Alltaf alveg hrikalega gaman að fylgjast með blogginu þínu.  Meðfram að halda utan um brjóstamáltíðir og gæjagalla, haldið þá áfram að veita piltinum gott og gefandi tónlistaruppeldi.  Hann er svo góðu vanur. Stundaði nefnilega kóræfingar og messusöng af kappi í Grafarvogskirkju í vetur. Tóneyrað vill örugglega áfram sitt - einhverja sálmasöngva og ef til vill svolítinn Sjúbba svona við og við. Ekki var annað að sjá en honum litist vel á, allavega dafnaði hann látlaust.

Takk fyrir samveruna og hafið það sem best,

Valgerður og Indriði í Kór Grafarvogskirkju 

Valgerður (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 00:28

14 identicon

Schubert er nú bara fyrir kettlinga - þessi er fóðraður á Messiaen frá fyrsta degi...

Ágúst Ingi (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 12:48

15 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Hvorki faðir né sonur kvartaði þegar ég setti Schubert á fóninn áðan, og svo hljómar drengurinn nú stundum dálítið eins og kettlingur...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 5.7.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband