Að heita biskupanafni og gera í buxurnar

Ágúst Ísleifur drekkur og drekkur og það skilar sér út um hinn endann þrátt fyrir virðulegt nafn.  Ágústarnafnið hefur hann frá langafa sínum, afa og föður, mætti því kalla hann Ágúst IV.  Ísleifsnafnið er hins vegar út í loftið, við vildum gott seinna nafn til að gera nafnaköllin auðveldari á heimilinu!  Einhvern veginn vildi svo til að Ísleifur var fyrsta nafnið sem mér datt í hug fyrir mörgum mánuðum, hafði samt aldrei rætt það við Ágúst, en þegar við fórum í gegnum lista með íslenskum mannanöfnum kom í ljós að Ágústi leist best á Ísleif.  Það var því augljóst hvað drengurinn átti að heita!

En nánar um nöfnin:

Ágúst: 

Einn karlmaður í Þing. bar nafnið í manntali 1801 og annar í Snæf. hét August. Í manntali frá 1910 voru 442 karlar skráðir með þessu nafni og í þjóðskrá 1989 voru þeir 1257, þar af 447 sem hétu svo að síðara nafni. Ritmyndirnar August og Ágústus eru líka notaðar. Nafnið er þekkt í Svíþjóð frá miðri 17. öld og var nokkuð notað í Noregi um síðustu aldamót. Fræg sögupersóna hjá Knut Hamsun ber nafnið August. Nafnið Augustus var tekið upp á Englandi á 18. öld ásamt kvenmannsnafninu Augusta.
Nafnið er stytting úr latínu augustus "mikill, stórfenglegur", (af augere "aukast") en það orð var tekið upp sem titill rómverskra keisara. Heiti ágústmánaðar á sér sama uppruna.

Ísleifur:

Nafnið kemur fyrir í Landnámu, Sturlungu og í fornbréfum frá 15. öld. Fyrsti íslenski biskupinn sem vígður var til Skálholts árið 1056 hét Ísleifur Gissurarson. Nafnið kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646. Í manntali 1703 báru það 42 karlar en 37 árið 1801. Árið 1910 voru nafnberar 49, þar af 17 í Rang. Í þjóðskrá 1989 voru 82 karlar skráðir með þessu nafni, þar af 16 að síðara nafni af tveimur.

Nafnið er sett saman af forliðnum Ís- og viðliðnum -leifur, Leifur.

Viðliðurinn -leifur er algengur í karlmannsnöfnum, t.d. Hjörleifur, Guðleifur, Þorleifur. Hann er kominn úr frumnorrænu *-laibaR og er skyldur nafnorðinu leif "arfur, eitthvað sem skilið er eftir" og sögninni leifa "skilja eftir". Hann er einnig tengdur sögninni að lifa og nafnorðinu líf. Nafnið Leifur merkir eiginlega "afkomandi, erfingi".

Eins og fram kemur hét fyrsti Skálholtsbiskupinn Ísleifur, en þar fyrir utan var kristni lögtekin á Íslandi 24. júní fyrir þó nokkuð mörgum árum, augljóst hvað drengurinn á eftir að taka sér fyrir hendur í framtíðinni!

P.S. við erum búin að bóka flug heim og verðum á Íslandi 17. júlí til 4. ágúst W00t, hlökkum til að hitta ykkur sem flest.  Notum að sjálfsögðu tækifærið og skírum litla biskupinn en dagsetningin ekki komin á hreint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...ætlið þið semsagt að koma með lest(unum) frá Horsens til Gent svo ég megi líka sjá nýja ofurkrúttlega frænda minn, og fljúga svo frá Brussel heim til Íslands þann sautjánda  -  mér finnst það alveg ljómandi plan

Hallveig (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 13:59

2 identicon

 Veiveivei  HLAKKA TIL AÐ SJÁ YKKUR

Sigga Pé (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:59

3 identicon

Nú, komið þið svona snemma heim.... þá kannski er ég ekkert að senda sængurgjöfina út í pósti heldur dembi henni á þig þegar ég fæ að sjá krúttipúttið! Ég hlakka svo til!  Mér finnst svipurinn vera frá Ágústi en geiflurnar eru ansi Lárulegar...

ólöf skólöf (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 17:00

4 identicon

Innilega til hamingju með fallegan dreng og fallegt nafn. Kveðja frá Gerði í Kór Grafarvogskirkju (vona og trúi að allt sé lekkert hjá þér þarna í útlandinu).  

Gerður Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 12:23

5 identicon

...það á sem sagt að tryggja það að ég fái ekki að sjá drenginn í bráð og flýja land daginn áður en ég kem!

Hann er annars gullfallegur þessi drengur - á myndunum allavega - og óska ég ykkur enn og aftur til hamingju með hann 

Það er svo aldrei að vita nema ég geri  mér ferð til Horsens eða þið ykkur til Karlsruhe/Muggensturm 

Bjargey (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:22

6 identicon

Það er nú gott að þessi flotta nafngift skuli ekki hafa nein áhrif á barnið svona ungan, biskup og ekki biskup þá þurfa víst allir að kúka í bleijuna sína einhvern tíma. Vonandi lærir Ísleifur litli að kúka í koppinn áður en hann verður virðulegur ,,Hr.biskup eða Hr. eitthvað.

ammakisa (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband